Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar 3. mars 2025 22:02 Nýlega var embætti rektors Háskóla Íslands auglýst laust til umsóknar. Í auglýsingunni kemur fram að rektor sé forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans. Hann er einnig talsmaður háskólans gagnvart mönnum og stofnunum bæði innan hans og utan. Rektor stýrir starfsemi háskólans, hefur frumkvæði að því að móta heildarstefnu fyrir háskólann og ber ábyrgð á framkvæmd hennar. Þá eru tengsl við innlenda og erlenda samstarfsaðila einnig undir hans ábyrgð, ásamt því að hafa eftirlit með ráðningum og fjármálum háskólans. Rektor er einnig ábyrgur fyrir gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær séu samþykktar af háskólaráði. Fram kemur í auglýsingu fyrir embættið að embættisgengir séu þeir einir sem hafa prófessorshæfi, leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun. Þegar ráða á stjórnanda er yfirleitt ansi flókið ferli sem fer af stað þar sem lagt er mat á hæfni einstaklingsins, menntun, fyrri reynslu o.s.frv. Ráðningarferlið í embætti rektors Háskóla Íslands er þó ólíkt því sem við þekkjum almennt þar sem það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hver sé hæfastur til að gegna þessari stöðu. Þegar umsækjendur um embættið eru skoðaðir verður fljótt ljóst að frambjóðendur eru hæfir og hafa ýmsa styrkleika í starfið. Hins vegar er Ingibjörg Gunnarsdóttir sá umsækjandi sem ber af. Hún hefur á ferli sínum sannað sig sem hæfur stjórnandi og vísindakona, og væri án efa valin í embættið ef ráðningarferlið væri hefðbundið. Ingibjörg hefur verið aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands og var forseti Heilbrigðisvísindasviðs tímabundið frá mars til júní 2024. Hún hefur gegnt fjölmörgum mikilvægi hlutverkum innan háskólans, þar á meðal sem formaður Vísindanefndar háskólaráðs, formaður framgangs- og fastráðningarnefndar HÍ, formaður stjórnar Matskerfis opinberra háskóla og setið í stefnu- og gæðaráði HÍ. Hún var forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, yfirnæringarfræðingur og síðar deildarstjóri á Næringarstofu Landspítala. Ingibjörg er ekki aðeins hæfur stjórnandi heldur einnig framúrskarandi vísindakona (H-index 28). Hún hefur með áralangri reynslu á sviði vísinda unnið að mörgum fjölbreyttum verkefnum og hefur styrkt og mótað marga nemendur í meistara- og doktorsnámi. Persónulega hef ég fengið að kynnast Ingibjörgu sem leiðbeinanda í mínu meistara- og doktorsnámi og sem yfirmanni og get staðfest að hún er einstaklega fær og hvetjandi. Hún veitir stuðning og þekkingu sem stuðlar að góðum árangri og skapaði mér persónulega dýrmætar ráðleggingar sem hafa verið ómetanlegar fyrir mína starfsþróun. Ingibjörg hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands. Hún veit að árangur menntastofnana byggir ekki bara á vísindum heldur einnig á því að skapa umhverfi sem hvetur til nýsköpunar, samstarfs og þekkingaröflunar. Ingibjörg Gunnarsdóttir er hæfasti umsækjandinn fyrir embætti rektors Háskóla Íslands. Hún hefur þegar sannað sig sem frábær leiðtogi bæði í vísindum og í daglegu starfi við háskólann. Það væri mikill ávinningur fyrir Háskóla Íslands að fá Ingibjörgu í þetta mikilvæga embætti https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er lektor við Háskóla Íslands og deildarstjóri á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var embætti rektors Háskóla Íslands auglýst laust til umsóknar. Í auglýsingunni kemur fram að rektor sé forseti háskólaráðs, yfirmaður stjórnsýslu háskólans og æðsti fulltrúi hans. Hann er einnig talsmaður háskólans gagnvart mönnum og stofnunum bæði innan hans og utan. Rektor stýrir starfsemi háskólans, hefur frumkvæði að því að móta heildarstefnu fyrir háskólann og ber ábyrgð á framkvæmd hennar. Þá eru tengsl við innlenda og erlenda samstarfsaðila einnig undir hans ábyrgð, ásamt því að hafa eftirlit með ráðningum og fjármálum háskólans. Rektor er einnig ábyrgur fyrir gerð starfs- og rekstraráætlana og að þær séu samþykktar af háskólaráði. Fram kemur í auglýsingu fyrir embættið að embættisgengir séu þeir einir sem hafa prófessorshæfi, leiðtogahæfileika og skýra og metnaðarfulla framtíðarsýn fyrir háskólann, ríka samskiptahæfni og víðtæka reynslu af stjórnun og stefnumótun. Þegar ráða á stjórnanda er yfirleitt ansi flókið ferli sem fer af stað þar sem lagt er mat á hæfni einstaklingsins, menntun, fyrri reynslu o.s.frv. Ráðningarferlið í embætti rektors Háskóla Íslands er þó ólíkt því sem við þekkjum almennt þar sem það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hver sé hæfastur til að gegna þessari stöðu. Þegar umsækjendur um embættið eru skoðaðir verður fljótt ljóst að frambjóðendur eru hæfir og hafa ýmsa styrkleika í starfið. Hins vegar er Ingibjörg Gunnarsdóttir sá umsækjandi sem ber af. Hún hefur á ferli sínum sannað sig sem hæfur stjórnandi og vísindakona, og væri án efa valin í embættið ef ráðningarferlið væri hefðbundið. Ingibjörg hefur verið aðstoðarrektor vísinda við Háskóla Íslands og var forseti Heilbrigðisvísindasviðs tímabundið frá mars til júní 2024. Hún hefur gegnt fjölmörgum mikilvægi hlutverkum innan háskólans, þar á meðal sem formaður Vísindanefndar háskólaráðs, formaður framgangs- og fastráðningarnefndar HÍ, formaður stjórnar Matskerfis opinberra háskóla og setið í stefnu- og gæðaráði HÍ. Hún var forstöðumaður Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala, yfirnæringarfræðingur og síðar deildarstjóri á Næringarstofu Landspítala. Ingibjörg er ekki aðeins hæfur stjórnandi heldur einnig framúrskarandi vísindakona (H-index 28). Hún hefur með áralangri reynslu á sviði vísinda unnið að mörgum fjölbreyttum verkefnum og hefur styrkt og mótað marga nemendur í meistara- og doktorsnámi. Persónulega hef ég fengið að kynnast Ingibjörgu sem leiðbeinanda í mínu meistara- og doktorsnámi og sem yfirmanni og get staðfest að hún er einstaklega fær og hvetjandi. Hún veitir stuðning og þekkingu sem stuðlar að góðum árangri og skapaði mér persónulega dýrmætar ráðleggingar sem hafa verið ómetanlegar fyrir mína starfsþróun. Ingibjörg hefur skýra framtíðarsýn fyrir Háskóla Íslands. Hún veit að árangur menntastofnana byggir ekki bara á vísindum heldur einnig á því að skapa umhverfi sem hvetur til nýsköpunar, samstarfs og þekkingaröflunar. Ingibjörg Gunnarsdóttir er hæfasti umsækjandinn fyrir embætti rektors Háskóla Íslands. Hún hefur þegar sannað sig sem frábær leiðtogi bæði í vísindum og í daglegu starfi við háskólann. Það væri mikill ávinningur fyrir Háskóla Íslands að fá Ingibjörgu í þetta mikilvæga embætti https://ingibjorg.hi.is/ Höfundur er lektor við Háskóla Íslands og deildarstjóri á Landspítala.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar