Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir og Halldór Guðmundsson skrifa 4. mars 2025 07:03 Háskóli Íslands gegnir svo mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi að það skiptir alla miklu máli hver velst þar til forystu, bæði þá sem starfa þar og nema og þá sem utan við hann standa. Við systkinin höfum haft löng og góð kynni af Birni Þorsteinssyni og viljum því nota tækifærið og gefa honum hin bestu meðmæli í starf rektors. Þegar við leggjum saman þekkjum við vel til starfa hans bæði innan og utan HÍ. Hann reyndist afskaplega hæfur við ritstjórn stórvirkja hjá bókaútgáfu Máls og menningar og var trúað fyrir efni þar sem reyndi á vandvirkni, þekkingu og sjálfstæð vinnubrögð og sömu eiginleika hefur hann sýnt við ritstjórn Lærdómsrita Bókmenntafélagsins sem eru einhver vönduðustu hugvísindarit sem hér eru gefin út. Í Háskóla Íslands hefur hann reynst traustur samstarfsmaður og iðulega unnið að verkefnum sem krefjast samvinnu, oft þvert á greinar. Hann hefur sýnt að hann hefur einstakt lag á að vinna með öðrum, sem er ákaflega góður kostur fyrir þann sem sækist eftir embætti rektors. Akademískt frelsi og gagnrýnin hugsun, sem nú eiga undir högg að sækja víða í veröldinni, hafa verið hans leiðarljós og hann hefur sýnt og sannað að hann er staðfastur prinsipmaður sem hægt er að treysta fyrir flóknum úrlausnarefnum. Björn hefur, auk Íslands, lifað, lært og starfað í þremur löndum og þar með lagt grunn að góðri þekkingu á alþjóðamálum sem skiptir miklu í þeim breytta heimi sem nú blasir við. Við vígslu Háskólans árið 1911 sagði fyrsti rektor hans, Björn M. Ólsen, að skólinn væri borgari í lýðveldi vísindanna og tengdi nemendur sína, og þar með samfélagið allt, við siðmenningu umheimsins. Þau orð eiga enn við. Nú reynir á samfélagslegt hlutverk HÍ, sem lýðræðisafls og þekkingarmiðstöðvar sem nýtur óskoraðs trausts, og forsenda þess er að akademískt frelsi og sjálfstæði hans sé virt. Það hefur sjaldan verið jafn brýnt fyrir skólann að hafa öflugan talsmann sem leggur áherslu á mikilvægi háskólamenntunar, vísinda og rannsókna í okkar samfélagi. Vísindaleg vinnubrögð og traust þekking er það sem við þurfum á að halda gegn því falsi og þeim blekkingum sem æ fleiri ráðamenn heimsins notast við. Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði. Halldór Guðmundsson er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Háskóli Íslands gegnir svo mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi að það skiptir alla miklu máli hver velst þar til forystu, bæði þá sem starfa þar og nema og þá sem utan við hann standa. Við systkinin höfum haft löng og góð kynni af Birni Þorsteinssyni og viljum því nota tækifærið og gefa honum hin bestu meðmæli í starf rektors. Þegar við leggjum saman þekkjum við vel til starfa hans bæði innan og utan HÍ. Hann reyndist afskaplega hæfur við ritstjórn stórvirkja hjá bókaútgáfu Máls og menningar og var trúað fyrir efni þar sem reyndi á vandvirkni, þekkingu og sjálfstæð vinnubrögð og sömu eiginleika hefur hann sýnt við ritstjórn Lærdómsrita Bókmenntafélagsins sem eru einhver vönduðustu hugvísindarit sem hér eru gefin út. Í Háskóla Íslands hefur hann reynst traustur samstarfsmaður og iðulega unnið að verkefnum sem krefjast samvinnu, oft þvert á greinar. Hann hefur sýnt að hann hefur einstakt lag á að vinna með öðrum, sem er ákaflega góður kostur fyrir þann sem sækist eftir embætti rektors. Akademískt frelsi og gagnrýnin hugsun, sem nú eiga undir högg að sækja víða í veröldinni, hafa verið hans leiðarljós og hann hefur sýnt og sannað að hann er staðfastur prinsipmaður sem hægt er að treysta fyrir flóknum úrlausnarefnum. Björn hefur, auk Íslands, lifað, lært og starfað í þremur löndum og þar með lagt grunn að góðri þekkingu á alþjóðamálum sem skiptir miklu í þeim breytta heimi sem nú blasir við. Við vígslu Háskólans árið 1911 sagði fyrsti rektor hans, Björn M. Ólsen, að skólinn væri borgari í lýðveldi vísindanna og tengdi nemendur sína, og þar með samfélagið allt, við siðmenningu umheimsins. Þau orð eiga enn við. Nú reynir á samfélagslegt hlutverk HÍ, sem lýðræðisafls og þekkingarmiðstöðvar sem nýtur óskoraðs trausts, og forsenda þess er að akademískt frelsi og sjálfstæði hans sé virt. Það hefur sjaldan verið jafn brýnt fyrir skólann að hafa öflugan talsmann sem leggur áherslu á mikilvægi háskólamenntunar, vísinda og rannsókna í okkar samfélagi. Vísindaleg vinnubrögð og traust þekking er það sem við þurfum á að halda gegn því falsi og þeim blekkingum sem æ fleiri ráðamenn heimsins notast við. Gunnþórunn Guðmundsdóttir er prófessor í almennri bókmenntafræði. Halldór Guðmundsson er rithöfundur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar