Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar 10. mars 2025 11:32 Ég styð Kolbrúnu eindregið til embættis rektors og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Ég hef þekkt Kolbrúnu í meira en áratug og þekki hennar góðu kosti af eigin raun. Hún er gríðarlega dugleg, hugmyndarík og fylgin sér, sem má sjá af öllum þeim breytingum og framförum sem hún hefur staðið fyrir á Menntavísindasviði. Flutningur í Sögu og önnur umbótaverkefni Sum af þeim verkefnum sem Kolbrún hefur ásamt breiðum hópi samstarfsfólks tekist að leiða til lykta, eru eftir því sem ég best veit á meðal mest krefjandi úrlausnarefna sem nokkur stjórnandi Háskólans hefur þurft að glíma við á undanförnum árum. Má þar ekki síst nefna flutning Menntavísindasviðs í Sögu sem lokið verður við áður en næsti rektor tekur við embætti 1. júlí næstkomandi. Þetta er risa verkefni og við munum sjá árangurinn af þessari vinnu á næstu misserum, í bættri aðstöðu kennara og nemenda, auknum tækifærum til að vinna með kollegum okkar af öðrum fræðasviðum, og nærsamfélaginu í Vesturbænum. Nefna mætti fjölmörg önnur stór verkefni sem Kolbrún hefur unnið að á undanförum árum, s.s. að stórbæta fjárhag sviðsins, ekki síst sjálfsaflafé, fjölga nemendum, innleiðingu raunfærnimats og styrkingu rannsóknarinnviða sviðsins. Samhliða krefjandi stjórnunarstörfum hefur Kolbrún ræktað rannsóknarsamstarf við fræðifólk frá mörgum heimsálfum og dregið til landsins fjölda alþjóðlegra sérfræðinga á sviði menntunar. Þá átti hún frumkvæðið af einu af nýstárlegustu námskeiðum sviðsins, Eldur og ís, þar sem nemendur í háskólans hafa fengið tækifæri til að kynnast landi sínu undir leiðsögn færustu sérfræðinga. Kolbrún nær árangri Kolbrún er öflugur stjórnandi, virkur rannsakandi, og vel liðinn kennari sem starfar af heilindum. Hún hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem sviðsforseti hve öflugur leiðtogi hún er. Undir hennar stjórn hefur Menntavísindasvið blómstrað og nýtur sviðið sífellt meiri virðingar innan og utan skólans. Mér finnst mikilvægt að skoða verk fólks, ekki bara hvað er sagt. Kolbrún hefur sýnt það með verkum sínum að hún er rétta manneskjan til að leiða Háskóla Íslands næstu árin. Höfundur er lektor í tómstunda- og félagsmálafræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Ég styð Kolbrúnu eindregið til embættis rektors og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Ég hef þekkt Kolbrúnu í meira en áratug og þekki hennar góðu kosti af eigin raun. Hún er gríðarlega dugleg, hugmyndarík og fylgin sér, sem má sjá af öllum þeim breytingum og framförum sem hún hefur staðið fyrir á Menntavísindasviði. Flutningur í Sögu og önnur umbótaverkefni Sum af þeim verkefnum sem Kolbrún hefur ásamt breiðum hópi samstarfsfólks tekist að leiða til lykta, eru eftir því sem ég best veit á meðal mest krefjandi úrlausnarefna sem nokkur stjórnandi Háskólans hefur þurft að glíma við á undanförnum árum. Má þar ekki síst nefna flutning Menntavísindasviðs í Sögu sem lokið verður við áður en næsti rektor tekur við embætti 1. júlí næstkomandi. Þetta er risa verkefni og við munum sjá árangurinn af þessari vinnu á næstu misserum, í bættri aðstöðu kennara og nemenda, auknum tækifærum til að vinna með kollegum okkar af öðrum fræðasviðum, og nærsamfélaginu í Vesturbænum. Nefna mætti fjölmörg önnur stór verkefni sem Kolbrún hefur unnið að á undanförum árum, s.s. að stórbæta fjárhag sviðsins, ekki síst sjálfsaflafé, fjölga nemendum, innleiðingu raunfærnimats og styrkingu rannsóknarinnviða sviðsins. Samhliða krefjandi stjórnunarstörfum hefur Kolbrún ræktað rannsóknarsamstarf við fræðifólk frá mörgum heimsálfum og dregið til landsins fjölda alþjóðlegra sérfræðinga á sviði menntunar. Þá átti hún frumkvæðið af einu af nýstárlegustu námskeiðum sviðsins, Eldur og ís, þar sem nemendur í háskólans hafa fengið tækifæri til að kynnast landi sínu undir leiðsögn færustu sérfræðinga. Kolbrún nær árangri Kolbrún er öflugur stjórnandi, virkur rannsakandi, og vel liðinn kennari sem starfar af heilindum. Hún hefur sýnt og sannað í störfum sínum sem sviðsforseti hve öflugur leiðtogi hún er. Undir hennar stjórn hefur Menntavísindasvið blómstrað og nýtur sviðið sífellt meiri virðingar innan og utan skólans. Mér finnst mikilvægt að skoða verk fólks, ekki bara hvað er sagt. Kolbrún hefur sýnt það með verkum sínum að hún er rétta manneskjan til að leiða Háskóla Íslands næstu árin. Höfundur er lektor í tómstunda- og félagsmálafræði.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar