Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 18. mars 2025 08:32 Næsta rektors Háskóla Íslands bíða ýmis verkefni, þá ekki síst að tryggja fjármál stofnunarinnar til næstu ára. Þar er á brattann að sækja enda hefur háskólastigið verið vanfjármagnað um árabil og mikið þarf að vinna upp. Til viðbótar eru blikur á lofti hvað varðar akademískt frelsi í heiminum. Háskóli Íslands þarf að taka afstöðu til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í heiminum þar sem þrengt er að möguleikum rannsakenda til að stjórna sínum rannsóknaráherslum ef þær passa ekki við hugmyndafræði stjórnvalda. Í Bandaríkjunum er nú ráðist að réttindum ýmissa jaðarhópa og opinberir starfsmenn eiga undir högg að sækja. Fyrir okkur háskólafólk er ekki síst mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvernig Trump stjórnin ræðst gegn akademísku frelsi. Frelsi fræðafólks og stúdenta til að rannsaka hluti án pólitískrar íhlutunar er grunnstoð allrar þekkingaröflunar. Nú getur farið svo að hið opinbera hætti að styrkja rannsóknir sem innihalda orð sem stjórnvöldum þóknast ekki, svo sem jafnrétti, inngilding eða græn umskipti. Og vegna þess að styrkir hins opinbera eru veigamikill grundvöllur alls vísindastarfs er í raun verið að ákveða hvað verður – og hvað verður ekki – rannsakað á næstu árum og þar með hvað verður – eða hvað verður ekki- viðtekin þekking í hinum ýmsu fræðigreinum. Afleiðingar þessara ákvarðana eru ekki bundnar við Bandaríkin heldur heiminn allan. Bandaríkin eru stórveldi í vísindaheiminum. Bann við rannsóknum á tilteknum sviðum, hversu tímabundið sem það er, heggur skarð í þekkingu til lengri tíma. Þá hefur stefnubreyting á við þessa áhrif á annan hátt. Við sem störfum við íslenska háskóla erum í ýmis konar alþjóðlegu samstarfi, þar með talið við fræðafólk í bandarískum háskólum. Það þýðir að við höfum mörg tekið þátt í verkefnum sem styrkt eru af bandarískum stjórnvöldum. Fyrir okkur er því ekki bara fræðilegt viðfangsefni hvernig styrkjaumhverfið þróast heldur höfum við af því beina fjárhagslega hagsmuni. Nýr rektor þarf að fylgjast náið með þróuninni vestan hafs og viðbrögðum háskóla í nágrannalöndum, vinna með starfsfólki að því að móta stefnu og afla styrkja sem styðja við rannsóknir á grundvelli akademísks frelsis. Þetta þurfum við í háskólasamfélaginu að takast á við saman. Víða í heiminum sjáum við svo að fólki er ógnað vegna þess að það tekur afstöðu með þeim sem eru kúguð og undirokuð. Þau sem gagnrýna ráðandi valdhafa eru tekin fyrir í fjölmiðlum, jafnvel ógnað af stjórnvöldum, fyrir að iðka sínar rannsóknir og miðla þeim. Þetta þurfum við að tryggja að gerist ekki á Íslandi. Akademískt frelsi þarf að virða og verja. Sem rektor mun ég alltaf standa með því. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Sjá meira
Næsta rektors Háskóla Íslands bíða ýmis verkefni, þá ekki síst að tryggja fjármál stofnunarinnar til næstu ára. Þar er á brattann að sækja enda hefur háskólastigið verið vanfjármagnað um árabil og mikið þarf að vinna upp. Til viðbótar eru blikur á lofti hvað varðar akademískt frelsi í heiminum. Háskóli Íslands þarf að taka afstöðu til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í heiminum þar sem þrengt er að möguleikum rannsakenda til að stjórna sínum rannsóknaráherslum ef þær passa ekki við hugmyndafræði stjórnvalda. Í Bandaríkjunum er nú ráðist að réttindum ýmissa jaðarhópa og opinberir starfsmenn eiga undir högg að sækja. Fyrir okkur háskólafólk er ekki síst mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvernig Trump stjórnin ræðst gegn akademísku frelsi. Frelsi fræðafólks og stúdenta til að rannsaka hluti án pólitískrar íhlutunar er grunnstoð allrar þekkingaröflunar. Nú getur farið svo að hið opinbera hætti að styrkja rannsóknir sem innihalda orð sem stjórnvöldum þóknast ekki, svo sem jafnrétti, inngilding eða græn umskipti. Og vegna þess að styrkir hins opinbera eru veigamikill grundvöllur alls vísindastarfs er í raun verið að ákveða hvað verður – og hvað verður ekki – rannsakað á næstu árum og þar með hvað verður – eða hvað verður ekki- viðtekin þekking í hinum ýmsu fræðigreinum. Afleiðingar þessara ákvarðana eru ekki bundnar við Bandaríkin heldur heiminn allan. Bandaríkin eru stórveldi í vísindaheiminum. Bann við rannsóknum á tilteknum sviðum, hversu tímabundið sem það er, heggur skarð í þekkingu til lengri tíma. Þá hefur stefnubreyting á við þessa áhrif á annan hátt. Við sem störfum við íslenska háskóla erum í ýmis konar alþjóðlegu samstarfi, þar með talið við fræðafólk í bandarískum háskólum. Það þýðir að við höfum mörg tekið þátt í verkefnum sem styrkt eru af bandarískum stjórnvöldum. Fyrir okkur er því ekki bara fræðilegt viðfangsefni hvernig styrkjaumhverfið þróast heldur höfum við af því beina fjárhagslega hagsmuni. Nýr rektor þarf að fylgjast náið með þróuninni vestan hafs og viðbrögðum háskóla í nágrannalöndum, vinna með starfsfólki að því að móta stefnu og afla styrkja sem styðja við rannsóknir á grundvelli akademísks frelsis. Þetta þurfum við í háskólasamfélaginu að takast á við saman. Víða í heiminum sjáum við svo að fólki er ógnað vegna þess að það tekur afstöðu með þeim sem eru kúguð og undirokuð. Þau sem gagnrýna ráðandi valdhafa eru tekin fyrir í fjölmiðlum, jafnvel ógnað af stjórnvöldum, fyrir að iðka sínar rannsóknir og miðla þeim. Þetta þurfum við að tryggja að gerist ekki á Íslandi. Akademískt frelsi þarf að virða og verja. Sem rektor mun ég alltaf standa með því. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun