Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir og Pia Hansson skrifa 17. mars 2025 08:01 Það er styrkur fyrir Háskóla Íslands að hafa úr öflugum hópi frambjóðenda að velja við rektorskjör sem hefst á morgun. Okkar val er skýrt. Við styðjum Silju Báru í rektorinn. Við kynntumst Silju Báru fyrst þegar við hófum meistaranám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þetta var í fyrsta skipti sem námið var kennt við skólann og Silja Bára lagði sig alla fram við að vekja áhuga nemenda á námsefninu og fór nýjar og spennandi leiðir í kennslunni. Henni tókst einstaklega vel að hrífa okkur nemendurnar með sér, hvetja okkur til gagnrýnnar hugsunar og frumkvæðis með einlægum áhuga á náminu og opnu samtali við okkur nemendurna. Eitt eftirminnilegasta augnablikið úr kennslunni var stór samningatækniæfing sem hún hélt fyrir okkur á laugardegi (já, allir voru til í það), þar sem við settum okkur í spor deiluaðila og lærðum að leysa flókin ágreining milli ríkja, spennandi æfing sem var allt í senn, fræðandi, praktísk og þjappaði nemendahópnum saman. Silja Bára hefur líka alltaf verið sérstaklega dugleg við að benda nemendum sínum á hagnýt tækifæri, hvort sem er í starfi eða frekara námi og rannsóknum. Það er einmitt þessi hæfileiki að sameina skapandi kennsluhætti, finna nýjar lausnir í kennslu og tengja grunnrannsóknir við hagnýtar lausnir fyrir samfélagið sem skiptir máli að rektor Háskóla Íslands leggi áherslu á í nútímasamfélagi örra breytinga og gervigreindar. Við höfum einnig kynnst Silju Báru vel í gegnum samstarf okkar hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem hún hefur verði bæði rannsóknastjóri Höfða friðarseturs og varastjórnarformaður. Silja Bára er einstaklega góður samstarfsfélagi sem kann að greina kjarnann frá hisminu og leggja mat á hvernig best sé að leysa áskoranir. Hún er hugmyndarík og lausnamiðuð og með mikinn drifkraft og á gott með að fá fólk með sér í lið sem hefur reynst okkur ómetanlegt í okkar samstarfi við að efla rannsóknir og fræðslu um alþjóðamál á Íslandi. Silja Bára hefur skilning á því að öflugt rannsóknastarf er forsenda þekkingaruppbyggingar til framtíðar. Á þeim viðsjárverðu tímum sem nú blasa við okkur í alþjóðasamfélaginu er meiri þörf en nokkru sinni á öflugum og vönduðum rannsóknum og fræðslu þar sem lögð er áhersla á að geta greint þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og leggja grunn að hagnýtum lausnum. Sem smáríki er enn mikilvægara fyrir Ísland en aðrar þjóðir að vera í nánu samstarfi við nágrannaríki sín og sækja fram þegar kemur að alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Þar hefur Silja Bára verið öflugur bandamaður og unnið með okkur að mörgum mikilvægum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og þverfræðilegri fræðslu og þannig styrkt íslenskar rannsóknir og kennslu. Háskóli Íslands þarf á leiðtoga að halda sem leggur áherslu á skapandi lausnir í kennslu, þverfræðilegt og alþjóðlegt rannsóknasamstarf og sterka tengingu við samfélagið. Við treystum Silju Báru Ómarsdóttur til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Auður Birna Stefánsdóttir er sérfræðingur hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Pia Hansson er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Það er styrkur fyrir Háskóla Íslands að hafa úr öflugum hópi frambjóðenda að velja við rektorskjör sem hefst á morgun. Okkar val er skýrt. Við styðjum Silju Báru í rektorinn. Við kynntumst Silju Báru fyrst þegar við hófum meistaranám í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Þetta var í fyrsta skipti sem námið var kennt við skólann og Silja Bára lagði sig alla fram við að vekja áhuga nemenda á námsefninu og fór nýjar og spennandi leiðir í kennslunni. Henni tókst einstaklega vel að hrífa okkur nemendurnar með sér, hvetja okkur til gagnrýnnar hugsunar og frumkvæðis með einlægum áhuga á náminu og opnu samtali við okkur nemendurna. Eitt eftirminnilegasta augnablikið úr kennslunni var stór samningatækniæfing sem hún hélt fyrir okkur á laugardegi (já, allir voru til í það), þar sem við settum okkur í spor deiluaðila og lærðum að leysa flókin ágreining milli ríkja, spennandi æfing sem var allt í senn, fræðandi, praktísk og þjappaði nemendahópnum saman. Silja Bára hefur líka alltaf verið sérstaklega dugleg við að benda nemendum sínum á hagnýt tækifæri, hvort sem er í starfi eða frekara námi og rannsóknum. Það er einmitt þessi hæfileiki að sameina skapandi kennsluhætti, finna nýjar lausnir í kennslu og tengja grunnrannsóknir við hagnýtar lausnir fyrir samfélagið sem skiptir máli að rektor Háskóla Íslands leggi áherslu á í nútímasamfélagi örra breytinga og gervigreindar. Við höfum einnig kynnst Silju Báru vel í gegnum samstarf okkar hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands þar sem hún hefur verði bæði rannsóknastjóri Höfða friðarseturs og varastjórnarformaður. Silja Bára er einstaklega góður samstarfsfélagi sem kann að greina kjarnann frá hisminu og leggja mat á hvernig best sé að leysa áskoranir. Hún er hugmyndarík og lausnamiðuð og með mikinn drifkraft og á gott með að fá fólk með sér í lið sem hefur reynst okkur ómetanlegt í okkar samstarfi við að efla rannsóknir og fræðslu um alþjóðamál á Íslandi. Silja Bára hefur skilning á því að öflugt rannsóknastarf er forsenda þekkingaruppbyggingar til framtíðar. Á þeim viðsjárverðu tímum sem nú blasa við okkur í alþjóðasamfélaginu er meiri þörf en nokkru sinni á öflugum og vönduðum rannsóknum og fræðslu þar sem lögð er áhersla á að geta greint þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og leggja grunn að hagnýtum lausnum. Sem smáríki er enn mikilvægara fyrir Ísland en aðrar þjóðir að vera í nánu samstarfi við nágrannaríki sín og sækja fram þegar kemur að alþjóðlegu rannsóknarsamstarfi. Þar hefur Silja Bára verið öflugur bandamaður og unnið með okkur að mörgum mikilvægum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum og þverfræðilegri fræðslu og þannig styrkt íslenskar rannsóknir og kennslu. Háskóli Íslands þarf á leiðtoga að halda sem leggur áherslu á skapandi lausnir í kennslu, þverfræðilegt og alþjóðlegt rannsóknasamstarf og sterka tengingu við samfélagið. Við treystum Silju Báru Ómarsdóttur til að leiða Háskóla Íslands inn í framtíðina. Auður Birna Stefánsdóttir er sérfræðingur hjá Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Pia Hansson er forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun