Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2025 11:15 „Tækifæri fyrir nemendur“ er fyrirsögn í áherslukafla um mannauð á heimasíðu framboðs míns til embættis rektors Háskóla Íslands (ingibjorg.hi.is). Þar hef ég lagt fram metnaðarfullar aðgerðir, ákveðnar kerfisbreytingar. Í grunninn miða þessar áherslur að því að auðvelda nemendum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem standa háskólanemendum til boða og þannig móta sína eigin framtíð. Í breyttu kerfi ættu deildir og námsbrautir auðveldara með að treysta öðrum fyrir hluta af námi nemenda sinna. Þannig gætum við aukið víðsýni og hæfni sem nemendur þurfa að tileinka sér til þess að taka virkan hátt þátt í samfélaginu. Samfélagi sem krefst þess í auknum mæli að unnið sé þvert á fræðigreinar til að leysa flókin vandamál samtímans. Hvaða tækifæri er ég að tala um? Tækifæri til að taka námskeið á öðru fræðasviði, starfsþjálfun í fyrirtækjum eða stofnunum, dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í fjarnámi eina önn, eða fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. En svona breytingar taka tíma og því eðlilegt að nemendur spyrji sig: „Hvað ætlar hún að gera fyrir mig núna“? Í framboði mínu legg ég mikla áherslu á samskipti og opið samtal. Ég er tilbúin að setjast niður með nemendum og forgangsraða þeim áherslumálum sem þykja mikilvægust og leita lausna. Í sumum málum gæti reynst auðvelt að bregðast við strax en í öðrum tilfellum þarf að leita leiða til að fjármagna óskir nemenda. Stundum eru málefnin það flókin að þau teygja sig út fyrir Háskóla Íslands og jafnvel inn í fleiri ráðuneyti en ráðuneyti háskólamála. Í þeim tilfellum mun ég beita mér fyrir því að ráðuneytin vinni saman að lausnum fyrir háskólanema. Síðastliðna 20 mánuði hef ég í starfi aðstoðarrektors vísinda og samfélags fylgt eftir málefnum meistara- og doktorsnemenda í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms og Vísindanefnd háskólaráðs. Fyrir nemendur höfum við unnið að bættri umgjörð og gæðum meistaranáms, hækkað styrki til doktorsnáms og unnið að bættu starfsumhverfi doktorsnema í samstarfi við Mannauðssvið Háskóla Íslands. Ég er tilbúin að leggja hart að mér til að hlúa sem best að nemendum, viðhalda gæðum námsleiða og auðvelda nemendum að móta sína eigin framtíð í Háskóla Íslands. Ég hvet nemendur til að nýta kosningarétt sinn 18.-19. mars næstkomandi. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
„Tækifæri fyrir nemendur“ er fyrirsögn í áherslukafla um mannauð á heimasíðu framboðs míns til embættis rektors Háskóla Íslands (ingibjorg.hi.is). Þar hef ég lagt fram metnaðarfullar aðgerðir, ákveðnar kerfisbreytingar. Í grunninn miða þessar áherslur að því að auðvelda nemendum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem standa háskólanemendum til boða og þannig móta sína eigin framtíð. Í breyttu kerfi ættu deildir og námsbrautir auðveldara með að treysta öðrum fyrir hluta af námi nemenda sinna. Þannig gætum við aukið víðsýni og hæfni sem nemendur þurfa að tileinka sér til þess að taka virkan hátt þátt í samfélaginu. Samfélagi sem krefst þess í auknum mæli að unnið sé þvert á fræðigreinar til að leysa flókin vandamál samtímans. Hvaða tækifæri er ég að tala um? Tækifæri til að taka námskeið á öðru fræðasviði, starfsþjálfun í fyrirtækjum eða stofnunum, dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í fjarnámi eina önn, eða fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. En svona breytingar taka tíma og því eðlilegt að nemendur spyrji sig: „Hvað ætlar hún að gera fyrir mig núna“? Í framboði mínu legg ég mikla áherslu á samskipti og opið samtal. Ég er tilbúin að setjast niður með nemendum og forgangsraða þeim áherslumálum sem þykja mikilvægust og leita lausna. Í sumum málum gæti reynst auðvelt að bregðast við strax en í öðrum tilfellum þarf að leita leiða til að fjármagna óskir nemenda. Stundum eru málefnin það flókin að þau teygja sig út fyrir Háskóla Íslands og jafnvel inn í fleiri ráðuneyti en ráðuneyti háskólamála. Í þeim tilfellum mun ég beita mér fyrir því að ráðuneytin vinni saman að lausnum fyrir háskólanema. Síðastliðna 20 mánuði hef ég í starfi aðstoðarrektors vísinda og samfélags fylgt eftir málefnum meistara- og doktorsnemenda í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms og Vísindanefnd háskólaráðs. Fyrir nemendur höfum við unnið að bættri umgjörð og gæðum meistaranáms, hækkað styrki til doktorsnáms og unnið að bættu starfsumhverfi doktorsnema í samstarfi við Mannauðssvið Háskóla Íslands. Ég er tilbúin að leggja hart að mér til að hlúa sem best að nemendum, viðhalda gæðum námsleiða og auðvelda nemendum að móta sína eigin framtíð í Háskóla Íslands. Ég hvet nemendur til að nýta kosningarétt sinn 18.-19. mars næstkomandi. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar