VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar 12. mars 2025 10:47 Nú standa yfir kosningar til formanns og stjórnar hjá VR, þar eru nokkrir frambærilegir kostir og sitjandi formaður Halla Gunnarsdóttir. Því miður hefur allt starf innan VR farið á verri veg og mikil sundrung innan stjórnar sem er ekki heillavænlegt fyrir félagið. Það er því sérkennilegt að sjá í fjölmiðlum þegar Halla heldur því fram að eftir að hún tók við formennsku hafi aldrei verið meiri friður og samvinna innan stjórnar VR, því er hins vegar þveröfugt farið og sjaldan verið eins mikil sundrung og ósætti þar innan dyra. Réttkjörnir stjórnarmenn eru sakaðir um vanhæfi til þess að gegna stjórnarstörfum og eru hundeltir af rannsóknarnefnd um hæfi. Flestir stjórnarmenn reyna að vinna að heilindum í þeim málum sem því er falið að gegna, það er erfitt þegar sakir eru bornar upp á fólk sem standast enga skoðun. Fundarstjórn er nánast engin þar sem fólk veður upp með frekju og æsing ef allir eru ekki sammála því sem er verið að leggja fram af formanni og jafnvel er slökkt á viðkomandi í miðjum umræðum (þeir sem eru á fjarfundi). Þetta eru vinnubrögð sem Halla Gunnarsdóttir kemur með að borðinu fyrir VR félaga. Það er algjörlega ljóst að ef Halla nær kjöri sem formaður VR að okkar flotta félag fer þá endanlega í vaskinn og allt það góða starf sem hefur verið unnið síðastliðin ár eru unnin fyrir gýg. Ég virkilega vona að fólk kjósi rétt og að það kjósi ekki yfir sig þá óeiningu sem Halla Gunnarsdóttir stendur fyrir. Nú í lok kosningabaráttunnar notar hún úthringiverið sitt til þess að rægja meðframbjóðanda sinn Bjarna Þór Sigurðsson. Það er ekki drengileg framkoma en kemur ekki á óvart því miður. Bjarni Þór á ekki skilið þá ófræingarherferð sem Halla stendur fyrir gagnvart honum. Ég hef unnið með Bjarna í mörg ár innan stjórnar og ber honum söguna vel og yrði hann mun betri kostur fyrir VR ef hann næði kjöri sem formaður VR. Höfundur er stjórnarmaður í VR og fyrrverandi varaformaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú standa yfir kosningar til formanns og stjórnar hjá VR, þar eru nokkrir frambærilegir kostir og sitjandi formaður Halla Gunnarsdóttir. Því miður hefur allt starf innan VR farið á verri veg og mikil sundrung innan stjórnar sem er ekki heillavænlegt fyrir félagið. Það er því sérkennilegt að sjá í fjölmiðlum þegar Halla heldur því fram að eftir að hún tók við formennsku hafi aldrei verið meiri friður og samvinna innan stjórnar VR, því er hins vegar þveröfugt farið og sjaldan verið eins mikil sundrung og ósætti þar innan dyra. Réttkjörnir stjórnarmenn eru sakaðir um vanhæfi til þess að gegna stjórnarstörfum og eru hundeltir af rannsóknarnefnd um hæfi. Flestir stjórnarmenn reyna að vinna að heilindum í þeim málum sem því er falið að gegna, það er erfitt þegar sakir eru bornar upp á fólk sem standast enga skoðun. Fundarstjórn er nánast engin þar sem fólk veður upp með frekju og æsing ef allir eru ekki sammála því sem er verið að leggja fram af formanni og jafnvel er slökkt á viðkomandi í miðjum umræðum (þeir sem eru á fjarfundi). Þetta eru vinnubrögð sem Halla Gunnarsdóttir kemur með að borðinu fyrir VR félaga. Það er algjörlega ljóst að ef Halla nær kjöri sem formaður VR að okkar flotta félag fer þá endanlega í vaskinn og allt það góða starf sem hefur verið unnið síðastliðin ár eru unnin fyrir gýg. Ég virkilega vona að fólk kjósi rétt og að það kjósi ekki yfir sig þá óeiningu sem Halla Gunnarsdóttir stendur fyrir. Nú í lok kosningabaráttunnar notar hún úthringiverið sitt til þess að rægja meðframbjóðanda sinn Bjarna Þór Sigurðsson. Það er ekki drengileg framkoma en kemur ekki á óvart því miður. Bjarni Þór á ekki skilið þá ófræingarherferð sem Halla stendur fyrir gagnvart honum. Ég hef unnið með Bjarna í mörg ár innan stjórnar og ber honum söguna vel og yrði hann mun betri kostur fyrir VR ef hann næði kjöri sem formaður VR. Höfundur er stjórnarmaður í VR og fyrrverandi varaformaður.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar