Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 4. mars 2025 10:45 Kosningar í VR standa yfir á næstu dögum og nú er mikilvægt að allt félagsfólk taki sér tíma til að vega og meta þá valkosti sem í boði eru. Styrkur VR hefur ávallt falist í því að félagsfólk taki sjálfstæðar ákvarðanir á eigin forsendum, en ekki vegna þess að ákveðnir hópar eða fylkingar hafi þegar ákveðið hvað sé „rétt“ fyrir alla. VR er of mikilvægt til að ákvarðanir um forystu þess séu teknar inn í lokuðu rými. Við þekkjum öll mikilvægi þess að gera upplýstar ákvarðanir, sama hvort það er í starfi, í lífinu eða þegar kemur að framtíð VR. Þetta eru ekki kosningar þar sem við eigum bara að fylgja einhverri línu, heldur er þetta tækifæri til að velja þann leiðtoga sem raunverulega stendur fyrir það sem skiptir okkur máli. Ég hvet alla til að kynna sér frambjóðendur og stefnu þeirra á eigin forsendum. VR hefur lengi verið leiðandi afl í íslensku vinnumarkaðsumhverfi og það er á okkar ábyrgð að tryggja að umræðan og kosningaferlið fari fram með lýðræðislegum hætti. Trúnaðarráð VR gegnir lykilhlutverki í að tryggja sterkt og öflugt félag. Því langar mig að hvetja þau sem taka þátt í umræðunni fyrir hönd einstakra frambjóðenda að halda sig við fagleg vinnubrögð og tryggja að allir frambjóðendur fái sanngjarnan og jafnan vettvang. Þegar félagsfólk VR fær að taka upplýsta ákvörðun án þrýstings eða áróðurs styrkir það félagið okkar til framtíðar. Ég hef lagt mikla áherslu á að VR eigi að vera fyrir allt félagsfólk, ekki bara fámennan hóp. Þess vegna hvet ég alla til að kynna sér stefnu frambjóðenda, vega og meta hvað skiptir þá mestu máli og taka svo ákvörðun sem byggir á eigin gildum og framtíðarsýn. Ekki láta skoðun fárra móta niðurstöðuna, þetta er kosning alls félagsfólks VR. Því fleiri sem taka þátt, því sterkara verður félagið okkar. Ég skora á allt félagsfólk að nýta atkvæðisrétt sinn, á sínum eigin forsendum. Kosningar fara fram dagana 6. til 13. mars nk, ég hvet félgsfólk til að kynna sér mín áherlsumál á www.thorsteinnskuli.is Vonandi eru þið að eiga góðan dag. Kær kveðja, Þorsteinn Skúli Sveinsson Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Kosningar í VR standa yfir á næstu dögum og nú er mikilvægt að allt félagsfólk taki sér tíma til að vega og meta þá valkosti sem í boði eru. Styrkur VR hefur ávallt falist í því að félagsfólk taki sjálfstæðar ákvarðanir á eigin forsendum, en ekki vegna þess að ákveðnir hópar eða fylkingar hafi þegar ákveðið hvað sé „rétt“ fyrir alla. VR er of mikilvægt til að ákvarðanir um forystu þess séu teknar inn í lokuðu rými. Við þekkjum öll mikilvægi þess að gera upplýstar ákvarðanir, sama hvort það er í starfi, í lífinu eða þegar kemur að framtíð VR. Þetta eru ekki kosningar þar sem við eigum bara að fylgja einhverri línu, heldur er þetta tækifæri til að velja þann leiðtoga sem raunverulega stendur fyrir það sem skiptir okkur máli. Ég hvet alla til að kynna sér frambjóðendur og stefnu þeirra á eigin forsendum. VR hefur lengi verið leiðandi afl í íslensku vinnumarkaðsumhverfi og það er á okkar ábyrgð að tryggja að umræðan og kosningaferlið fari fram með lýðræðislegum hætti. Trúnaðarráð VR gegnir lykilhlutverki í að tryggja sterkt og öflugt félag. Því langar mig að hvetja þau sem taka þátt í umræðunni fyrir hönd einstakra frambjóðenda að halda sig við fagleg vinnubrögð og tryggja að allir frambjóðendur fái sanngjarnan og jafnan vettvang. Þegar félagsfólk VR fær að taka upplýsta ákvörðun án þrýstings eða áróðurs styrkir það félagið okkar til framtíðar. Ég hef lagt mikla áherslu á að VR eigi að vera fyrir allt félagsfólk, ekki bara fámennan hóp. Þess vegna hvet ég alla til að kynna sér stefnu frambjóðenda, vega og meta hvað skiptir þá mestu máli og taka svo ákvörðun sem byggir á eigin gildum og framtíðarsýn. Ekki láta skoðun fárra móta niðurstöðuna, þetta er kosning alls félagsfólks VR. Því fleiri sem taka þátt, því sterkara verður félagið okkar. Ég skora á allt félagsfólk að nýta atkvæðisrétt sinn, á sínum eigin forsendum. Kosningar fara fram dagana 6. til 13. mars nk, ég hvet félgsfólk til að kynna sér mín áherlsumál á www.thorsteinnskuli.is Vonandi eru þið að eiga góðan dag. Kær kveðja, Þorsteinn Skúli Sveinsson Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar