Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar 3. mars 2025 10:17 „Engin hefur nógu gott minni til að ná árangri í lygum.“ H.L. Mencken Alma Möller núverandi heilbrigðisráðherra var gestur í Morgunvaktinni hjá RÚV 26. feb 2025 og fór um víðan völl um lögmæti frjálsra viðskipta með áfengi og vitnaði til skýrslu WHO sem hlaðin er staðreyndavillum og hálfsannleik. Þeir sem vilja hlusta á orðræðu heilbrigðisráðherrans geta smellt hér en eftirfarandi eru helstu atriði: Alma: Þessi skýrsla, .... þarna er búið að gera skýrslu og rannsaka þetta....... þarna er búið að draga það fram að áfengisdrykkja er minni í þessum löndum (Norðurlöndum) nema Danmörku....... minni vanheilsa og dauðsföll vegna drykkju ....búið að draga saman gögn og dæmi frá mörgum stöðum í norður ameríku og evrópu það sýnir sig að þegar að áfengissala er einkavædd, eykst sala Bandaríkin og Kanada eru nefnd í tveimur málsgreinum í þessari skýrslu fyrir að þar í landi hafi menn ályktað að sala sé meiri í einkareknum vínbúðum heldur en í opinberum. Engin gögn, engin tölfræði engar tilvitnanir. Hvernig ætti annars að mæla breytingu á áfengissölu í USA þar sem engin tollafgreiðsla er milli fylkja eða í Kanada þar sem opinberar og einkareknar verslanir eru reknar í einu og sama fylkinu? Í hvaða vestræna hagkerfi hefur einokunarverslun verið aflögð og hægt að mæla breytingu á neyslu? Í Danmörku er áfengiskaupaaldur 18 ár og margir Svíar og Norðmenn versla þar af því að gjöld eru lægri sem eykur sölu í Danmörku en ekki endilega neyslu. Bókstaflega allt sem kemur fram í upphafiu þáttarins frá Ölmu er annað hvort hálfsannleikur eða hrein lygi. Eins langt og tölfræði nær virðist hinsvegar áfengisneysla minnka mun hraðar í löndum þar sem viðskiptafrelsi er við lýði heldur en þar sem einokunarverslanir eru til staðar. Um þá staðreynd talar engin lýðheilsufræðingur af því að það hentar ekki málstað þeirra um mikilvægi miðstýrðrar hjarðstefnu, þar sem þeir eru fjárhirðarnir en fólk ekkert annað en sauðir sem krefjast smölunar. Alma: þarna er búið að safna þessu saman og svart á hvítu .... þjóðir eru að leita leiða til að draga úr neyslu áfengis og þar með skaðlegum áhrifum og þarna er áfengiseinkasala ríkisins mikilvægt stýritæki, mikilvægt að ekki hafa frjálst aðgengi, hátt verð og leyfa ekki auglýsingar, þetta er óumdeilt En er það þá kannski líka óumdeilt að samkvæmt síðustu tölum frá Hagstofu Íslands dróst áfengisneysla Íslendinga saman um 19% ef leiðrétt er fyrir fjölgun ferðamanna (þ.e. gert ráð fyrir að þeir drekki jafn mikið og Íslendingar/fjöldi*dvalartími). Áfengisneysla er að dragast saman þrátt fyrir lýðheilsuvísindi og templarareglur en ekki vegna þeirra. Fátt skiptir meira máli í því sambandi en tölvuleikir og íþróttastarf. Alma: Mjög gott dæmi frá Finnlandi þega bjórsala var leyfð í Finnlandi í matvöruverslunum jókst salan um 120% OK og við þetta þarf semsagt engu við að bæta eins og að áfengiskaupaaldur var lækkaður úr 21 í 20 fyrir sterk vín og niður í 18 ár fyrir bjór og mikil fjölgun í vínveitingaleyfum til veitingahúsa (sem hafði verið mjög takmörkuð)? Engin ástæða að nefna að sala á öðru áfengi hafi etv minnkað líka og að þetta var 1968 og tölfræðin kannski ekki alveg nákvæm? Minnir óneytanlega á þá tölfræði að þegar að bjór var leyfður á Íslandi fór neyslan úr engu því engum bjór hafði verið smyglað til landsins auk þess sem bjórsalan í leifsstöð (ferðamanna tollurinn) var og er ekki enn meðtalinn í áfengisneyslu þjóðarinnar (talandi um að berja gögn til hlýðni). Spyrill: Fulltrúar frá netsölu hafa sagt að hægt sé einhvern vegin að hátta málum þannig að yngri einstaklingar geti ekki verslað, er tekið á því í þessari skýrslu? Alma: Já það er bara dregið fram að ríkiseinkasala takmarki fjölda útsölustaða, passar upp á aldurstakmörk, engin tilboð og engar auglýsingar og ekkert gert til að hvetja þig til að kaupa meira eins og að hafa tónlist í búðum eða eitthvað slíkt .... auglýsingar og tilboð ódýrari vara... frábær þjónusta í vínbúðunum (ÁTVR) hægt að fá ráð og fyrirkomulagið gott........þegar þetta er komið í einkasölu þá fara hagnaðarsjónarmið að gilda og opnunartíminn er langur og þar koma auglýsingar og tilboð og oft ódýrari vara sem er hvetjandi fyrir þá sem eru illa staddir Alma hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum en ekki staðreyndum: ÁTVR rekur þéttasta net áfengisverslana miðað við höfðatölu í nokkru landi og það 2-3 falt á við hin Norðurlöndin ÁTVR er eini aðilinn hér á landi sem rannsakar sleifarlag stofnunarinnar sjálfrar en mistök í skilríkjaeftirlit eru 10%-20% samanborið við 100% eftirlit hjá þeim sem nota rafræn skilríki Markaðs og sölukostnaður ÁTVR er margfaldur á við allra annara vínsala samanlagt. ,,Ríkið” breytti nafninu á sér í ,,vínbúðin” og auglýsir það um allar koppagrundir en bannar svo öðrum að auglýsa ,,vín” eða ,,vínbúðir” Beinlínis er búið að dæma ,,hagnaðarsjónarmið” ÁTVR ólögleg í hæstarétti. Ef ekkert hagnaðarsjónarmið er til staðar virðist hæstiréttur og lögmaður ÁTVR hafa misskilið þá staðreynd illilega. ÁTVR er með opið til 18 á laugardögum og til 20 á föstudögum. Spyrill: Hverju eigum við von á þegar kemur að netsölunni frá þessari ríkisstjórn? Það er auðvitað ekki gott að þessi sala fari fram í einhverri lögleysu.....flestir telja þetta ólöglegt ….en þessi ríkisstjórn lætur sér velferð barna varða en aukin neysla bitnar á börnum, sýnir sig líka að þegar það er meira aðgengi, drekka foreldrar mera….. En Alma skoðar auðvitað engin gögn og sendir engin gögn til kórfélaganna hjá WHO. Samkvæmt síðustu tölum hagstofunnar (fyrir 2023) kemur fram að samfara gríðarlega auknu aðgengi dróst áfengisneysla Íslendinga saman um 19%! Nú vitum við alveg hvað sagt hefði verið ef tölfræðin hefði verið í hina áttina en úr því gögnin henta ekki þá eru þau ekki nefnd. Varðandi ávirðingar svæfingalæknisins Ölmu um lögmæti verslunar hér á landi þá má nefna að fyrir liggur yfirlýsing frá forstjóra ÁTVR um að ,,einkaleyfi ÁTVR” sé ekki lengur til staðar. Slík yfirlýsing skiptir Ölmu auðvitað engu máli en yfirgripsmikil vanþekking hennar á lögfræði er líklega á pari við dómgreindarleisi hennar á öðrum sviðum í hennar fyrra starfi. Alma: „Og það er annað með þessa einkasölu ríkisins að hagnaðurinn sem að ég held að hafi verið 33 milljarðar árið 23 eða 4, hann hrekkur þó allavega upp í þennan samfélagslega kostnað og mér findist því glapræði ef ríkið gæfi það frá sér.” Nú hef ég áður leiðrétt Ölmu fyrir að vísvitandi víxla áfengisgjaldi og hagnaði ÁTVR. Alma veit fullvel að áfengisgjald er innheimt í tolli og hefur ekkert með ÁTVR að gera en engu að síður kýs hún að ljúga enda helgar tilgangurinn meðalið hjá lækninum. Sannleikurinn er sá að tap er á verslunar hluta ÁTVR sem er niðurgreitt með tóbaks heildsölu (já ÁTVR sér um heildsölu fyrir tóbaks heildsala - engin veit af hverju) Þannig myndi hið opinbera (og auðvitað íslenskt samfélag allt) hagnast meira á að leggja niður einokunarverslunina heldur en að reka hana. Það sem svo einkennir málflutning þeirra sem kenna sig við lýðheilsu er að slíkir virðast hafa lært hvað þeir eigi að hugsa en ekki hvernig eigi að hugsa. Höfundur er eigandi Sante. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Netverslun með áfengi Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
„Engin hefur nógu gott minni til að ná árangri í lygum.“ H.L. Mencken Alma Möller núverandi heilbrigðisráðherra var gestur í Morgunvaktinni hjá RÚV 26. feb 2025 og fór um víðan völl um lögmæti frjálsra viðskipta með áfengi og vitnaði til skýrslu WHO sem hlaðin er staðreyndavillum og hálfsannleik. Þeir sem vilja hlusta á orðræðu heilbrigðisráðherrans geta smellt hér en eftirfarandi eru helstu atriði: Alma: Þessi skýrsla, .... þarna er búið að gera skýrslu og rannsaka þetta....... þarna er búið að draga það fram að áfengisdrykkja er minni í þessum löndum (Norðurlöndum) nema Danmörku....... minni vanheilsa og dauðsföll vegna drykkju ....búið að draga saman gögn og dæmi frá mörgum stöðum í norður ameríku og evrópu það sýnir sig að þegar að áfengissala er einkavædd, eykst sala Bandaríkin og Kanada eru nefnd í tveimur málsgreinum í þessari skýrslu fyrir að þar í landi hafi menn ályktað að sala sé meiri í einkareknum vínbúðum heldur en í opinberum. Engin gögn, engin tölfræði engar tilvitnanir. Hvernig ætti annars að mæla breytingu á áfengissölu í USA þar sem engin tollafgreiðsla er milli fylkja eða í Kanada þar sem opinberar og einkareknar verslanir eru reknar í einu og sama fylkinu? Í hvaða vestræna hagkerfi hefur einokunarverslun verið aflögð og hægt að mæla breytingu á neyslu? Í Danmörku er áfengiskaupaaldur 18 ár og margir Svíar og Norðmenn versla þar af því að gjöld eru lægri sem eykur sölu í Danmörku en ekki endilega neyslu. Bókstaflega allt sem kemur fram í upphafiu þáttarins frá Ölmu er annað hvort hálfsannleikur eða hrein lygi. Eins langt og tölfræði nær virðist hinsvegar áfengisneysla minnka mun hraðar í löndum þar sem viðskiptafrelsi er við lýði heldur en þar sem einokunarverslanir eru til staðar. Um þá staðreynd talar engin lýðheilsufræðingur af því að það hentar ekki málstað þeirra um mikilvægi miðstýrðrar hjarðstefnu, þar sem þeir eru fjárhirðarnir en fólk ekkert annað en sauðir sem krefjast smölunar. Alma: þarna er búið að safna þessu saman og svart á hvítu .... þjóðir eru að leita leiða til að draga úr neyslu áfengis og þar með skaðlegum áhrifum og þarna er áfengiseinkasala ríkisins mikilvægt stýritæki, mikilvægt að ekki hafa frjálst aðgengi, hátt verð og leyfa ekki auglýsingar, þetta er óumdeilt En er það þá kannski líka óumdeilt að samkvæmt síðustu tölum frá Hagstofu Íslands dróst áfengisneysla Íslendinga saman um 19% ef leiðrétt er fyrir fjölgun ferðamanna (þ.e. gert ráð fyrir að þeir drekki jafn mikið og Íslendingar/fjöldi*dvalartími). Áfengisneysla er að dragast saman þrátt fyrir lýðheilsuvísindi og templarareglur en ekki vegna þeirra. Fátt skiptir meira máli í því sambandi en tölvuleikir og íþróttastarf. Alma: Mjög gott dæmi frá Finnlandi þega bjórsala var leyfð í Finnlandi í matvöruverslunum jókst salan um 120% OK og við þetta þarf semsagt engu við að bæta eins og að áfengiskaupaaldur var lækkaður úr 21 í 20 fyrir sterk vín og niður í 18 ár fyrir bjór og mikil fjölgun í vínveitingaleyfum til veitingahúsa (sem hafði verið mjög takmörkuð)? Engin ástæða að nefna að sala á öðru áfengi hafi etv minnkað líka og að þetta var 1968 og tölfræðin kannski ekki alveg nákvæm? Minnir óneytanlega á þá tölfræði að þegar að bjór var leyfður á Íslandi fór neyslan úr engu því engum bjór hafði verið smyglað til landsins auk þess sem bjórsalan í leifsstöð (ferðamanna tollurinn) var og er ekki enn meðtalinn í áfengisneyslu þjóðarinnar (talandi um að berja gögn til hlýðni). Spyrill: Fulltrúar frá netsölu hafa sagt að hægt sé einhvern vegin að hátta málum þannig að yngri einstaklingar geti ekki verslað, er tekið á því í þessari skýrslu? Alma: Já það er bara dregið fram að ríkiseinkasala takmarki fjölda útsölustaða, passar upp á aldurstakmörk, engin tilboð og engar auglýsingar og ekkert gert til að hvetja þig til að kaupa meira eins og að hafa tónlist í búðum eða eitthvað slíkt .... auglýsingar og tilboð ódýrari vara... frábær þjónusta í vínbúðunum (ÁTVR) hægt að fá ráð og fyrirkomulagið gott........þegar þetta er komið í einkasölu þá fara hagnaðarsjónarmið að gilda og opnunartíminn er langur og þar koma auglýsingar og tilboð og oft ódýrari vara sem er hvetjandi fyrir þá sem eru illa staddir Alma hefur auðvitað rétt á sínum skoðunum en ekki staðreyndum: ÁTVR rekur þéttasta net áfengisverslana miðað við höfðatölu í nokkru landi og það 2-3 falt á við hin Norðurlöndin ÁTVR er eini aðilinn hér á landi sem rannsakar sleifarlag stofnunarinnar sjálfrar en mistök í skilríkjaeftirlit eru 10%-20% samanborið við 100% eftirlit hjá þeim sem nota rafræn skilríki Markaðs og sölukostnaður ÁTVR er margfaldur á við allra annara vínsala samanlagt. ,,Ríkið” breytti nafninu á sér í ,,vínbúðin” og auglýsir það um allar koppagrundir en bannar svo öðrum að auglýsa ,,vín” eða ,,vínbúðir” Beinlínis er búið að dæma ,,hagnaðarsjónarmið” ÁTVR ólögleg í hæstarétti. Ef ekkert hagnaðarsjónarmið er til staðar virðist hæstiréttur og lögmaður ÁTVR hafa misskilið þá staðreynd illilega. ÁTVR er með opið til 18 á laugardögum og til 20 á föstudögum. Spyrill: Hverju eigum við von á þegar kemur að netsölunni frá þessari ríkisstjórn? Það er auðvitað ekki gott að þessi sala fari fram í einhverri lögleysu.....flestir telja þetta ólöglegt ….en þessi ríkisstjórn lætur sér velferð barna varða en aukin neysla bitnar á börnum, sýnir sig líka að þegar það er meira aðgengi, drekka foreldrar mera….. En Alma skoðar auðvitað engin gögn og sendir engin gögn til kórfélaganna hjá WHO. Samkvæmt síðustu tölum hagstofunnar (fyrir 2023) kemur fram að samfara gríðarlega auknu aðgengi dróst áfengisneysla Íslendinga saman um 19%! Nú vitum við alveg hvað sagt hefði verið ef tölfræðin hefði verið í hina áttina en úr því gögnin henta ekki þá eru þau ekki nefnd. Varðandi ávirðingar svæfingalæknisins Ölmu um lögmæti verslunar hér á landi þá má nefna að fyrir liggur yfirlýsing frá forstjóra ÁTVR um að ,,einkaleyfi ÁTVR” sé ekki lengur til staðar. Slík yfirlýsing skiptir Ölmu auðvitað engu máli en yfirgripsmikil vanþekking hennar á lögfræði er líklega á pari við dómgreindarleisi hennar á öðrum sviðum í hennar fyrra starfi. Alma: „Og það er annað með þessa einkasölu ríkisins að hagnaðurinn sem að ég held að hafi verið 33 milljarðar árið 23 eða 4, hann hrekkur þó allavega upp í þennan samfélagslega kostnað og mér findist því glapræði ef ríkið gæfi það frá sér.” Nú hef ég áður leiðrétt Ölmu fyrir að vísvitandi víxla áfengisgjaldi og hagnaði ÁTVR. Alma veit fullvel að áfengisgjald er innheimt í tolli og hefur ekkert með ÁTVR að gera en engu að síður kýs hún að ljúga enda helgar tilgangurinn meðalið hjá lækninum. Sannleikurinn er sá að tap er á verslunar hluta ÁTVR sem er niðurgreitt með tóbaks heildsölu (já ÁTVR sér um heildsölu fyrir tóbaks heildsala - engin veit af hverju) Þannig myndi hið opinbera (og auðvitað íslenskt samfélag allt) hagnast meira á að leggja niður einokunarverslunina heldur en að reka hana. Það sem svo einkennir málflutning þeirra sem kenna sig við lýðheilsu er að slíkir virðast hafa lært hvað þeir eigi að hugsa en ekki hvernig eigi að hugsa. Höfundur er eigandi Sante.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar