Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar 6. mars 2025 08:30 Óðum styttist í að gengið verði til rektorskjörs við Háskóla Íslands. Rektorskjörið í ár skiptir óvanalega miklu máli af ýmsum ástæðum. Þar má fyrst nefna langvarandi vanfjármögnun háskólans, en einnig stórfellda tilfærslu fjármagns frá Háskóla Íslands til vanhugsaðra gæluverkefna ráðherra á síðastliðnum árum, vandann við nýliðun og endurnýjun, sem og vaxandi áherslu á að háskólinn leggi fyrst og fremst rækt við það hlutverk að styðja við atvinnulíf í landinu. Allt þetta hefur staðið öflugu rannsóknastarfi fyrir þrifum og valdið gríðarlegu álagi á starfsfólk og innviði háskólastarfsins á síðastliðnum árum. Sjaldan hefur verið jafn brýnt að háskólasamfélagið eigi sér sterka rödd í rektor Háskóla Íslands, sem talar af krafti fyrir sjálfstæði háskólans, akademísku frelsi og frelsi til rannsókna. Á sama hátt er brýnna en nokkru sinni fyrr að sú rödd láti í sér heyra í gagnrýninni þjóðfélagsumræðu svo eftir sé tekið. Margar áskoranir bíða einnig nýs rektors við að tryggja fjármögnun háskólans, bæta kjör og vinnuaðstæður starfsfólks, stuðla að nýliðun og uppbyggingu öflugs alþjóðlegs rannsóknastarfs. Ég treysti engum betur en Birni Þorsteinssyni til að takast á við þessi verkefni af festu. Björn hefur víðtæka reynslu af kennslu og rannsóknastarfi innan Háskóla Íslands, þar sem hann hefur jafnframt sinnt ýmsum trúnaðar- og nefndarstörfum og starfað þvert á deildir. Ég hef fengið að kynnast vinnubrögðum hans á ólíkum vettvangi innan háskólasamfélagsins, jafnt í nefndavinnu, í ritstjórnarverkefnum, í kennslusamstarfi og við stjórn alþjóðlegra samstarfsverkefna sem notið hafa erlendra rannsóknastyrkja. Vinnubrögð Björns einkennast af fagmennsku og heilindum, víðsýni, sanngirni og staðfestu, en jafnvægi þessara ólíku þátta er mikilvægt veganesti til að takast á við þau brýnu verkefni sem bíða nýs rektors. Með kjöri Björns Þorsteinssonar til rektors er ég sannfærður um að háskólasamfélagið myndi stíga heillaskref í átt til öflugs rannsóknastarfs, þekkingaröflunar og virkrar samfélagslegrar þátttöku. Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Óðum styttist í að gengið verði til rektorskjörs við Háskóla Íslands. Rektorskjörið í ár skiptir óvanalega miklu máli af ýmsum ástæðum. Þar má fyrst nefna langvarandi vanfjármögnun háskólans, en einnig stórfellda tilfærslu fjármagns frá Háskóla Íslands til vanhugsaðra gæluverkefna ráðherra á síðastliðnum árum, vandann við nýliðun og endurnýjun, sem og vaxandi áherslu á að háskólinn leggi fyrst og fremst rækt við það hlutverk að styðja við atvinnulíf í landinu. Allt þetta hefur staðið öflugu rannsóknastarfi fyrir þrifum og valdið gríðarlegu álagi á starfsfólk og innviði háskólastarfsins á síðastliðnum árum. Sjaldan hefur verið jafn brýnt að háskólasamfélagið eigi sér sterka rödd í rektor Háskóla Íslands, sem talar af krafti fyrir sjálfstæði háskólans, akademísku frelsi og frelsi til rannsókna. Á sama hátt er brýnna en nokkru sinni fyrr að sú rödd láti í sér heyra í gagnrýninni þjóðfélagsumræðu svo eftir sé tekið. Margar áskoranir bíða einnig nýs rektors við að tryggja fjármögnun háskólans, bæta kjör og vinnuaðstæður starfsfólks, stuðla að nýliðun og uppbyggingu öflugs alþjóðlegs rannsóknastarfs. Ég treysti engum betur en Birni Þorsteinssyni til að takast á við þessi verkefni af festu. Björn hefur víðtæka reynslu af kennslu og rannsóknastarfi innan Háskóla Íslands, þar sem hann hefur jafnframt sinnt ýmsum trúnaðar- og nefndarstörfum og starfað þvert á deildir. Ég hef fengið að kynnast vinnubrögðum hans á ólíkum vettvangi innan háskólasamfélagsins, jafnt í nefndavinnu, í ritstjórnarverkefnum, í kennslusamstarfi og við stjórn alþjóðlegra samstarfsverkefna sem notið hafa erlendra rannsóknastyrkja. Vinnubrögð Björns einkennast af fagmennsku og heilindum, víðsýni, sanngirni og staðfestu, en jafnvægi þessara ólíku þátta er mikilvægt veganesti til að takast á við þau brýnu verkefni sem bíða nýs rektors. Með kjöri Björns Þorsteinssonar til rektors er ég sannfærður um að háskólasamfélagið myndi stíga heillaskref í átt til öflugs rannsóknastarfs, þekkingaröflunar og virkrar samfélagslegrar þátttöku. Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði og menningarfræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar