Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar 5. mars 2025 11:01 Þessa dagana er hópur landsmanna að fá boð um að taka þátt í skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Þar með er langþráðum áfanga náð og skimun fyrir þessari algengu tegund krabbameina að hefjast eftir langan undirbúning. Þetta er sögulegur áfangi og afskaplega mikilvægur fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Á hverju ári greinast um 190 einstaklingar með krabbamein í ristli eða endaþarmi hér á landi og að jafnaði má áætla að um einn af hverjum 20 landsmönnum fái þessa gerð krabbameins á lífsleiðinni. Það er til mikils að vinna að skima reglulega fyrir þessu krabbameini, enda eykur það verulega lífslíkur fólks að greina forstig krabbameins eða krabbamein snemma. Með skimunum fækkar þeim sem látast af völdum sjúkdómsins um 15 prósent, sem þýðir að einum af hverjum sex sem ella hefðu látist er forðað frá því að deyja af völdum hans. Við byrjuðum fyrir nokkrum dögum að senda út fyrstu boð í skimun. Ætlunin er að senda boð til um 200 manns í sérstökum prufuhópi. Þetta er gert til þess að prófa allt skimunarferlið áður en við hefjum lýðgrundaðar skimanir fyrir þessari gerð krabbameina af fullum krafti. Í þessum prófunarfasa munum við sjá hvort allt ferlið gengur upp, allt frá því einstaklingur fær boð um skimun og fær sent sýnatökusett allt þar til niðurstaða berst. Þó svo að við tölum um prófanir eru þetta að sjálfsögðu fullgildar skimanir og fólkið fær áreiðanlegar niðurstöður. Skimað hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára Þessi skimun gengur út á að kanna hvort blóð finnist í hægðum, en það getur verið merki um forstig krabbameins eða krabbamein á byrjunarstigi. Í þeim tilvikum sem blóð greinist fær fólk boð um að fara í ristilspeglun til þess að kanna nánar hverjar ástæðurnar eru. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að blóð greinist í hægðum, margar hverjar aðrar og mun saklausari en krabbamein. Í þeim tilvikum sem ekki finnst blóð í hægðasýninu fær fólk boð um skimun aftur að tveimur árum liðnum. Þegar skimunin verður komin á fullt verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Eftir að prófunum lýkur munum við senda boð á þennan hóp í áföngum eftir aldri. Eins og með aðrar krabbameinsskimanir verða boðin send í gegnum Heilsuveru og þangað sendum við líka niðurstöðurnar úr skimuninni. Sjálfspróf send heim Hér á landi hefur verið skimað fyrir leghálskrabbameini í rúmlega 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í 37 ár. Nú bætist við þriðja tegund skimunar með skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Hingað til hefur aðeins verið skimað fyrir krabbameini hjá konum, en ristilskimunin verður í boði fyrir alla, óháð kyni. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi verða með öðru sniði en skimanir fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini. Ólíkt hinum skimununum þarf fólk ekki að fara úr húsi, heldur fær það sent sjálfspróf heim og einfaldar leiðbeiningar um hvernig á að taka sýni. Sýnið er sett í póst eða skilað á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Svar berst á Heilsuveru innan fjögurra vikna. Góð samvinna og vandaður undirbúningur Undirbúningur fyrir þessa nýju tegund lýðgrundaðrar krabbameinsskimunar hefur verið í gangi hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins allt frá árinu 2021 í náinni samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala ásamt faghópi lækna og annarra. Aðdragandinn er þó enn lengri og nær að segja má til síðustu aldamóta. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúninginn, til dæmis greiningu á öllum ferlum tengdum skimuninni, smíði á tölvukerfum, samningum um rannsóknir á sýnum, kaupum á búnaði til sýnatöku og mörgu fleiru. Við hefðum auðvitað gjarnan viljað byrja fyrr, en það er ekkert áhlaupaverk að tryggja að öll umgjörð um algjörlega nýja tegund skimunar sé í lagi og allt kerfið gangi upp. Undirbúningurinn hefur verið afar vandaður og með góðri samvinnu og samhæfingu allra sem þurfa að koma að þessu verkefni erum við nú tilbúin að bretta upp ermar og byrja að skima. Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Heilbrigðismál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana er hópur landsmanna að fá boð um að taka þátt í skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Þar með er langþráðum áfanga náð og skimun fyrir þessari algengu tegund krabbameina að hefjast eftir langan undirbúning. Þetta er sögulegur áfangi og afskaplega mikilvægur fyrir lýðheilsu þjóðarinnar. Á hverju ári greinast um 190 einstaklingar með krabbamein í ristli eða endaþarmi hér á landi og að jafnaði má áætla að um einn af hverjum 20 landsmönnum fái þessa gerð krabbameins á lífsleiðinni. Það er til mikils að vinna að skima reglulega fyrir þessu krabbameini, enda eykur það verulega lífslíkur fólks að greina forstig krabbameins eða krabbamein snemma. Með skimunum fækkar þeim sem látast af völdum sjúkdómsins um 15 prósent, sem þýðir að einum af hverjum sex sem ella hefðu látist er forðað frá því að deyja af völdum hans. Við byrjuðum fyrir nokkrum dögum að senda út fyrstu boð í skimun. Ætlunin er að senda boð til um 200 manns í sérstökum prufuhópi. Þetta er gert til þess að prófa allt skimunarferlið áður en við hefjum lýðgrundaðar skimanir fyrir þessari gerð krabbameina af fullum krafti. Í þessum prófunarfasa munum við sjá hvort allt ferlið gengur upp, allt frá því einstaklingur fær boð um skimun og fær sent sýnatökusett allt þar til niðurstaða berst. Þó svo að við tölum um prófanir eru þetta að sjálfsögðu fullgildar skimanir og fólkið fær áreiðanlegar niðurstöður. Skimað hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára Þessi skimun gengur út á að kanna hvort blóð finnist í hægðum, en það getur verið merki um forstig krabbameins eða krabbamein á byrjunarstigi. Í þeim tilvikum sem blóð greinist fær fólk boð um að fara í ristilspeglun til þess að kanna nánar hverjar ástæðurnar eru. Það geta verið ýmsar ástæður fyrir því að blóð greinist í hægðum, margar hverjar aðrar og mun saklausari en krabbamein. Í þeim tilvikum sem ekki finnst blóð í hægðasýninu fær fólk boð um skimun aftur að tveimur árum liðnum. Þegar skimunin verður komin á fullt verður skimað fyrir blóði í hægðum hjá fólki á aldrinum 60 til 74 ára. Eftir að prófunum lýkur munum við senda boð á þennan hóp í áföngum eftir aldri. Eins og með aðrar krabbameinsskimanir verða boðin send í gegnum Heilsuveru og þangað sendum við líka niðurstöðurnar úr skimuninni. Sjálfspróf send heim Hér á landi hefur verið skimað fyrir leghálskrabbameini í rúmlega 60 ár og fyrir brjóstakrabbameini í 37 ár. Nú bætist við þriðja tegund skimunar með skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi. Hingað til hefur aðeins verið skimað fyrir krabbameini hjá konum, en ristilskimunin verður í boði fyrir alla, óháð kyni. Skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi verða með öðru sniði en skimanir fyrir leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini. Ólíkt hinum skimununum þarf fólk ekki að fara úr húsi, heldur fær það sent sjálfspróf heim og einfaldar leiðbeiningar um hvernig á að taka sýni. Sýnið er sett í póst eða skilað á heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu. Svar berst á Heilsuveru innan fjögurra vikna. Góð samvinna og vandaður undirbúningur Undirbúningur fyrir þessa nýju tegund lýðgrundaðrar krabbameinsskimunar hefur verið í gangi hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins allt frá árinu 2021 í náinni samvinnu við heilbrigðisráðuneytið, embætti landlæknis, Sjúkratryggingar Íslands og Landspítala ásamt faghópi lækna og annarra. Aðdragandinn er þó enn lengri og nær að segja má til síðustu aldamóta. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúninginn, til dæmis greiningu á öllum ferlum tengdum skimuninni, smíði á tölvukerfum, samningum um rannsóknir á sýnum, kaupum á búnaði til sýnatöku og mörgu fleiru. Við hefðum auðvitað gjarnan viljað byrja fyrr, en það er ekkert áhlaupaverk að tryggja að öll umgjörð um algjörlega nýja tegund skimunar sé í lagi og allt kerfið gangi upp. Undirbúningurinn hefur verið afar vandaður og með góðri samvinnu og samhæfingu allra sem þurfa að koma að þessu verkefni erum við nú tilbúin að bretta upp ermar og byrja að skima. Höfundur er yfirlæknir Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun