Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum

Kári Mímisson skrifar
ÍR KR. Bónus deild karla sumar, körfubolti KKÍ 2025.
ÍR KR. Bónus deild karla sumar, körfubolti KKÍ 2025. vísir/Hulda Margrét

ÍR-ingar unnu eins stiga sigur á föllnum Hattarmönnum í Skógarselinu í kvöld, 84-83 og stigu um leið stórt skref í átt að úrslitakeppninni.

ÍR fór fyrir vikið úr níunda sætinu upp í sjöunda sæti en KR og Þór duttu niður um eitt sæti hvort lið.

ÍR-ingar voru með frumkvæðið allan leikinn, leiddu með fimm stigum í hálfleik, 39-34, og komust mest sextán stigum yfir í þriðja leikhlutanum. Hattarmenn komu til baka og komust á endanum yfir í blálokin. Jacob Falko tryggði ÍR sigur í lokin.

Matej Kavas skoraði 18 stig fyrir ÍR, Oscar Jorgensen bætti við 16 stigum, Dani Koljanin skoraði 14 stig og Jacob Falko var með 12 stig og 13 stoðsendingar. Nemanja Knezevic skoraði 23 stig fyrir Hött.

Frekari umfjöllun og viðtöl koma inn á Vísi á eftir.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira