Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar 12. mars 2025 06:02 Eftir kosningarnar 2021 var ráðuneytum fjölgað um eitt. Framsókn vann kosningasigur og við því var brugðist með því að þenja stjórnarráðið út. Stækka báknið og bæta við stóli við ríkisstjórnarborðið. Breyttum valdahlutföllum var mætt með því að auka ríkisútgjöld. Það var auðvitað líka mögulegt að bregðast við sterkari stöðu Framsóknar með því að fækka ráðuneytum VG og Sjálfstæðisflokksins og tryggja þannig að stjórnin tæki mið af úrslitunum. En þrátt fyrir að í þeirri ríkisstjórn hafi verið nokkuð um áhugafólk um hagkvæmari ríkisrekstur þá var það meira í orði en á borði. Þarna var auðvitað kjörið tækifæri til hagræðingar sem ekki var nýtt. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins fór þveröfuga leið. Hún fækkaði ráðuneytum. Ekki til að halda utan um einhver valdahlutföll, eins og áður, heldur til að sýna með skýrum hætti að það á að fara betur með fjármuni almennings. Þar er sjálft stjórnarráð auðvitað ekki undanskilið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Það sparast 350 milljónir á ári með því að fækka ráðuneytum um eitt. Þetta er í sjálfu sér ekki há fjárhæð í heildarsamhengi ríkisins. En hún er mjög táknræn. Nákvæmlega sömu upphæð verður nú varið í að tryggja að meðferðarstarfi fyrir fólk með vímuefnavanda verði ekki lokað í sumar eins og gerðist í fyrra. Þessir peningar eiga meðal annars að renna til SÁÁ, Krýsuvíkur og Hlaðgerðarkots. Að auki verður göngudeild Landspítala styrkt, Laufeyjarteymið, Ylja og Frú Ragnheiður. Úrræðum er fjölgað og þau styrkt. Biðlistar styttir. Skýr skilaboð um það sem koma skal. Skynsamlegri nýtingu fjármagns til þess að styrkja heilsu og velferð almennings. Þetta er táknrænt því það er meiri þörf fyrir pláss í meðferð en að fjölga stólunum við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Sigmar Guðmundsson Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Eftir kosningarnar 2021 var ráðuneytum fjölgað um eitt. Framsókn vann kosningasigur og við því var brugðist með því að þenja stjórnarráðið út. Stækka báknið og bæta við stóli við ríkisstjórnarborðið. Breyttum valdahlutföllum var mætt með því að auka ríkisútgjöld. Það var auðvitað líka mögulegt að bregðast við sterkari stöðu Framsóknar með því að fækka ráðuneytum VG og Sjálfstæðisflokksins og tryggja þannig að stjórnin tæki mið af úrslitunum. En þrátt fyrir að í þeirri ríkisstjórn hafi verið nokkuð um áhugafólk um hagkvæmari ríkisrekstur þá var það meira í orði en á borði. Þarna var auðvitað kjörið tækifæri til hagræðingar sem ekki var nýtt. Ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins fór þveröfuga leið. Hún fækkaði ráðuneytum. Ekki til að halda utan um einhver valdahlutföll, eins og áður, heldur til að sýna með skýrum hætti að það á að fara betur með fjármuni almennings. Þar er sjálft stjórnarráð auðvitað ekki undanskilið. Því eftir höfðinu dansa limirnir. Það sparast 350 milljónir á ári með því að fækka ráðuneytum um eitt. Þetta er í sjálfu sér ekki há fjárhæð í heildarsamhengi ríkisins. En hún er mjög táknræn. Nákvæmlega sömu upphæð verður nú varið í að tryggja að meðferðarstarfi fyrir fólk með vímuefnavanda verði ekki lokað í sumar eins og gerðist í fyrra. Þessir peningar eiga meðal annars að renna til SÁÁ, Krýsuvíkur og Hlaðgerðarkots. Að auki verður göngudeild Landspítala styrkt, Laufeyjarteymið, Ylja og Frú Ragnheiður. Úrræðum er fjölgað og þau styrkt. Biðlistar styttir. Skýr skilaboð um það sem koma skal. Skynsamlegri nýtingu fjármagns til þess að styrkja heilsu og velferð almennings. Þetta er táknrænt því það er meiri þörf fyrir pláss í meðferð en að fjölga stólunum við ríkisstjórnarborðið. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun