Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar 5. mars 2025 15:30 Háskóli Íslands stendur á tímamótum. Góð stefnumótun og framtíðarsýn skipta sköpum fyrir þróun hans sem alþjóðlegs rannsóknaháskóla sem leggur áherslu á kennslu og samtal við samfélagið. Ingibjörg Gunnarsdóttir bæði er og verður öflugur leiðtogi innan háskólasamfélagsins. Hún hefur alltaf haft góða tilfinningu fyrir mikilvægi samvinnu við að leysa verkefni, bæði lítil og stór, en teymisvinna er henni sem íþróttamanni í blóð borin. Ingibjörg hefur sjaldan hampað sínum verkum sjálf, en hún er frábær námsmaður og góður vísindamaður og kennari sem er annt um hag nemenda. Fyrir henni er mikilvægt að þeir geti bæði lært það sem þá lystir innan skólan, en hefur hún einnig beitt sér fyrir því að hægt sé að fara í skiptinám án hindrana, eins og hún gerði sjálf. Þá hefur hún á síðustu árum stigið fram og sýnt hæfni sína sem farsæll leiðtogi, bæði sem sviðsforseti Heilbrigðisvísindsviðs í afleysingum og sem aðstoðarrektor. Ingibjörg hallar ekki á nokkurn mann og hennar aðalsmerki hafa ávallt verið hreinskiptin og opin samskipti en það eru mikilvægir eiginleikar í svo fjölbreyttu samfélagi sem Háskóli Íslands er. Ingibjörg hefur lengi talað fyrir fjölbreyttara og réttlátara starfsumhverfi akademískra starfsmanna og hefur haft að leiðarljósi að styrkleikar allra starfsmanna fái að njóta sín sem best. Hún vill styrkja háskólann með því að auka skilvirkni, meðal annars tengt upplýsingatæknilausnum og öðrum innviðum, einfalda verkferla og ákvarðanatöku en ekki síst að leita allra leiða til að draga úr álagi og auka þannig orku og starfsgleði. Ingibjörg hefur nefnilega aldrei skorast undan ábyrgð eða að taka á flóknum málum, hlusta á öll sjónarhorn og leita bestu lausna. Það eru eiginleikar sem sem geta skipt sköpum fyrir háskólasamfélagið. Eitt stærsta mál sem horfa þarf til á næstu árum er fjármögnun háskólanna. Ingibjörg hefur lagt mikla áherslu á að það eigi að haldast í hendur samfélagslegt hlutverk háskóla sem þekkingarbrunnur og rannsóknastofnun sem horfir til framtíðar með nýrri tækni og nýsköpun. Háskólinn hefur breyst gríðarlega á síðustu áratugum og býður nú uppá bæði meistara- og doktorsnám á öllum sviðum sem ekki var áður. Starfsemin hefur því breyst og hefur Ingibjörg fylgst vel með því hvernig unnið hefur verið að mikilvægum og góðum umbótum í sambærilegum háskólum erlendis sem hægt væri að taka upp hér. Styrk samvinna við bæði innlenda og erlenda aðila er henni hugleikin en með því stækkar háskólinn í raun og huga fólks. Eins og góður liðsfélagi mun hún alltaf standa með og vera stolt af sínu samstarfsfólki og berjast fyrir háskólann. Frá því ég kynntist Ingibjörgu fyrir um 30 árum síðan hef ég dáðst að elju hennar og atorku. Jafnvel þar sem við sátum í sitthvorri skrifstofunni á efri hæð Íþróttahússins í árdaga Rannsóknastofu í næringarfræði var ljóst að sú gleði og metnaður sem hún leggur í öll þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur skilar árangri. https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands stendur á tímamótum. Góð stefnumótun og framtíðarsýn skipta sköpum fyrir þróun hans sem alþjóðlegs rannsóknaháskóla sem leggur áherslu á kennslu og samtal við samfélagið. Ingibjörg Gunnarsdóttir bæði er og verður öflugur leiðtogi innan háskólasamfélagsins. Hún hefur alltaf haft góða tilfinningu fyrir mikilvægi samvinnu við að leysa verkefni, bæði lítil og stór, en teymisvinna er henni sem íþróttamanni í blóð borin. Ingibjörg hefur sjaldan hampað sínum verkum sjálf, en hún er frábær námsmaður og góður vísindamaður og kennari sem er annt um hag nemenda. Fyrir henni er mikilvægt að þeir geti bæði lært það sem þá lystir innan skólan, en hefur hún einnig beitt sér fyrir því að hægt sé að fara í skiptinám án hindrana, eins og hún gerði sjálf. Þá hefur hún á síðustu árum stigið fram og sýnt hæfni sína sem farsæll leiðtogi, bæði sem sviðsforseti Heilbrigðisvísindsviðs í afleysingum og sem aðstoðarrektor. Ingibjörg hallar ekki á nokkurn mann og hennar aðalsmerki hafa ávallt verið hreinskiptin og opin samskipti en það eru mikilvægir eiginleikar í svo fjölbreyttu samfélagi sem Háskóli Íslands er. Ingibjörg hefur lengi talað fyrir fjölbreyttara og réttlátara starfsumhverfi akademískra starfsmanna og hefur haft að leiðarljósi að styrkleikar allra starfsmanna fái að njóta sín sem best. Hún vill styrkja háskólann með því að auka skilvirkni, meðal annars tengt upplýsingatæknilausnum og öðrum innviðum, einfalda verkferla og ákvarðanatöku en ekki síst að leita allra leiða til að draga úr álagi og auka þannig orku og starfsgleði. Ingibjörg hefur nefnilega aldrei skorast undan ábyrgð eða að taka á flóknum málum, hlusta á öll sjónarhorn og leita bestu lausna. Það eru eiginleikar sem sem geta skipt sköpum fyrir háskólasamfélagið. Eitt stærsta mál sem horfa þarf til á næstu árum er fjármögnun háskólanna. Ingibjörg hefur lagt mikla áherslu á að það eigi að haldast í hendur samfélagslegt hlutverk háskóla sem þekkingarbrunnur og rannsóknastofnun sem horfir til framtíðar með nýrri tækni og nýsköpun. Háskólinn hefur breyst gríðarlega á síðustu áratugum og býður nú uppá bæði meistara- og doktorsnám á öllum sviðum sem ekki var áður. Starfsemin hefur því breyst og hefur Ingibjörg fylgst vel með því hvernig unnið hefur verið að mikilvægum og góðum umbótum í sambærilegum háskólum erlendis sem hægt væri að taka upp hér. Styrk samvinna við bæði innlenda og erlenda aðila er henni hugleikin en með því stækkar háskólinn í raun og huga fólks. Eins og góður liðsfélagi mun hún alltaf standa með og vera stolt af sínu samstarfsfólki og berjast fyrir háskólann. Frá því ég kynntist Ingibjörgu fyrir um 30 árum síðan hef ég dáðst að elju hennar og atorku. Jafnvel þar sem við sátum í sitthvorri skrifstofunni á efri hæð Íþróttahússins í árdaga Rannsóknastofu í næringarfræði var ljóst að sú gleði og metnaður sem hún leggur í öll þau verkefni sem hún tekur sér fyrir hendur skilar árangri. https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er prófessor við HÍ.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar