Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar 6. mars 2025 11:15 „Tækifæri fyrir nemendur“ er fyrirsögn í áherslukafla um mannauð á heimasíðu framboðs míns til embættis rektors Háskóla Íslands (ingibjorg.hi.is). Þar hef ég lagt fram metnaðarfullar aðgerðir, ákveðnar kerfisbreytingar. Í grunninn miða þessar áherslur að því að auðvelda nemendum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem standa háskólanemendum til boða og þannig móta sína eigin framtíð. Í breyttu kerfi ættu deildir og námsbrautir auðveldara með að treysta öðrum fyrir hluta af námi nemenda sinna. Þannig gætum við aukið víðsýni og hæfni sem nemendur þurfa að tileinka sér til þess að taka virkan hátt þátt í samfélaginu. Samfélagi sem krefst þess í auknum mæli að unnið sé þvert á fræðigreinar til að leysa flókin vandamál samtímans. Hvaða tækifæri er ég að tala um? Tækifæri til að taka námskeið á öðru fræðasviði, starfsþjálfun í fyrirtækjum eða stofnunum, dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í fjarnámi eina önn, eða fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. En svona breytingar taka tíma og því eðlilegt að nemendur spyrji sig: „Hvað ætlar hún að gera fyrir mig núna“? Í framboði mínu legg ég mikla áherslu á samskipti og opið samtal. Ég er tilbúin að setjast niður með nemendum og forgangsraða þeim áherslumálum sem þykja mikilvægust og leita lausna. Í sumum málum gæti reynst auðvelt að bregðast við strax en í öðrum tilfellum þarf að leita leiða til að fjármagna óskir nemenda. Stundum eru málefnin það flókin að þau teygja sig út fyrir Háskóla Íslands og jafnvel inn í fleiri ráðuneyti en ráðuneyti háskólamála. Í þeim tilfellum mun ég beita mér fyrir því að ráðuneytin vinni saman að lausnum fyrir háskólanema. Síðastliðna 20 mánuði hef ég í starfi aðstoðarrektors vísinda og samfélags fylgt eftir málefnum meistara- og doktorsnemenda í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms og Vísindanefnd háskólaráðs. Fyrir nemendur höfum við unnið að bættri umgjörð og gæðum meistaranáms, hækkað styrki til doktorsnáms og unnið að bættu starfsumhverfi doktorsnema í samstarfi við Mannauðssvið Háskóla Íslands. Ég er tilbúin að leggja hart að mér til að hlúa sem best að nemendum, viðhalda gæðum námsleiða og auðvelda nemendum að móta sína eigin framtíð í Háskóla Íslands. Ég hvet nemendur til að nýta kosningarétt sinn 18.-19. mars næstkomandi. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Tækifæri fyrir nemendur“ er fyrirsögn í áherslukafla um mannauð á heimasíðu framboðs míns til embættis rektors Háskóla Íslands (ingibjorg.hi.is). Þar hef ég lagt fram metnaðarfullar aðgerðir, ákveðnar kerfisbreytingar. Í grunninn miða þessar áherslur að því að auðvelda nemendum að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem standa háskólanemendum til boða og þannig móta sína eigin framtíð. Í breyttu kerfi ættu deildir og námsbrautir auðveldara með að treysta öðrum fyrir hluta af námi nemenda sinna. Þannig gætum við aukið víðsýni og hæfni sem nemendur þurfa að tileinka sér til þess að taka virkan hátt þátt í samfélaginu. Samfélagi sem krefst þess í auknum mæli að unnið sé þvert á fræðigreinar til að leysa flókin vandamál samtímans. Hvaða tækifæri er ég að tala um? Tækifæri til að taka námskeið á öðru fræðasviði, starfsþjálfun í fyrirtækjum eða stofnunum, dvelja á Rannsóknasetrum Háskóla Íslands um allt land við rannsóknir eða í fjarnámi eina önn, eða fara í skiptinám við einhvern af þeim yfir 400 erlendu háskólum sem Háskóli Íslands hefur gert samstarfssamninga við. En svona breytingar taka tíma og því eðlilegt að nemendur spyrji sig: „Hvað ætlar hún að gera fyrir mig núna“? Í framboði mínu legg ég mikla áherslu á samskipti og opið samtal. Ég er tilbúin að setjast niður með nemendum og forgangsraða þeim áherslumálum sem þykja mikilvægust og leita lausna. Í sumum málum gæti reynst auðvelt að bregðast við strax en í öðrum tilfellum þarf að leita leiða til að fjármagna óskir nemenda. Stundum eru málefnin það flókin að þau teygja sig út fyrir Háskóla Íslands og jafnvel inn í fleiri ráðuneyti en ráðuneyti háskólamála. Í þeim tilfellum mun ég beita mér fyrir því að ráðuneytin vinni saman að lausnum fyrir háskólanema. Síðastliðna 20 mánuði hef ég í starfi aðstoðarrektors vísinda og samfélags fylgt eftir málefnum meistara- og doktorsnemenda í samstarfi við Miðstöð framhaldsnáms og Vísindanefnd háskólaráðs. Fyrir nemendur höfum við unnið að bættri umgjörð og gæðum meistaranáms, hækkað styrki til doktorsnáms og unnið að bættu starfsumhverfi doktorsnema í samstarfi við Mannauðssvið Háskóla Íslands. Ég er tilbúin að leggja hart að mér til að hlúa sem best að nemendum, viðhalda gæðum námsleiða og auðvelda nemendum að móta sína eigin framtíð í Háskóla Íslands. Ég hvet nemendur til að nýta kosningarétt sinn 18.-19. mars næstkomandi. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar