Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 11. mars 2025 14:00 Verður erfitt að eldast eftir kosningar í VR? Eftir því sem líður á formannskosningar í VR, verður sífellt ljósara að aldursfordómar eru raunverulegt og alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi jafnvel innan verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar. Lýðræðislegar kosningar í VR virðast nú litaðar af áróðri sem beinist að aldri mínum sem frambjóðanda fremur en stefnu minni og hæfni. Símtal sem opinberar fordóma Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafa fengið símtöl frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem lýkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana. Í hrópandi mótsögn við eigin gildi Það vekur athygli að Halla, sem hefur lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð, þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir. Reynslan skiptir máli – ekki aldurinn Aldur á ekki að vera mælikvarði á getu fólks til að leiða stéttarfélag. Þekking, reynsla og staðfesta skipta sköpum, ekki hvaða ártal er í fæðingarvottorði þínu. Ég hef starfað í verkalýðshreyfingunni í nær tvo áratugi, m.a. sem varaformaður VR í fjögur ár og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna í fimm ár, þar sem ég hef m.a. barist fyrir réttlátari húsnæðismarkaði. Þá ef hef ég setið miðstjórn ASÍ og starfað vettvangi samtakanna sem formaður húsnæðisnefndar ASÍ. Ef einhver telur að ég sé ekki hæfur til að gegna formannsembætti, þá eiga þau rök að byggja á málefnalegum grunni, ekki útlits- eða aldurstengdum fordómum. Kjósum út frá málefnum, ekki fordómum Við sem stöndum fyrir jöfnum tækifærum og gegn fordómum, eigum ekki að þegja þegar aðferðir sem þessar eru notaðar til að útiloka fólk. Ég skora á alla félagsmenn VR að hafna neikvæðri orðræðu sem þessari og kjósa út frá málefnum og hæfni, ekki ómálefnalegum fordómum. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Verður erfitt að eldast eftir kosningar í VR? Eftir því sem líður á formannskosningar í VR, verður sífellt ljósara að aldursfordómar eru raunverulegt og alvarlegt vandamál í íslensku samfélagi jafnvel innan verkalýðshreyfingarinnar sjálfrar. Lýðræðislegar kosningar í VR virðast nú litaðar af áróðri sem beinist að aldri mínum sem frambjóðanda fremur en stefnu minni og hæfni. Símtal sem opinberar fordóma Nýlega barst mér áreiðanleg vitneskja úr nokkrum áttum, þar sem félagar í VR hafa fengið símtöl frá kosningateymi Höllu Gunnarsdóttur, keppinautar míns í formannskjörinu, sem lýkur í hádeginu á fimmtudaginn kemur. Í símtalinu var hamrað á því að ég væri of gamall til að gegna formannsembættinu. Það er engu líkara en þetta sé beinlínis hluti af handriti sem úthringjarar í kosningavélinni hennar Höllu eru látnir lesa upp þegar þeir biðja kjósendur að kjósa hana. Í hrópandi mótsögn við eigin gildi Það vekur athygli að Halla, sem hefur lengi verið viðloðandi Vinstrihreyfinguna grænt framboð, þar sem hún hefur talað fyrir jafnrétti, virðist ekki hafa neitt við þessa taktík að athuga. Þvert á móti virðist hún nota aldursfordóma sem vopn í kosningabaráttunni. Þetta er í hrópandi mótsögn við þau gildi sem hún segist standa fyrir. Reynslan skiptir máli – ekki aldurinn Aldur á ekki að vera mælikvarði á getu fólks til að leiða stéttarfélag. Þekking, reynsla og staðfesta skipta sköpum, ekki hvaða ártal er í fæðingarvottorði þínu. Ég hef starfað í verkalýðshreyfingunni í nær tvo áratugi, m.a. sem varaformaður VR í fjögur ár og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verslunarmanna í fimm ár, þar sem ég hef m.a. barist fyrir réttlátari húsnæðismarkaði. Þá ef hef ég setið miðstjórn ASÍ og starfað vettvangi samtakanna sem formaður húsnæðisnefndar ASÍ. Ef einhver telur að ég sé ekki hæfur til að gegna formannsembætti, þá eiga þau rök að byggja á málefnalegum grunni, ekki útlits- eða aldurstengdum fordómum. Kjósum út frá málefnum, ekki fordómum Við sem stöndum fyrir jöfnum tækifærum og gegn fordómum, eigum ekki að þegja þegar aðferðir sem þessar eru notaðar til að útiloka fólk. Ég skora á alla félagsmenn VR að hafna neikvæðri orðræðu sem þessari og kjósa út frá málefnum og hæfni, ekki ómálefnalegum fordómum. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar