Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar 11. mars 2025 12:00 Ég hef verið félagi í VR í áratugi og hef séð marga formenn koma og fara. Það er hins vegar langt síðan ég hef fylgst með jafn öflugri forystu og með Höllu Gunnarsdóttur í formannsembættinu. Hún er málefnaleg og stendur vel undir því að vera flottur foringi í okkar stóra verkalýðsfélagi. Ég hlakka til að kjósa hana og fylgjast áfram með henni og brýna hana til góðra verka. Við launafólk sem erum nú á efri árum eigum fæst digra sjóði, hvorki í lífeyrissjóðnum okkar né séreignasjóðum, hvað þá inni á bankabók. Okkar stærsta eign er iðulega húsnæðið okkar og við getum átt sæmilega áhyggjulaust ævikvöld ef við eigum það skuldlaust. Húsnæðismálin fylgja okkur því alla ævi og þess vegna verður að vera þungi í þeim málaflokki. Við eldri félagar í VR getum oft minnkað við okkur húsnæði þegar við hættum að vinna og notað það sem á milli er til að létta okkur lífið á efri árum. En til þess þarf að tryggja raunverulegt framboð af góðu og hentugu húsnæði fyrir eldra fólk, sem um leið verður til þess að losa um stærri eignir fyrir yngra fólk. Þessi barátta er eitt stærsta viðfangsefni verkalýðshreyfingarinnar núna. Ég treysti Höllu til að leiða þennan málaflokk, eins og aðra. Hún hefur sýnt kjörum okkar sem eldri eru ríkan skilning og hún kann að knýja á um breytingar. Ég kýs Höllu sem formanninn minn, því hún hlustar og hún framkvæmir. Höfundur er félagi í trúnaðarráði VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef verið félagi í VR í áratugi og hef séð marga formenn koma og fara. Það er hins vegar langt síðan ég hef fylgst með jafn öflugri forystu og með Höllu Gunnarsdóttur í formannsembættinu. Hún er málefnaleg og stendur vel undir því að vera flottur foringi í okkar stóra verkalýðsfélagi. Ég hlakka til að kjósa hana og fylgjast áfram með henni og brýna hana til góðra verka. Við launafólk sem erum nú á efri árum eigum fæst digra sjóði, hvorki í lífeyrissjóðnum okkar né séreignasjóðum, hvað þá inni á bankabók. Okkar stærsta eign er iðulega húsnæðið okkar og við getum átt sæmilega áhyggjulaust ævikvöld ef við eigum það skuldlaust. Húsnæðismálin fylgja okkur því alla ævi og þess vegna verður að vera þungi í þeim málaflokki. Við eldri félagar í VR getum oft minnkað við okkur húsnæði þegar við hættum að vinna og notað það sem á milli er til að létta okkur lífið á efri árum. En til þess þarf að tryggja raunverulegt framboð af góðu og hentugu húsnæði fyrir eldra fólk, sem um leið verður til þess að losa um stærri eignir fyrir yngra fólk. Þessi barátta er eitt stærsta viðfangsefni verkalýðshreyfingarinnar núna. Ég treysti Höllu til að leiða þennan málaflokk, eins og aðra. Hún hefur sýnt kjörum okkar sem eldri eru ríkan skilning og hún kann að knýja á um breytingar. Ég kýs Höllu sem formanninn minn, því hún hlustar og hún framkvæmir. Höfundur er félagi í trúnaðarráði VR.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar