Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar 8. mars 2025 07:00 Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, birti grein á Vísi undir fyrirsögninni Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinuþar sem hann gagnrýnir nýja úttekt Viðskiptaráðs á fjölmiðlaumhverfinu á Íslandi. Þórður segir hugmyndir okkar kreddukenndar og gefur til kynna að þær séu hvorki vitrænar né úthugsaðar. Rétt er að ávarpa þetta og skýra nánar þær hugmyndir sem við leggjum til að bættu fjölmiðlaumhverfi. Fyrst heldur Þórður því fram að megininntak lausna Viðskiptaráðs sé að taka RÚV af auglýsingamarkaði, hætta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla og leyfa áfengis- og veðmálaauglýsingar. Það er sérstakt að halda því fram í ljósi þess að þetta eru aðeins tvær af fjórum tillögum ráðsins. Hann skautar framhjá veigamestu tillögunni um að settur verði á fót samkeppnissjóður um innlenda dagskrárgerð, en ráðið áætlar að hún myndi skila 3 ma. kr. í auknar tekjur til einkarekinna miðla. Næst segir segir Þórður: „Klifun á því að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði muni leysa öll vandamál einkarekinna fjölmiðla er í besta falli barnaleg“, sérstaklega í ljósi þess að ekki sé vissa um að núverandi auglýsingatekjur RÚV skili sér til innlendra miðla hverfi ríkismiðillinn af auglýsingamarkaði. Þessu er svarað í úttekt ráðsins. Við áætlum að 51% af núverandi auglýsingatekjum RÚV renni til innlendra fjölmiðla, en sú forsenda byggir á núverandi skiptingu íslenska auglýsingamarkaðarins milli innlendra og erlendra miðla. Það myndi þýða 1,3 ma. kr. tekjuaukningu innlendra einkarekinna fjölmiðla. Tillagan myndi því hafa gríðarlega jákvæð áhrif á miðlana sem um ræðir, þótt hún leysi ekki öll vandamál þeirra, enda er því hvergi haldið fram. Í þessu samhengi segir Þórður svo að margir auglýsendur og auglýsingaframleiðendur séu mjög á móti brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði. Það er skiljanleg afstaða auglýsingastofa að vilja síður missa einn stærsta einstaka vettvang til birtinga á auglýsingum af markaðnum. Það sem er þó erfiðara að skilja er hvers vegna Þórður tekur sér stöðu með þeim í stað þess að styðja við breytingu sem myndi efla einkarekna fjölmiðla og auka tekjuöflunarmöguleika þeirra. En það sem vekur helst athygli er það sem ekki er að finna í grein Þórðar Snæs. Í grein sinni ávarpar hann hvorki mikla fyrirferð Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði hérlendis né hvaða breytinga sé þörf til að rétta af stöðu einkarekinna miðla. Fíllinn í fjölmiðlastofunni er nefnilega Ríkisútvarpið. Markaðshlutdeild ríkismiðilsins hér á landi er þreföld á við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Þá hefur RÚV einn ríkismiðla á Norðurlöndunum heimild til auglýsingasölu. Ísland sker sig því úr þegar kemur að umfangi og neikvæðum áhrifum ríkismiðilsins á samkeppni. Þórður lýkur síðan grein sinni á eftirfarandi orðum: „Markmiðið verður að styrkja fjölræði og fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi, að fjölga öflugum fjölmiðlum sem starfa eftir hefðbundnum viðmiðum blaðamennsku, kemur í veg fyrir samkeppnisbjögun, stöðvar spekileka úr greininni og fjölgar starfandi fjölmiðlafólki.“Um þessi markmið erum við hjá Viðskiptaráði og Þórður sammála. Munurinn á okkur og honum er hins vegar sá að við höfum lagt fram útfærðar tillögur að því hvernig ná megi þessum markmiðum. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar, birti grein á Vísi undir fyrirsögninni Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinuþar sem hann gagnrýnir nýja úttekt Viðskiptaráðs á fjölmiðlaumhverfinu á Íslandi. Þórður segir hugmyndir okkar kreddukenndar og gefur til kynna að þær séu hvorki vitrænar né úthugsaðar. Rétt er að ávarpa þetta og skýra nánar þær hugmyndir sem við leggjum til að bættu fjölmiðlaumhverfi. Fyrst heldur Þórður því fram að megininntak lausna Viðskiptaráðs sé að taka RÚV af auglýsingamarkaði, hætta styrkjum til einkarekinna fjölmiðla og leyfa áfengis- og veðmálaauglýsingar. Það er sérstakt að halda því fram í ljósi þess að þetta eru aðeins tvær af fjórum tillögum ráðsins. Hann skautar framhjá veigamestu tillögunni um að settur verði á fót samkeppnissjóður um innlenda dagskrárgerð, en ráðið áætlar að hún myndi skila 3 ma. kr. í auknar tekjur til einkarekinna miðla. Næst segir segir Þórður: „Klifun á því að brotthvarf RÚV af auglýsingamarkaði muni leysa öll vandamál einkarekinna fjölmiðla er í besta falli barnaleg“, sérstaklega í ljósi þess að ekki sé vissa um að núverandi auglýsingatekjur RÚV skili sér til innlendra miðla hverfi ríkismiðillinn af auglýsingamarkaði. Þessu er svarað í úttekt ráðsins. Við áætlum að 51% af núverandi auglýsingatekjum RÚV renni til innlendra fjölmiðla, en sú forsenda byggir á núverandi skiptingu íslenska auglýsingamarkaðarins milli innlendra og erlendra miðla. Það myndi þýða 1,3 ma. kr. tekjuaukningu innlendra einkarekinna fjölmiðla. Tillagan myndi því hafa gríðarlega jákvæð áhrif á miðlana sem um ræðir, þótt hún leysi ekki öll vandamál þeirra, enda er því hvergi haldið fram. Í þessu samhengi segir Þórður svo að margir auglýsendur og auglýsingaframleiðendur séu mjög á móti brotthvarfi RÚV af auglýsingamarkaði. Það er skiljanleg afstaða auglýsingastofa að vilja síður missa einn stærsta einstaka vettvang til birtinga á auglýsingum af markaðnum. Það sem er þó erfiðara að skilja er hvers vegna Þórður tekur sér stöðu með þeim í stað þess að styðja við breytingu sem myndi efla einkarekna fjölmiðla og auka tekjuöflunarmöguleika þeirra. En það sem vekur helst athygli er það sem ekki er að finna í grein Þórðar Snæs. Í grein sinni ávarpar hann hvorki mikla fyrirferð Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði hérlendis né hvaða breytinga sé þörf til að rétta af stöðu einkarekinna miðla. Fíllinn í fjölmiðlastofunni er nefnilega Ríkisútvarpið. Markaðshlutdeild ríkismiðilsins hér á landi er þreföld á við það sem gerist á öðrum Norðurlöndum. Þá hefur RÚV einn ríkismiðla á Norðurlöndunum heimild til auglýsingasölu. Ísland sker sig því úr þegar kemur að umfangi og neikvæðum áhrifum ríkismiðilsins á samkeppni. Þórður lýkur síðan grein sinni á eftirfarandi orðum: „Markmiðið verður að styrkja fjölræði og fjölbreytni í íslensku fjölmiðlaumhverfi, að fjölga öflugum fjölmiðlum sem starfa eftir hefðbundnum viðmiðum blaðamennsku, kemur í veg fyrir samkeppnisbjögun, stöðvar spekileka úr greininni og fjölgar starfandi fjölmiðlafólki.“Um þessi markmið erum við hjá Viðskiptaráði og Þórður sammála. Munurinn á okkur og honum er hins vegar sá að við höfum lagt fram útfærðar tillögur að því hvernig ná megi þessum markmiðum. Höfundur er hagfræðingur á málefnasviði Viðskiptaráðs
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun