Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar 12. mars 2025 10:01 Kosningum í VR lýkur kl. 12 á morgun, fimmtudag. Í framboði mínu til formanns hef ég notið þeirra forréttinda að fá að hitta og heyra í ótal mörgum félögum í VR. Mig langar að þakka fyrir öll þau gefandi og krefjandi samtöl sem ég hef átt á undanförnum vikum, á vinnustöðum, úti í búð, í síma, heita pottinum og hvar sem er. Þau samtöl öll hafa verið mér ómetanleg í að skilja enn betur hvað brennur á félagsfólki VR og um leið hvatning í baráttunni. Ég er sannfærður um að við getum gert félagið okkar sterkara og virkjað félagana betur. Það er rúmur sólarhringur þangað til kosningum til formanns og stjórnar VR lýkur. Við höfum núna frábært tækifæri til að koma á verklagi í VR þar sem við vinnum öll saman fyrir bættum kjörum og hag alls félagsfólks. Við þurfum að sameina félagið og tryggja með styrk okkar og samstöðu að við komum að öllum málum sem varða okkar félagsfólk. Við eigum að stíga enn frekari skref í húsnæðismálum og tryggja að stjórnvöld og aðrir aðilar standi við sín loforð sem gefin voru í tengslum við kjarasamninga. Það hefur verið áhugavert að sjá að eftir því sem líður á þessa kosningabaráttu hafa aðrir formannsframbjóðendur tekið undir með mér um nauðsyn þess að sameina félagið og vinna fyrir allt félagsfólk. Það var ekki endilega þannig í upphafi baráttunnar, en það er fagnaðarefni að þessi hugsun er komin á oddinn og hvernig sem kosningarnar fara er ég stoltur af því að hafa komið þessum áherslumálum að. Við erum svo heppin að í framboði til stjórnar er stór hópur af öflugu fólki sem allt mun sóma sér vel í stjórn VR. Það er dæmi um félagsauðinn í VR sem við þurfum að vera duglegri að nýta á öllum sviðum. Kæru félagar. Ég hef á undangengnum vikum lagt mig allan fram í því að koma því á framfæri hvernig ég vil að VR starfi og sæki fram og af hverju ég yrði góður formaður í öflugum forystuhópi í félaginu. Ég skora á okkur öll að nýta kosningaréttinn, velja kraftmikinn formann og gera þannig félagið okkar ennþá öflugra. Áfram VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Kosningum í VR lýkur kl. 12 á morgun, fimmtudag. Í framboði mínu til formanns hef ég notið þeirra forréttinda að fá að hitta og heyra í ótal mörgum félögum í VR. Mig langar að þakka fyrir öll þau gefandi og krefjandi samtöl sem ég hef átt á undanförnum vikum, á vinnustöðum, úti í búð, í síma, heita pottinum og hvar sem er. Þau samtöl öll hafa verið mér ómetanleg í að skilja enn betur hvað brennur á félagsfólki VR og um leið hvatning í baráttunni. Ég er sannfærður um að við getum gert félagið okkar sterkara og virkjað félagana betur. Það er rúmur sólarhringur þangað til kosningum til formanns og stjórnar VR lýkur. Við höfum núna frábært tækifæri til að koma á verklagi í VR þar sem við vinnum öll saman fyrir bættum kjörum og hag alls félagsfólks. Við þurfum að sameina félagið og tryggja með styrk okkar og samstöðu að við komum að öllum málum sem varða okkar félagsfólk. Við eigum að stíga enn frekari skref í húsnæðismálum og tryggja að stjórnvöld og aðrir aðilar standi við sín loforð sem gefin voru í tengslum við kjarasamninga. Það hefur verið áhugavert að sjá að eftir því sem líður á þessa kosningabaráttu hafa aðrir formannsframbjóðendur tekið undir með mér um nauðsyn þess að sameina félagið og vinna fyrir allt félagsfólk. Það var ekki endilega þannig í upphafi baráttunnar, en það er fagnaðarefni að þessi hugsun er komin á oddinn og hvernig sem kosningarnar fara er ég stoltur af því að hafa komið þessum áherslumálum að. Við erum svo heppin að í framboði til stjórnar er stór hópur af öflugu fólki sem allt mun sóma sér vel í stjórn VR. Það er dæmi um félagsauðinn í VR sem við þurfum að vera duglegri að nýta á öllum sviðum. Kæru félagar. Ég hef á undangengnum vikum lagt mig allan fram í því að koma því á framfæri hvernig ég vil að VR starfi og sæki fram og af hverju ég yrði góður formaður í öflugum forystuhópi í félaginu. Ég skora á okkur öll að nýta kosningaréttinn, velja kraftmikinn formann og gera þannig félagið okkar ennþá öflugra. Áfram VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun