„Vonandi lærum við af þessu“ Siggeir Ævarsson skrifar 13. mars 2025 21:20 Jakob Örn Sigurðarson er þjálfari KR. Vísir/Anton Brink KR vann lífsnauðsynlegan sigur á föllnum Haukum Bónus-deild karla í kvöld en KR er í harði baráttu um sæti í úrslitakeppninni og mátti ekki við að misstíga sig í kvöld eftir að hafa tapað síðasta leik gegn ÍR. Lokatölur leiksins, 103-87 gefa til kynna að sigurinn hafi verið nokkuð öruggur en Jakob Sigurðsson, þjálfari KR, tók undir orð blaðamanns um að þetta hafi verið ansi löng og erfið fæðing í kvöld. „Mjög erfið. Allavega í þrjá leikhluta og sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik. Hvernig við vorum að spila, varnar- og sóknarlega. En sem betur fer fundum við smá neista og kraft og náðum að komast yfir á góðum tímapunkti í leiknum.“ Jakob tók leikhlé strax eftir fjórar mínútur í upphafi leiks, greinilega ósáttur með andleysi sinna manna, en það skilaði litlu. „Ég tók leikhlé fljótt af því það sást langar leiðir að við vorum mjög andlausir og bara alls ekki á réttum stað hugarfarslega séð. Við vorum ekki komnir hérna inn til að taka leikinn frá byrjun. Það var svolítið eins og við ætluðum bara að sjá hvað myndi gerast og Haukar myndu leyfa okkur að taka forystuna og gera það sem við vildum.“ „Þannig að ég tók leikhlé þá og það virkaði lítið. Svo tók ég aftur leikhlé og það virkaði heldur ekki. Vonandi lærum við af þessu.“ Eftir 32 mínútur af jöfnum leik virtist leikurinn nánast snúast á punktinum þegar Orri Hilmarsson kveikti í sínum mönnum með þristi lengst utan af velli. Það þarf kannski stundum ekki annað en eitt lítið atvik til að snúa leikjum við? „Algjörlega. Vörnin okkar var mun betri í seinni hálfleik, sérstaklega í fjórða leikhluta. Fráköstuðum betur og svo koma svona skot eins og frá Orra og við náðum smá forystu. Oft líka spurning um að búa til smá forystu og þá kannski aðeins slaknar á stressinu og við komust í betra flæði. Það er svolítið það sem gerist. Við náum smá forystu, náum að hitta stemmingsskotum og vörnin fylgdi með.“ KR-ingar eiga leik við Grindavík í síðustu umferð og sigur þar myndi gulltryggja liðið inn í úrslitakeppnina. Grindvíkingar hvíldu bæði DeAndre Kane og Ólaf Ólafsson í kvöld en Jakob sagðist ekki mikið velta sér upp úr því hvað önnur lið eru að gera í sínum undirbúningi. „Við þurfum klárlega að gera það. Við eigum bikarinn fyrst þannig að okkur fókus fer þangað núna. Svo spáum við í Grindavík seinna. En ég er svo sem ekkert að hugsa um hvað önnur lið eru að gera, hvort þau séu að hvíla menn eða hvað þau gera. Minn fókus og einbeiting er á mínu liði og við séum að ná upp betri og góðri frammistöðu.“ Bónus-deild karla Körfubolti KR Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Lokatölur leiksins, 103-87 gefa til kynna að sigurinn hafi verið nokkuð öruggur en Jakob Sigurðsson, þjálfari KR, tók undir orð blaðamanns um að þetta hafi verið ansi löng og erfið fæðing í kvöld. „Mjög erfið. Allavega í þrjá leikhluta og sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég var bara ósáttur við frammistöðuna í fyrri hálfleik. Hvernig við vorum að spila, varnar- og sóknarlega. En sem betur fer fundum við smá neista og kraft og náðum að komast yfir á góðum tímapunkti í leiknum.“ Jakob tók leikhlé strax eftir fjórar mínútur í upphafi leiks, greinilega ósáttur með andleysi sinna manna, en það skilaði litlu. „Ég tók leikhlé fljótt af því það sást langar leiðir að við vorum mjög andlausir og bara alls ekki á réttum stað hugarfarslega séð. Við vorum ekki komnir hérna inn til að taka leikinn frá byrjun. Það var svolítið eins og við ætluðum bara að sjá hvað myndi gerast og Haukar myndu leyfa okkur að taka forystuna og gera það sem við vildum.“ „Þannig að ég tók leikhlé þá og það virkaði lítið. Svo tók ég aftur leikhlé og það virkaði heldur ekki. Vonandi lærum við af þessu.“ Eftir 32 mínútur af jöfnum leik virtist leikurinn nánast snúast á punktinum þegar Orri Hilmarsson kveikti í sínum mönnum með þristi lengst utan af velli. Það þarf kannski stundum ekki annað en eitt lítið atvik til að snúa leikjum við? „Algjörlega. Vörnin okkar var mun betri í seinni hálfleik, sérstaklega í fjórða leikhluta. Fráköstuðum betur og svo koma svona skot eins og frá Orra og við náðum smá forystu. Oft líka spurning um að búa til smá forystu og þá kannski aðeins slaknar á stressinu og við komust í betra flæði. Það er svolítið það sem gerist. Við náum smá forystu, náum að hitta stemmingsskotum og vörnin fylgdi með.“ KR-ingar eiga leik við Grindavík í síðustu umferð og sigur þar myndi gulltryggja liðið inn í úrslitakeppnina. Grindvíkingar hvíldu bæði DeAndre Kane og Ólaf Ólafsson í kvöld en Jakob sagðist ekki mikið velta sér upp úr því hvað önnur lið eru að gera í sínum undirbúningi. „Við þurfum klárlega að gera það. Við eigum bikarinn fyrst þannig að okkur fókus fer þangað núna. Svo spáum við í Grindavík seinna. En ég er svo sem ekkert að hugsa um hvað önnur lið eru að gera, hvort þau séu að hvíla menn eða hvað þau gera. Minn fókus og einbeiting er á mínu liði og við séum að ná upp betri og góðri frammistöðu.“
Bónus-deild karla Körfubolti KR Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum