Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar 3. mars 2025 22:02 Nýlega var embætti rektors Háskóla Íslands auglýst laust til umsóknar. Í auglýsingunni kemur fram að rektor sé forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans. Hann er einnig talsmaður háskólans gagnvart mönnum og stofnunum bæði innan hans og utan. Rektor stýrir starfsemi háskólans, hefur frumkvæði að því að móta heildarstefnu fyrir háskólann og ber ábyrgð á framkvæmd hennar. Þá eru tengsl við innlenda og erlenda samstarfsaðila einnig undir hans ábyrgð, ásamt því að hafa eftirlit með ráðningum og fjármálum háskólans. Rektor er einnig ábyrgur fyrir gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær séu samþykktar af háskólaráði. Fram kemur í auglýsingu fyrir embættið að embættisgengir séu þeir einir sem hafa prófessorshæfi, leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun. Þegar ráða á stjórnanda er yfirleitt ansi flókið ferli sem fer af stað þar sem lagt er mat á hæfni einstaklingsins, menntun, fyrri reynslu o.s.frv. Ráðningarferlið í embætti rektors Háskóla Íslands er þó ólíkt því sem við þekkjum almennt þar sem það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hver sé hæfastur til að gegna þessari stöðu. Þegar umsækjendur um embættið eru skoðaðir verður fljótt ljóst að frambjóðendur eru hæfir og hafa ýmsa styrkleika í starfið. Hins vegar er Ingibjörg Gunnarsdóttir sá umsækjandi sem ber af. Hún hefur á ferli sínum sannað sig sem hæfur stjórnandi og vísindakona, og væri án efa valin í embættið ef ráðningarferlið væri hefðbundið. Ingibjörg hefur verið aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands og var forseti Heilbrigðisvísindasviðs tímabundið frá mars til júní 2024. Hún hefur gegnt fjölmörgum mikilvægi hlutverkum innan háskólans, þar á meðal sem formaður Vísindanefndar háskólaráðs, formaður framgangs- og fastráðningarnefndar HÍ, formaður stjórnar Matskerfis opinberra háskóla og setið í stefnu- og gæðaráði HÍ. Hún var forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, yfirnæringarfræðingur og síðar deildarstjóri á Næringarstofu Landspítala. Ingibjörg er ekki aðeins hæfur stjórnandi heldur einnig framúrskarandi vísindakona (H-index 28). Hún hefur með áralangri reynslu á sviði vísinda unnið að mörgum fjölbreyttum verkefnum og hefur styrkt og mótað marga nemendur í meistara- og doktorsnámi. Persónulega hef ég fengið að kynnast Ingibjörgu sem leiðbeinanda í mínu meistara- og doktorsnámi og sem yfirmanni og get staðfest að hún er einstaklega fær og hvetjandi. Hún veitir stuðning og þekkingu sem stuðlar að góðum árangri og skapaði mér persónulega dýrmætar ráðleggingar sem hafa verið ómetanlegar fyrir mína starfsþróun. Ingibjörg hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands. Hún veit að árangur menntastofnana byggir ekki bara á vísindum heldur einnig á því að skapa umhverfi sem hvetur til nýsköpunar, samstarfs og þekkingaröflunar. Ingibjörg Gunnarsdóttir er hæfasti umsækjandinn fyrir embætti rektors Háskóla Íslands. Hún hefur þegar sannað sig sem frábær leiðtogi bæði í vísindum og í daglegu starfi við háskólann. Það væri mikill ávinningur fyrir Háskóla Íslands að fá Ingibjörgu í þetta mikilvæga embætti https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er lektor við Háskóla Íslands og deildarstjóri á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nýlega var embætti rektors Háskóla Íslands auglýst laust til umsóknar. Í auglýsingunni kemur fram að rektor sé forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans. Hann er einnig talsmaður háskólans gagnvart mönnum og stofnunum bæði innan hans og utan. Rektor stýrir starfsemi háskólans, hefur frumkvæði að því að móta heildarstefnu fyrir háskólann og ber ábyrgð á framkvæmd hennar. Þá eru tengsl við innlenda og erlenda samstarfsaðila einnig undir hans ábyrgð, ásamt því að hafa eftirlit með ráðningum og fjármálum háskólans. Rektor er einnig ábyrgur fyrir gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær séu samþykktar af háskólaráði. Fram kemur í auglýsingu fyrir embættið að embættisgengir séu þeir einir sem hafa prófessorshæfi, leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun. Þegar ráða á stjórnanda er yfirleitt ansi flókið ferli sem fer af stað þar sem lagt er mat á hæfni einstaklingsins, menntun, fyrri reynslu o.s.frv. Ráðningarferlið í embætti rektors Háskóla Íslands er þó ólíkt því sem við þekkjum almennt þar sem það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hver sé hæfastur til að gegna þessari stöðu. Þegar umsækjendur um embættið eru skoðaðir verður fljótt ljóst að frambjóðendur eru hæfir og hafa ýmsa styrkleika í starfið. Hins vegar er Ingibjörg Gunnarsdóttir sá umsækjandi sem ber af. Hún hefur á ferli sínum sannað sig sem hæfur stjórnandi og vísindakona, og væri án efa valin í embættið ef ráðningarferlið væri hefðbundið. Ingibjörg hefur verið aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands og var forseti Heilbrigðisvísindasviðs tímabundið frá mars til júní 2024. Hún hefur gegnt fjölmörgum mikilvægi hlutverkum innan háskólans, þar á meðal sem formaður Vísindanefndar háskólaráðs, formaður framgangs- og fastráðningarnefndar HÍ, formaður stjórnar Matskerfis opinberra háskóla og setið í stefnu- og gæðaráði HÍ. Hún var forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, yfirnæringarfræðingur og síðar deildarstjóri á Næringarstofu Landspítala. Ingibjörg er ekki aðeins hæfur stjórnandi heldur einnig framúrskarandi vísindakona (H-index 28). Hún hefur með áralangri reynslu á sviði vísinda unnið að mörgum fjölbreyttum verkefnum og hefur styrkt og mótað marga nemendur í meistara- og doktorsnámi. Persónulega hef ég fengið að kynnast Ingibjörgu sem leiðbeinanda í mínu meistara- og doktorsnámi og sem yfirmanni og get staðfest að hún er einstaklega fær og hvetjandi. Hún veitir stuðning og þekkingu sem stuðlar að góðum árangri og skapaði mér persónulega dýrmætar ráðleggingar sem hafa verið ómetanlegar fyrir mína starfsþróun. Ingibjörg hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands. Hún veit að árangur menntastofnana byggir ekki bara á vísindum heldur einnig á því að skapa umhverfi sem hvetur til nýsköpunar, samstarfs og þekkingaröflunar. Ingibjörg Gunnarsdóttir er hæfasti umsækjandinn fyrir embætti rektors Háskóla Íslands. Hún hefur þegar sannað sig sem frábær leiðtogi bæði í vísindum og í daglegu starfi við háskólann. Það væri mikill ávinningur fyrir Háskóla Íslands að fá Ingibjörgu í þetta mikilvæga embætti https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er lektor við Háskóla Íslands og deildarstjóri á Landspítala.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar