Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir og Ingólfur Bender skrifa 3. mars 2025 10:45 Í nýrri innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga er lagt mat á viðhaldsþörf á stórum hluta þeirra innviða sem við treystum á í daglegu lífi. Niðurstöðurnar eru sláandi: uppsöfnuð viðhaldsskuld innviða á Íslandi er nú komin upp í 680 milljarða króna. Það sem meira er, lítið hefur gengið að vinna á skuldinni þrátt fyrir fjölda viðvarana undanfarin ár. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri skýrslu sem gefin var út fyrir fjórum árum. Langstærsti hluti þessarar skuldar tengist vegakerfinu, en þar er áætlað að viðhaldsskuldin sé á bilinu 265–290 milljarðar króna. Það þarf því ekki að koma á óvart að samgöngumálin brenni á fólki um allt land; almenningi, stjórnendum fyrirtækja og sveitarstjórnarfólki, enda er ástand vegakerfisins víða ófullnægjandi. Það er mat höfunda innviðaskýrslunnar að ónóg fjárfesting og viðhald á undanförnum árum hafi leitt til versnandi ástands samgönguinnviða. Skuldasöfnun sem bitnar á komandi kynslóðum Viðhaldsskuldin er í raun form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera. Með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi eru ríki og sveitarfélög að velta kostnaðinum yfir á komandi kynslóðir. Afleiðingarnar eru ekki aðeins fjárhagslegar heldur hefur þetta líka áhrif á öryggi vegfarenda og lífsgæði almennings. Afleiðingar þess að sinna viðhaldi ekki eru mjög alvarlegar og kostnaðarsamar. Því lengur sem viðhaldi er slegið á frest, því meiri verður kostnaðurinn þegar loks er ráðist í aðgerðir. Vegir sem ekki fá reglulegt viðhald ganga hraðar úr sér og þurfa dýrari lagfæringar síðar meir. Á meðan uppfyllir vegakerfið ekki lágmarkskröfur, hamlar atvinnulífi, eykur slysahættu og minnkar möguleika fólks til að búa og starfa í dreifðari byggðum. Fagnaðarefni að innviðaráðherra vilji bregðast við Samtök iðnaðarins hafa undanfarið átt fundi með öllum landshlutasamtökum sveitarfélaga. Á þeim fundum hefur komið skýrt fram að samgöngumálin eru eitt helsta áhyggjuefni sveitarstjórna. Á mörgum svæðum landsins er ástand vegakerfisins þannig að það ógnar jafnvel öryggi og velferð samfélaganna. Í því ljósi er það mikið fagnaðarefni að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, skuli hafa lýst því yfir í fréttum Ríkisútvarpsins nýlega að hann hyggist óska eftir auknu fjármagni til viðhalds á vegakerfinu. Hann lagði áherslu á að Vegagerðin þurfi meira fjármagn strax í sumar svo hægt sé að hefjast handa við nauðsynlegar lagfæringar. Ráðherra hefur þegar sent erindi á fjármálaráðherra og ætlar að taka málið upp í ríkisstjórn. Þessi áhersla ráðherra er bæði skynsamleg og tímabær. Ljóst er að núverandi staða samgönguinnviða kallar á tafarlausar aðgerðir og það er mikilvægt að stjórnvöld sýni í verki að þau ætli að bregðast við þessari þróun. Verktakar eru tilbúnir Á meðal þeirra sem kunna að hafa efasemdir um slíka fjárfestingu má heyra raddir sem segja að ekki sé hægt að bæta við fleiri verkefnum í sumar. Það er hins vegar rangt. Íslenskir verktakar hafa fulla burði til að taka að sér aukin verkefni og munu standa klárir ef fjármögnun verður tryggð. Við getum því ekki látið slíkar röksemdir tefja bráðnauðsynlegar aðgerðir. Nú er tíminn til að bregðast við og það er í höndum stjórnvalda að tryggja að fjármagnið skili sér til Vegagerðarinnar. Við fögnum því að innviðaráðherra hyggist sækja aukið fjármagn til vegaviðhalds og skorum á ríkisstjórnina að fylgja þeim áherslum eftir. Skilaboðin frá sveitarfélögum, atvinnulífi og almenningi eru skýr: Það er ekki hægt að bíða lengur. Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Ingólfur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Byggingariðnaður Ingólfur Bender Mest lesið Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri innviðaskýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga er lagt mat á viðhaldsþörf á stórum hluta þeirra innviða sem við treystum á í daglegu lífi. Niðurstöðurnar eru sláandi: uppsöfnuð viðhaldsskuld innviða á Íslandi er nú komin upp í 680 milljarða króna. Það sem meira er, lítið hefur gengið að vinna á skuldinni þrátt fyrir fjölda viðvarana undanfarin ár. Til samanburðar mældist innviðaskuldin 420 milljarðar króna í sambærilegri skýrslu sem gefin var út fyrir fjórum árum. Langstærsti hluti þessarar skuldar tengist vegakerfinu, en þar er áætlað að viðhaldsskuldin sé á bilinu 265–290 milljarðar króna. Það þarf því ekki að koma á óvart að samgöngumálin brenni á fólki um allt land; almenningi, stjórnendum fyrirtækja og sveitarstjórnarfólki, enda er ástand vegakerfisins víða ófullnægjandi. Það er mat höfunda innviðaskýrslunnar að ónóg fjárfesting og viðhald á undanförnum árum hafi leitt til versnandi ástands samgönguinnviða. Skuldasöfnun sem bitnar á komandi kynslóðum Viðhaldsskuldin er í raun form skuldasöfnunar af hálfu hins opinbera. Með því að fresta nauðsynlegu viðhaldi eru ríki og sveitarfélög að velta kostnaðinum yfir á komandi kynslóðir. Afleiðingarnar eru ekki aðeins fjárhagslegar heldur hefur þetta líka áhrif á öryggi vegfarenda og lífsgæði almennings. Afleiðingar þess að sinna viðhaldi ekki eru mjög alvarlegar og kostnaðarsamar. Því lengur sem viðhaldi er slegið á frest, því meiri verður kostnaðurinn þegar loks er ráðist í aðgerðir. Vegir sem ekki fá reglulegt viðhald ganga hraðar úr sér og þurfa dýrari lagfæringar síðar meir. Á meðan uppfyllir vegakerfið ekki lágmarkskröfur, hamlar atvinnulífi, eykur slysahættu og minnkar möguleika fólks til að búa og starfa í dreifðari byggðum. Fagnaðarefni að innviðaráðherra vilji bregðast við Samtök iðnaðarins hafa undanfarið átt fundi með öllum landshlutasamtökum sveitarfélaga. Á þeim fundum hefur komið skýrt fram að samgöngumálin eru eitt helsta áhyggjuefni sveitarstjórna. Á mörgum svæðum landsins er ástand vegakerfisins þannig að það ógnar jafnvel öryggi og velferð samfélaganna. Í því ljósi er það mikið fagnaðarefni að Eyjólfur Ármannsson, innviðaráðherra, skuli hafa lýst því yfir í fréttum Ríkisútvarpsins nýlega að hann hyggist óska eftir auknu fjármagni til viðhalds á vegakerfinu. Hann lagði áherslu á að Vegagerðin þurfi meira fjármagn strax í sumar svo hægt sé að hefjast handa við nauðsynlegar lagfæringar. Ráðherra hefur þegar sent erindi á fjármálaráðherra og ætlar að taka málið upp í ríkisstjórn. Þessi áhersla ráðherra er bæði skynsamleg og tímabær. Ljóst er að núverandi staða samgönguinnviða kallar á tafarlausar aðgerðir og það er mikilvægt að stjórnvöld sýni í verki að þau ætli að bregðast við þessari þróun. Verktakar eru tilbúnir Á meðal þeirra sem kunna að hafa efasemdir um slíka fjárfestingu má heyra raddir sem segja að ekki sé hægt að bæta við fleiri verkefnum í sumar. Það er hins vegar rangt. Íslenskir verktakar hafa fulla burði til að taka að sér aukin verkefni og munu standa klárir ef fjármögnun verður tryggð. Við getum því ekki látið slíkar röksemdir tefja bráðnauðsynlegar aðgerðir. Nú er tíminn til að bregðast við og það er í höndum stjórnvalda að tryggja að fjármagnið skili sér til Vegagerðarinnar. Við fögnum því að innviðaráðherra hyggist sækja aukið fjármagn til vegaviðhalds og skorum á ríkisstjórnina að fylgja þeim áherslum eftir. Skilaboðin frá sveitarfélögum, atvinnulífi og almenningi eru skýr: Það er ekki hægt að bíða lengur. Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins og Ingólfur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir Skoðun