Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir, Ari Borg Helgason, Hekla Sól Hafsteinsdóttir, Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir, Nína Kristín Gunnarsdóttir og Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifa 18. mars 2025 07:31 Silja Bára Ómarsdóttir hefur þá eiginleika sem rektor Háskóla Íslands þarf að búa yfir til að færa háskólann inn í framtíðina. Sem fyrrverandi og núverandi nemendur við háskólann höfum við kynnst Silju Báru sem kennara og leiðbeinanda en ekki síður sem einstaklingi og vitum að það sem hún tekur sér fyrir hendur vinnur hún af fullum krafti og metnaði. Undirrituð, stjórn Politica - félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema við Háskóla Íslands, lýsa því hér með yfir eindregnum stuðningi við framboð Silju Báru. Strax á fyrstu önn okkar í stjórnmálafræði var ljóst að þarna væri á ferðinni metnaðarfullur og einlægur kennari sem lagði sig fram við að kynnast nemendum sínum og samstarfsfólki. Silja Bára er kröfuhörð en á sama tíma mjög sanngjörn og kennsla hennar gaf okkur sterkan grunn fyrir því sem koma skyldi í náminu. Enda leggur hún áherslu á gagnrýna hugsun, hvetur til líflegra umræðna og kennir okkur að nálgast námið frá ólíkum sjónarhornum. Það sem gerir hana að einstakri manneskju er að metnaður hennar smitar út frá sér, vekur áhuga og hvetur til góðra verka auk þess að bera ávallt hag nemenda og starfsfólks fyrir brjósti. Svo er Silja Bára ekta stemningskona! Hress, jákvæð og alltaf stutt í hláturinn. Hún skilur hve mikilvægt það er fyrir nemendur að stuðla að góðu félagslífi og hefur sýnt það með því að taka sjálf virkan þátt í félagslífi Stjórnmálafræðideildar og Politicu. Það mun því ekki standa á henni að efla félagslífið innan veggja háskólans og skapa aðgengilegt umhverfi fyrir nemendur til að sinna náminu. Þegar Silja Bára talar um framtíðarsýn sína fyrir Háskóla Íslands er augljóst að hún býr bæði yfir skýrri hugsjón og leiðtogahæfileikum sem þarf til að vinna að framgangi hennar. Sem rektor mun Silja Bára beita sér fyrir bættri fjármögnun háskólastigsins, öflugra háskólasamfélagi og kennslu sem er bæði nútímalegri og aðgengilegri. Þess vegna hvetjum við öll sem hafa kosningarétt í rektorskjöri Háskóla Íslands til að nýta hann og kjósa Silju Báru Ómarsdóttur í dag eða á morgun á Uglunni. Hún mun styrkja háskólasamfélagið með vönduðum vinnubrögðum, ástríðu og staðfestu. Ef þið viljið kynna ykkur Silju Báru og hennar áherslur frekar þá bendum við á vefsíðuna siljabara.is Höfundar eru í stjórn Politica, félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir hefur þá eiginleika sem rektor Háskóla Íslands þarf að búa yfir til að færa háskólann inn í framtíðina. Sem fyrrverandi og núverandi nemendur við háskólann höfum við kynnst Silju Báru sem kennara og leiðbeinanda en ekki síður sem einstaklingi og vitum að það sem hún tekur sér fyrir hendur vinnur hún af fullum krafti og metnaði. Undirrituð, stjórn Politica - félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema við Háskóla Íslands, lýsa því hér með yfir eindregnum stuðningi við framboð Silju Báru. Strax á fyrstu önn okkar í stjórnmálafræði var ljóst að þarna væri á ferðinni metnaðarfullur og einlægur kennari sem lagði sig fram við að kynnast nemendum sínum og samstarfsfólki. Silja Bára er kröfuhörð en á sama tíma mjög sanngjörn og kennsla hennar gaf okkur sterkan grunn fyrir því sem koma skyldi í náminu. Enda leggur hún áherslu á gagnrýna hugsun, hvetur til líflegra umræðna og kennir okkur að nálgast námið frá ólíkum sjónarhornum. Það sem gerir hana að einstakri manneskju er að metnaður hennar smitar út frá sér, vekur áhuga og hvetur til góðra verka auk þess að bera ávallt hag nemenda og starfsfólks fyrir brjósti. Svo er Silja Bára ekta stemningskona! Hress, jákvæð og alltaf stutt í hláturinn. Hún skilur hve mikilvægt það er fyrir nemendur að stuðla að góðu félagslífi og hefur sýnt það með því að taka sjálf virkan þátt í félagslífi Stjórnmálafræðideildar og Politicu. Það mun því ekki standa á henni að efla félagslífið innan veggja háskólans og skapa aðgengilegt umhverfi fyrir nemendur til að sinna náminu. Þegar Silja Bára talar um framtíðarsýn sína fyrir Háskóla Íslands er augljóst að hún býr bæði yfir skýrri hugsjón og leiðtogahæfileikum sem þarf til að vinna að framgangi hennar. Sem rektor mun Silja Bára beita sér fyrir bættri fjármögnun háskólastigsins, öflugra háskólasamfélagi og kennslu sem er bæði nútímalegri og aðgengilegri. Þess vegna hvetjum við öll sem hafa kosningarétt í rektorskjöri Háskóla Íslands til að nýta hann og kjósa Silju Báru Ómarsdóttur í dag eða á morgun á Uglunni. Hún mun styrkja háskólasamfélagið með vönduðum vinnubrögðum, ástríðu og staðfestu. Ef þið viljið kynna ykkur Silju Báru og hennar áherslur frekar þá bendum við á vefsíðuna siljabara.is Höfundar eru í stjórn Politica, félags stjórnmálafræði- og blaðamennskunema.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun