Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar 4. mars 2025 09:01 Ræða mín á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er umfjöllunarefni Bjarna Snæbjörnssonar leikara, höfundar, leiklistarkennara og þáttastjórnanda hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans, í grein sem birtist hér í gær. Bjarni greinir að vísu frá því að hann hafi hingað til gefið mér og verkum mínum lítinn gaum þar sem hann eigi „litla samleið með flokknum [mínum]“. Gott og vel. Ég hef fylgst ágætlega vel með Bjarna frá því við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan, eða svo, og hef haft gaman af framlagi hans. Og ég reyni að fylgjast vel með allri þjóðfélagsumræðu, líka þeirri sem ég á ekki endilega „samleið með“, svo ég noti orð Bjarna sjálfs. Í greininni leggur Bjarni út af orðum mínum um þá sem hafa verið kallaðir vók (e. woke). Í huga Bjarna þýðir vók að vera góð manneskja; að „láta sér annt um velferð annarra“. „Í máli hennar stendur ekki steinn yfir steini því hún virðist ekki skilja að hún á sjálf „woke“ mikið að þakka.“ Í því samhengi rifjar Bjarni upp réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum í byrjun síðustu aldar. Þótt Bjarni greini frá því að hann sé vandlátur á upplýsingar og umræðu sem hann hlustar á, tel ég samt að hann viti við hvað ég átti þegar ég lýsti því yfir í ræðu minni að vókið væri búið. Ég tel hann hafa vitað að þarna væri ég ekki að vísa til gamals uppruna orðtaksins, réttindabaráttu svartra eða annars þess sem hann dregur fram, heldur til mun nýlegri notkunar á hugtakinu. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Það sem upphaflega var göfugt og mikilvægt markmið um að fólk væri vók (vakandi?, athugult?) fyrir óréttlæti og mismunun, fór því að snúast um „þvælu og [hálfkveðnar vísur]“, svo ég vitni í sjálfa mig. Ég vil ekki þreyta lesendur á hártogunum um hugtakanotkun, en finn mig knúna til að benda á að ef Bjarni fylgdist meira með fólki sem hann er ekki að öllu leyti sammála, vissi hann að ég er vel meðvituð um stöðu kvenna og annarra hópa sem hafa þurft að berjast fyrir jöfnum rétti. Raunar hef ég bæði skrifað og talað mikið um það gegnum árin. Þar hef ég m.a. rifjað upp það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í fararbroddi í jafnréttismálum og öðrum mannréttindamálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega verið burðarstoð við að skapa hér samfélag sem hefur jöfnustu tækifærin, með mesta kynjajafnréttið og mestu atvinnuþátttöku kvenna í heimi, svo eitthvað sé nefnt. Ef Bjarni vill kalla Sjálfstæðisflokkinn vók fyrir vikið þá missi ég ekki svefn yfir því. Enda reyni ég að vera umburðarlynd manneskja. Reyndar hófst jafnréttisbarátta kvenna ekki í byrjun síðustu aldar heldur mun fyrr. Og hún var heldur ekki borin upp af móðgunargjörnum vinstrimönnum, hvorki hér eða annars staðar. Ég hef líka tjáð mig ítrekað um upphrópanir og stimpla fólks sem telur sig boðbera samheldni og náungakærleika. Ég er þeirrar skoðunar að slík orðræða, þetta „við“ og „þau“ sé einmitt til þess fallin að skapa „sundrung og tortryggni“ og skautun í samfélaginu. Fyrir utan hvað mér þykir þetta yfirmáta leiðinleg orðræða. En ég ætla Bjarna ekki vondan ásetning, heldur tel ég einmitt að ásetningurinn sé líklegast góður. Og skora á hann að láta sig áfram samfélagið sitt varða eins og ég hef gert frá unga aldri. Þar gæti Bjarni e.t.v. byrjað á því að hlusta meira og reyna að skilja þá sem hann hefur fyrirfram flokkað sem svo að hann eigi „litla samleið með“. Það er mun líklegra til árangurs til að viðhalda hér opnu, frjálsu og umburðarlyndu samfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Diljá Mist Einarsdóttir Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Ræða mín á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er umfjöllunarefni Bjarna Snæbjörnssonar leikara, höfundar, leiklistarkennara og þáttastjórnanda hlaðvarpsins Mennsku sem fjallar um fegurð fjölbreytileikans, í grein sem birtist hér í gær. Bjarni greinir að vísu frá því að hann hafi hingað til gefið mér og verkum mínum lítinn gaum þar sem hann eigi „litla samleið með flokknum [mínum]“. Gott og vel. Ég hef fylgst ágætlega vel með Bjarna frá því við sungum saman í söng- og leiklistarskóla fyrir tveimur áratugum síðan, eða svo, og hef haft gaman af framlagi hans. Og ég reyni að fylgjast vel með allri þjóðfélagsumræðu, líka þeirri sem ég á ekki endilega „samleið með“, svo ég noti orð Bjarna sjálfs. Í greininni leggur Bjarni út af orðum mínum um þá sem hafa verið kallaðir vók (e. woke). Í huga Bjarna þýðir vók að vera góð manneskja; að „láta sér annt um velferð annarra“. „Í máli hennar stendur ekki steinn yfir steini því hún virðist ekki skilja að hún á sjálf „woke“ mikið að þakka.“ Í því samhengi rifjar Bjarni upp réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum í byrjun síðustu aldar. Þótt Bjarni greini frá því að hann sé vandlátur á upplýsingar og umræðu sem hann hlustar á, tel ég samt að hann viti við hvað ég átti þegar ég lýsti því yfir í ræðu minni að vókið væri búið. Ég tel hann hafa vitað að þarna væri ég ekki að vísa til gamals uppruna orðtaksins, réttindabaráttu svartra eða annars þess sem hann dregur fram, heldur til mun nýlegri notkunar á hugtakinu. Sú notkun og þróun á hugtakinu hefur einkennst af mikilli fórnarlambamenningu og lýst jafnvel minnstu frávikum sem samfélagslegu óréttlæti sem kallar fram móðgunarbylgju. Það sem upphaflega var göfugt og mikilvægt markmið um að fólk væri vók (vakandi?, athugult?) fyrir óréttlæti og mismunun, fór því að snúast um „þvælu og [hálfkveðnar vísur]“, svo ég vitni í sjálfa mig. Ég vil ekki þreyta lesendur á hártogunum um hugtakanotkun, en finn mig knúna til að benda á að ef Bjarni fylgdist meira með fólki sem hann er ekki að öllu leyti sammála, vissi hann að ég er vel meðvituð um stöðu kvenna og annarra hópa sem hafa þurft að berjast fyrir jöfnum rétti. Raunar hef ég bæði skrifað og talað mikið um það gegnum árin. Þar hef ég m.a. rifjað upp það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í fararbroddi í jafnréttismálum og öðrum mannréttindamálum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega verið burðarstoð við að skapa hér samfélag sem hefur jöfnustu tækifærin, með mesta kynjajafnréttið og mestu atvinnuþátttöku kvenna í heimi, svo eitthvað sé nefnt. Ef Bjarni vill kalla Sjálfstæðisflokkinn vók fyrir vikið þá missi ég ekki svefn yfir því. Enda reyni ég að vera umburðarlynd manneskja. Reyndar hófst jafnréttisbarátta kvenna ekki í byrjun síðustu aldar heldur mun fyrr. Og hún var heldur ekki borin upp af móðgunargjörnum vinstrimönnum, hvorki hér eða annars staðar. Ég hef líka tjáð mig ítrekað um upphrópanir og stimpla fólks sem telur sig boðbera samheldni og náungakærleika. Ég er þeirrar skoðunar að slík orðræða, þetta „við“ og „þau“ sé einmitt til þess fallin að skapa „sundrung og tortryggni“ og skautun í samfélaginu. Fyrir utan hvað mér þykir þetta yfirmáta leiðinleg orðræða. En ég ætla Bjarna ekki vondan ásetning, heldur tel ég einmitt að ásetningurinn sé líklegast góður. Og skora á hann að láta sig áfram samfélagið sitt varða eins og ég hef gert frá unga aldri. Þar gæti Bjarni e.t.v. byrjað á því að hlusta meira og reyna að skilja þá sem hann hefur fyrirfram flokkað sem svo að hann eigi „litla samleið með“. Það er mun líklegra til árangurs til að viðhalda hér opnu, frjálsu og umburðarlyndu samfélagi. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun