Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar 10. mars 2025 09:02 Í upphafi árs opnaði ríkisstjórnin fyrir svæði á samráðsgáttinni þar sem hver sem er gat sent inn hagræðingartillögur. Í vikunni kynnti starfshópur, sem hafði fengið það verkefni að fara yfir tillögurnar, niðurstöðu vinnu sinnar og þær tillögur sem þóttu frambærilegar. Þar var margt gott að finna og vil ég eftir fremsta megni hvetja ríkisstjórnina til dáða í að framfylgja þeim vel flestum. Eina tillögu þarf engu að síður að að setja alvarlegan varnagla við, en hún fjallar um rafræna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Það er rétt sem kemur fram í tillögunni að utankjörfundar atkvæðagreiðsla er dýr, og að þjóðskrá er þegar með kerfi til staðar sem við flest öll notum oft á viku, jafnvel oft á dag, til að sannreyna hver við erum. En það er margt annað sem spilar inn í kosningar sem tillagan bersýnilega tekur ekki tillit til. Hornsteinar kosninga Þegar við göngum til kosninga þá eru tvö grundvallaratriði, tveir hornsteinar, sem verða að vera til staðar til að halda samfélagssáttmálanum sem lýðræðið er á lífi. Það eru traust og leynd. ➢Traust: Við verðum að geta treyst því að atkvæði okkar komist til skila, óbreytt og sé talið. ➢Leynd: Við verðum að hafa algjörlega leynd yfir því hver kaus hvað, og að hvert atkvæði sé með öllu órekjanlegt til kjósandans. Í stutu máli má segja að í rafrænum kosningum er ekki hægt að hafa algjört traust á kerfinu án þess að hafa einhverja leið til að rekja atkvæðið til kjósandans, og það er ekki hægt að hafa algjöra leynd á því hver kaus hvað án þess að fórna trausti á kerfinu. Þetta var staðan þegar internetið var fyrst að komast í almenna notkun og fólk reifaði hugmyndir um að kjósa í gegnum netið, og það er jafn satt í dag þrátt fyrir allar þær tæknilegur framþróanir sem hafa orðið í gegnum árin. Vandamálið er ekki að tæknin sé ekki til staðar. Vandamálið er að tæknin er í eðli sínu ósamræmanleg grunnkröfum kosninga. Traust Vandamál rafrænna kosninga við traust er í grunninn það að engin leið er fyrir hinn almenna kjósanda að treysta því, hvað þá að sannreyna, að hugbúnaðurinn sem er í notkun sé að gera það sem hann á að gera. Hvort sem um er að ræða þann hugbúnað sem er notaður til að taka á móti atkvæðinu, sem notaður er til að flytja öll atkvæði í eina miðlæga tölvu sem sér um talningu, eða sem telur atkvæðin í lokin. Einhverjir gætu lagt til að að notast einungis við svokallaðan “open source” hugbúnað, þar sem allir hafa aðgang að kóðanum og gætu sannreynt það að allur hugbúnaður geri það sem hann eigi að gera. En hvernig sannreynir maður að það sé hugbúnaðurinn sem er í raun og veru notaður? Þá snertir þetta líka ekki á þeim einfalda punkti að hinn almenni kjósandi hefur litla þekkingu á forritun og kóða og þarf alltaf að treysta einhverjum þriðja aðila að sannreyna allt fyrir sig. Það skilja allar blað og blýant, fæstir skilja C++. Leynd Til er lausn við fyrrnefndum vandamálum. Ef við gerum atkvæðin sem miðstýrða tölvan telur í lokin rekjanleg til þeirra sem kusu þá væri lítið mál að sannreyna niðurstöðurnar en það þverbrýtur hinn grundvallarpunktinn, leynd. Ef atkvæðið væri rekjanlegt gætu óprúttnir aðilar þvingað fólk til að kjósa á einn veg eða annan, stjórnmálaöfl, fyrirtæki, og aðrir hagaðilar gætu boðið alls konar mútur gegn því að fólk kysi eins og þeim hugnaðist, og fólk í ofbeldissamböndum gæti verið þvingað af maka sínum á sama hátt. Í stuttu máli þá væri grunngildi lýðræðisins, einn maður - eitt atkvæði, fallið um sjálft sig. Fleiri vankantar eru á rafrænum kosningum en ég læt hér við sitja. En ég vona bæði lesendur, og sérstaklega ríkisstjórnin, séu orðin sannfærð um það að rafrænar kosningar séu verulega varhugaverðar, og að það sé ekki þess virði að gefa upp lýðræðið fyrir þær milljónir sem myndu hugsanlega, mögulega, kannski sparast. Höfundur er B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og stjórnarmaður í Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í upphafi árs opnaði ríkisstjórnin fyrir svæði á samráðsgáttinni þar sem hver sem er gat sent inn hagræðingartillögur. Í vikunni kynnti starfshópur, sem hafði fengið það verkefni að fara yfir tillögurnar, niðurstöðu vinnu sinnar og þær tillögur sem þóttu frambærilegar. Þar var margt gott að finna og vil ég eftir fremsta megni hvetja ríkisstjórnina til dáða í að framfylgja þeim vel flestum. Eina tillögu þarf engu að síður að að setja alvarlegan varnagla við, en hún fjallar um rafræna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar. Það er rétt sem kemur fram í tillögunni að utankjörfundar atkvæðagreiðsla er dýr, og að þjóðskrá er þegar með kerfi til staðar sem við flest öll notum oft á viku, jafnvel oft á dag, til að sannreyna hver við erum. En það er margt annað sem spilar inn í kosningar sem tillagan bersýnilega tekur ekki tillit til. Hornsteinar kosninga Þegar við göngum til kosninga þá eru tvö grundvallaratriði, tveir hornsteinar, sem verða að vera til staðar til að halda samfélagssáttmálanum sem lýðræðið er á lífi. Það eru traust og leynd. ➢Traust: Við verðum að geta treyst því að atkvæði okkar komist til skila, óbreytt og sé talið. ➢Leynd: Við verðum að hafa algjörlega leynd yfir því hver kaus hvað, og að hvert atkvæði sé með öllu órekjanlegt til kjósandans. Í stutu máli má segja að í rafrænum kosningum er ekki hægt að hafa algjört traust á kerfinu án þess að hafa einhverja leið til að rekja atkvæðið til kjósandans, og það er ekki hægt að hafa algjöra leynd á því hver kaus hvað án þess að fórna trausti á kerfinu. Þetta var staðan þegar internetið var fyrst að komast í almenna notkun og fólk reifaði hugmyndir um að kjósa í gegnum netið, og það er jafn satt í dag þrátt fyrir allar þær tæknilegur framþróanir sem hafa orðið í gegnum árin. Vandamálið er ekki að tæknin sé ekki til staðar. Vandamálið er að tæknin er í eðli sínu ósamræmanleg grunnkröfum kosninga. Traust Vandamál rafrænna kosninga við traust er í grunninn það að engin leið er fyrir hinn almenna kjósanda að treysta því, hvað þá að sannreyna, að hugbúnaðurinn sem er í notkun sé að gera það sem hann á að gera. Hvort sem um er að ræða þann hugbúnað sem er notaður til að taka á móti atkvæðinu, sem notaður er til að flytja öll atkvæði í eina miðlæga tölvu sem sér um talningu, eða sem telur atkvæðin í lokin. Einhverjir gætu lagt til að að notast einungis við svokallaðan “open source” hugbúnað, þar sem allir hafa aðgang að kóðanum og gætu sannreynt það að allur hugbúnaður geri það sem hann eigi að gera. En hvernig sannreynir maður að það sé hugbúnaðurinn sem er í raun og veru notaður? Þá snertir þetta líka ekki á þeim einfalda punkti að hinn almenni kjósandi hefur litla þekkingu á forritun og kóða og þarf alltaf að treysta einhverjum þriðja aðila að sannreyna allt fyrir sig. Það skilja allar blað og blýant, fæstir skilja C++. Leynd Til er lausn við fyrrnefndum vandamálum. Ef við gerum atkvæðin sem miðstýrða tölvan telur í lokin rekjanleg til þeirra sem kusu þá væri lítið mál að sannreyna niðurstöðurnar en það þverbrýtur hinn grundvallarpunktinn, leynd. Ef atkvæðið væri rekjanlegt gætu óprúttnir aðilar þvingað fólk til að kjósa á einn veg eða annan, stjórnmálaöfl, fyrirtæki, og aðrir hagaðilar gætu boðið alls konar mútur gegn því að fólk kysi eins og þeim hugnaðist, og fólk í ofbeldissamböndum gæti verið þvingað af maka sínum á sama hátt. Í stuttu máli þá væri grunngildi lýðræðisins, einn maður - eitt atkvæði, fallið um sjálft sig. Fleiri vankantar eru á rafrænum kosningum en ég læt hér við sitja. En ég vona bæði lesendur, og sérstaklega ríkisstjórnin, séu orðin sannfærð um það að rafrænar kosningar séu verulega varhugaverðar, og að það sé ekki þess virði að gefa upp lýðræðið fyrir þær milljónir sem myndu hugsanlega, mögulega, kannski sparast. Höfundur er B.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og stjórnarmaður í Uppreisn, ungliðahreyfingu Viðreisnar.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar