Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar 6. mars 2025 11:47 Kosningar til formanns og stjórnar VR hófust í morgun og nú gefst okkur öllum í VR tækifæri til að velja nýjan formann og stjórn. Með því að nýta kosningaréttinn okkar þá tökum við öll þátt í að velja félaginu nýja forystu til næstu ára og leggja meginlínur í starfi félagsins framundan. Það hefur verið rauður þráður í öllum mínum samtölum við VR félaga að við eigum og þurfum að ganga sameinuð til leiks og að eitt meginverkefni nýs formanns sé að sameina félagið til að ganga sterkt fram til góðra verka. Verkefnin blasa allstaðar við á sviði kjara- og velferðarmála. Við þurfum að tryggja sem við best getum að atvinnurekendur og stjórnvöld standi við forsendur síðustu kjarasamninga og þær kjarabætur sem þar var samið um en líka að hefja undirbúninginn fyrir næstu samninga. Við þurfum að sækja fram í húsnæðismálum, gæta að því félagsfólki sem stendur höllum fæti og huga að hagsmunum alls félagsfólks í okkar störfum. Við þurfum að tryggja að sameinuð rödd VR heyrist alls staðar þar sem kjör okkar og aðstæður eru til umræðu og við eigum að vera óhrædd að láta okkar sjónarmið koma fram. Félagið okkar er fjölmennt og fjölbreytt, með félagsfólk sem tekur laun eftir kjarasamningi eða semur sjálft um launaliðinn, í alls konar störfum um land allt – það er það sem gerir VR öflugt og sterkt en um leið flókið og krefjandi. Það hefur verið gefandi að tala við og hitta fullt af VR félögum á undangegnum vikum og verður gaman að halda þeim samtölum áfram í komandi viku og vonandi árum. Öflugt VR er órjúfanlegur hluti af kraftmiklu atvinnulífi þar sem til staðar eru fjölbreytt störf með góðum kjörum þar sem félagið þarf að þróast með tímanum og tryggja réttindi okkar og kjör við sífellt breyttar aðstæður. Um leið og ég óska eftir stuðningi þínum til formanns ágæti VR-ingur þá skora ég á okkur öll að kjósa og leggja þannig grunninn að sókn VR inn í framtíðina. Það skiptir öllu máli að kjósa, við erum sterkari saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Formannskjör í VR 2025 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Kosningar til formanns og stjórnar VR hófust í morgun og nú gefst okkur öllum í VR tækifæri til að velja nýjan formann og stjórn. Með því að nýta kosningaréttinn okkar þá tökum við öll þátt í að velja félaginu nýja forystu til næstu ára og leggja meginlínur í starfi félagsins framundan. Það hefur verið rauður þráður í öllum mínum samtölum við VR félaga að við eigum og þurfum að ganga sameinuð til leiks og að eitt meginverkefni nýs formanns sé að sameina félagið til að ganga sterkt fram til góðra verka. Verkefnin blasa allstaðar við á sviði kjara- og velferðarmála. Við þurfum að tryggja sem við best getum að atvinnurekendur og stjórnvöld standi við forsendur síðustu kjarasamninga og þær kjarabætur sem þar var samið um en líka að hefja undirbúninginn fyrir næstu samninga. Við þurfum að sækja fram í húsnæðismálum, gæta að því félagsfólki sem stendur höllum fæti og huga að hagsmunum alls félagsfólks í okkar störfum. Við þurfum að tryggja að sameinuð rödd VR heyrist alls staðar þar sem kjör okkar og aðstæður eru til umræðu og við eigum að vera óhrædd að láta okkar sjónarmið koma fram. Félagið okkar er fjölmennt og fjölbreytt, með félagsfólk sem tekur laun eftir kjarasamningi eða semur sjálft um launaliðinn, í alls konar störfum um land allt – það er það sem gerir VR öflugt og sterkt en um leið flókið og krefjandi. Það hefur verið gefandi að tala við og hitta fullt af VR félögum á undangegnum vikum og verður gaman að halda þeim samtölum áfram í komandi viku og vonandi árum. Öflugt VR er órjúfanlegur hluti af kraftmiklu atvinnulífi þar sem til staðar eru fjölbreytt störf með góðum kjörum þar sem félagið þarf að þróast með tímanum og tryggja réttindi okkar og kjör við sífellt breyttar aðstæður. Um leið og ég óska eftir stuðningi þínum til formanns ágæti VR-ingur þá skora ég á okkur öll að kjósa og leggja þannig grunninn að sókn VR inn í framtíðina. Það skiptir öllu máli að kjósa, við erum sterkari saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og í framboði til formanns VR.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun