Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar 18. mars 2025 08:32 Næsta rektors Háskóla Íslands bíða ýmis verkefni, þá ekki síst að tryggja fjármál stofnunarinnar til næstu ára. Þar er á brattann að sækja enda hefur háskólastigið verið vanfjármagnað um árabil og mikið þarf að vinna upp. Til viðbótar eru blikur á lofti hvað varðar akademískt frelsi í heiminum. Háskóli Íslands þarf að taka afstöðu til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í heiminum þar sem þrengt er að möguleikum rannsakenda til að stjórna sínum rannsóknaráherslum ef þær passa ekki við hugmyndafræði stjórnvalda. Í Bandaríkjunum er nú ráðist að réttindum ýmissa jaðarhópa og opinberir starfsmenn eiga undir högg að sækja. Fyrir okkur háskólafólk er ekki síst mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvernig Trump stjórnin ræðst gegn akademísku frelsi. Frelsi fræðafólks og stúdenta til að rannsaka hluti án pólitískrar íhlutunar er grunnstoð allrar þekkingaröflunar. Nú getur farið svo að hið opinbera hætti að styrkja rannsóknir sem innihalda orð sem stjórnvöldum þóknast ekki, svo sem jafnrétti, inngilding eða græn umskipti. Og vegna þess að styrkir hins opinbera eru veigamikill grundvöllur alls vísindastarfs er í raun verið að ákveða hvað verður – og hvað verður ekki – rannsakað á næstu árum og þar með hvað verður – eða hvað verður ekki- viðtekin þekking í hinum ýmsu fræðigreinum. Afleiðingar þessara ákvarðana eru ekki bundnar við Bandaríkin heldur heiminn allan. Bandaríkin eru stórveldi í vísindaheiminum. Bann við rannsóknum á tilteknum sviðum, hversu tímabundið sem það er, heggur skarð í þekkingu til lengri tíma. Þá hefur stefnubreyting á við þessa áhrif á annan hátt. Við sem störfum við íslenska háskóla erum í ýmis konar alþjóðlegu samstarfi, þar með talið við fræðafólk í bandarískum háskólum. Það þýðir að við höfum mörg tekið þátt í verkefnum sem styrkt eru af bandarískum stjórnvöldum. Fyrir okkur er því ekki bara fræðilegt viðfangsefni hvernig styrkjaumhverfið þróast heldur höfum við af því beina fjárhagslega hagsmuni. Nýr rektor þarf að fylgjast náið með þróuninni vestan hafs og viðbrögðum háskóla í nágrannalöndum, vinna með starfsfólki að því að móta stefnu og afla styrkja sem styðja við rannsóknir á grundvelli akademísks frelsis. Þetta þurfum við í háskólasamfélaginu að takast á við saman. Víða í heiminum sjáum við svo að fólki er ógnað vegna þess að það tekur afstöðu með þeim sem eru kúguð og undirokuð. Þau sem gagnrýna ráðandi valdhafa eru tekin fyrir í fjölmiðlum, jafnvel ógnað af stjórnvöldum, fyrir að iðka sínar rannsóknir og miðla þeim. Þetta þurfum við að tryggja að gerist ekki á Íslandi. Akademískt frelsi þarf að virða og verja. Sem rektor mun ég alltaf standa með því. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Næsta rektors Háskóla Íslands bíða ýmis verkefni, þá ekki síst að tryggja fjármál stofnunarinnar til næstu ára. Þar er á brattann að sækja enda hefur háskólastigið verið vanfjármagnað um árabil og mikið þarf að vinna upp. Til viðbótar eru blikur á lofti hvað varðar akademískt frelsi í heiminum. Háskóli Íslands þarf að taka afstöðu til þeirrar þróunar sem er að eiga sér stað í heiminum þar sem þrengt er að möguleikum rannsakenda til að stjórna sínum rannsóknaráherslum ef þær passa ekki við hugmyndafræði stjórnvalda. Í Bandaríkjunum er nú ráðist að réttindum ýmissa jaðarhópa og opinberir starfsmenn eiga undir högg að sækja. Fyrir okkur háskólafólk er ekki síst mikilvægt að vera vakandi fyrir því hvernig Trump stjórnin ræðst gegn akademísku frelsi. Frelsi fræðafólks og stúdenta til að rannsaka hluti án pólitískrar íhlutunar er grunnstoð allrar þekkingaröflunar. Nú getur farið svo að hið opinbera hætti að styrkja rannsóknir sem innihalda orð sem stjórnvöldum þóknast ekki, svo sem jafnrétti, inngilding eða græn umskipti. Og vegna þess að styrkir hins opinbera eru veigamikill grundvöllur alls vísindastarfs er í raun verið að ákveða hvað verður – og hvað verður ekki – rannsakað á næstu árum og þar með hvað verður – eða hvað verður ekki- viðtekin þekking í hinum ýmsu fræðigreinum. Afleiðingar þessara ákvarðana eru ekki bundnar við Bandaríkin heldur heiminn allan. Bandaríkin eru stórveldi í vísindaheiminum. Bann við rannsóknum á tilteknum sviðum, hversu tímabundið sem það er, heggur skarð í þekkingu til lengri tíma. Þá hefur stefnubreyting á við þessa áhrif á annan hátt. Við sem störfum við íslenska háskóla erum í ýmis konar alþjóðlegu samstarfi, þar með talið við fræðafólk í bandarískum háskólum. Það þýðir að við höfum mörg tekið þátt í verkefnum sem styrkt eru af bandarískum stjórnvöldum. Fyrir okkur er því ekki bara fræðilegt viðfangsefni hvernig styrkjaumhverfið þróast heldur höfum við af því beina fjárhagslega hagsmuni. Nýr rektor þarf að fylgjast náið með þróuninni vestan hafs og viðbrögðum háskóla í nágrannalöndum, vinna með starfsfólki að því að móta stefnu og afla styrkja sem styðja við rannsóknir á grundvelli akademísks frelsis. Þetta þurfum við í háskólasamfélaginu að takast á við saman. Víða í heiminum sjáum við svo að fólki er ógnað vegna þess að það tekur afstöðu með þeim sem eru kúguð og undirokuð. Þau sem gagnrýna ráðandi valdhafa eru tekin fyrir í fjölmiðlum, jafnvel ógnað af stjórnvöldum, fyrir að iðka sínar rannsóknir og miðla þeim. Þetta þurfum við að tryggja að gerist ekki á Íslandi. Akademískt frelsi þarf að virða og verja. Sem rektor mun ég alltaf standa með því. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild og frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun