Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar 4. mars 2025 22:31 „Maður einfaldlega skilur allt betur sem Magnús Karl kennir,“ sagði læknanemi þegar kennsla hans í lyfjafræði barst í tal. Magnús Karl er einn þeirra kennara sem kenna efnið á mjög áhugaverðan og eftirminnilegan máta. Strax á fyrstu glæru spurði hann okkur nemendurna opinna spurninga um námsefnið, spurninga sem smám saman urðu hnitmiðaðri. Með samtalið að vopni höfðum við spannað efni fyrirlestursins áður en fyrstu glæru sleppti. Skilningur hans á námsefninu var slíkur að hann þurfti hvorki blað né glærur sér til stuðnings. Magnús Karl hefur botnlausa ástríðu fyrir námsefninu sem smitast til nemenda hans. Með jákvæðni, trú og einstakri kennsluhæfni nær hann því besta úr öllum þeim sem þreytt hafa námskeið hjá honum. Það er því engin furða að hann hafi fengið bæði kennsluverðlaun frá félagi læknanema og síðar heiðursverðlaun félagsins. Á þeirri löngu vegferð sem læknanám er höfum við nemendur kynnst góðum kennurum sem eru jafnframt stórir persónuleikar. Á slíku ferðalagi safnar maður þeim eiginleikum í sarpinn sem eru eftirsóknarverðir og reynir að tileinka sér þá. Þannig geta góðir kennarar haft mótandi áhrif á nemendur, langt út fyrir námskrá. Magnús Karl er einn þessara kennara, ekki aðeins vegna yfirburðaþekkingar og ástríðu fyrir námsefninu heldur einnig vegna þess hvernig hann nálgast nemendur af virðingu. Hann er eldhugi með einstaka samskiptahæfni og góða nærveru. Með þekkingu, ástríðu og góðri samskiptahæfni er ekki nokkur vafi í mínum huga að Magnús Karl verður frábær rektor. Hann hefur skilning á gildi menntunar fyrir íslenskt samfélag og að Háskóli Íslands gegni þar veigamiklu hlutverki. Menntun er lykill að framþróun, velferð og þroskuðu menningarsamfélagi sem komandi kynslóðir geta notið sín í. Það má aldrei gleymast. Magnús Karl hefur alla burði til þess að tala fyrir þessum gildum. Hann gerir sér jafnframt grein fyrir því að til þess að auka gæði menntunar þarf að skapa nemendum aðstæður til þess að geta helgað sig náminu sem best. Af þessum ástæðum mun ég styðja Magnús Karl Magnússon heilshugar í komandi rektorskjöri. Höfundur er 5. árs læknanemi við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
„Maður einfaldlega skilur allt betur sem Magnús Karl kennir,“ sagði læknanemi þegar kennsla hans í lyfjafræði barst í tal. Magnús Karl er einn þeirra kennara sem kenna efnið á mjög áhugaverðan og eftirminnilegan máta. Strax á fyrstu glæru spurði hann okkur nemendurna opinna spurninga um námsefnið, spurninga sem smám saman urðu hnitmiðaðri. Með samtalið að vopni höfðum við spannað efni fyrirlestursins áður en fyrstu glæru sleppti. Skilningur hans á námsefninu var slíkur að hann þurfti hvorki blað né glærur sér til stuðnings. Magnús Karl hefur botnlausa ástríðu fyrir námsefninu sem smitast til nemenda hans. Með jákvæðni, trú og einstakri kennsluhæfni nær hann því besta úr öllum þeim sem þreytt hafa námskeið hjá honum. Það er því engin furða að hann hafi fengið bæði kennsluverðlaun frá félagi læknanema og síðar heiðursverðlaun félagsins. Á þeirri löngu vegferð sem læknanám er höfum við nemendur kynnst góðum kennurum sem eru jafnframt stórir persónuleikar. Á slíku ferðalagi safnar maður þeim eiginleikum í sarpinn sem eru eftirsóknarverðir og reynir að tileinka sér þá. Þannig geta góðir kennarar haft mótandi áhrif á nemendur, langt út fyrir námskrá. Magnús Karl er einn þessara kennara, ekki aðeins vegna yfirburðaþekkingar og ástríðu fyrir námsefninu heldur einnig vegna þess hvernig hann nálgast nemendur af virðingu. Hann er eldhugi með einstaka samskiptahæfni og góða nærveru. Með þekkingu, ástríðu og góðri samskiptahæfni er ekki nokkur vafi í mínum huga að Magnús Karl verður frábær rektor. Hann hefur skilning á gildi menntunar fyrir íslenskt samfélag og að Háskóli Íslands gegni þar veigamiklu hlutverki. Menntun er lykill að framþróun, velferð og þroskuðu menningarsamfélagi sem komandi kynslóðir geta notið sín í. Það má aldrei gleymast. Magnús Karl hefur alla burði til þess að tala fyrir þessum gildum. Hann gerir sér jafnframt grein fyrir því að til þess að auka gæði menntunar þarf að skapa nemendum aðstæður til þess að geta helgað sig náminu sem best. Af þessum ástæðum mun ég styðja Magnús Karl Magnússon heilshugar í komandi rektorskjöri. Höfundur er 5. árs læknanemi við Háskóla Íslands
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar