Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar 3. mars 2025 11:31 Í ráðningaferli fyrir stjórnendastöður er almennt lögð mikil áhersla á samskiptahæfni og leiðtogahæfileika og eru umsækjendur oftar en ekki beðnir um að segja frá dæmum þar sem verulega reyndi á leiðtogahæfileika, samskiptahæfni eða taka þurfti erfiðar ákvarðanir. Háskólaráð Háskóla Íslands hefur metið átta umsækjendur hæfa til að gegna embætti rektors, en það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hverju okkar þau treysta best til að gegna embætti rektors Háskóla Íslands. Þessu tengdu finnst mér rétt að gefa kjósendum í rektorskjöri Háskóla Íslands þrjú dæmi þar sem verulega reyndi á leiðtogahæfileika, samskiptahæfni, ákvarðanatöku og getu mína til að vinna og ljúka verkefnum undir álagi. Fyrsta dæmið tengist aldursgreiningum á tönnum sem framkvæmdar voru innan Háskóla Íslands fyrir Útlendingastofnun. Sem varaformaður háskólaráðs leiddi ég starfshóp sem var falið að meta út frá gildandi lögum hvort slíkum greiningum væri best borgið innan Háskóla Íslands eða að öðrum kosti á einkareknum tannlæknastofum. Starfshópurinn leitaði ráðgjafar hagsmunaaðila, aflaði viðeigandi gagna og skilaði áliti sínu til háskólaráðs í mars 2019. Háskólaráð kom ábendingum starfshópsins á framfæri til löggjafans, um að bókun Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna um aldursgreiningar frá 2017 kynni að gefa tilefni til þess að endurskoða lög um útlendinga nr. 80/2016 í ljósi þess að ríkjum ber almennt að haga sinni löggjöf í samræmi við mannréttindasamninga sem þau eru aðilar að. Ári síðar höfðu stjórnvöld ekki brugðist við ábendingum og niðurstaða starfshóps og háskólaráðs varð því að endurnýja ekki verksamning við Útlendingastofnun um klíníska munnholsskoðun og röntgenmyndatöku. Í háskólaráði var mér einnig falið að leiða starfshóp um álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættis HÍ sem skipaður var hópi sérfræðinga af mismunandi fræðasviðum skólans, einstaklingum með mismunandi skoðanir og áherslur. Hópurinn var skipaður í apríl 2021 og þrátt fyrir ágreining um ýmis mál tókst að skila sameiginlegri umsögn fáum mánuðum síðar. Í umsögninni var komið inn á mikilvægi tekna Happdrættis HÍ fyrir uppbyggingu innviða Háskóla Íslands, en samhliða bent á neikvæð viðhorf almennings og mikilvægi þess að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa. Á svipuðum tíma var skipaður starfshópur á vegum stjórnvalda um málefni spilakassa sem klofnaði í afstöðu sinni. Þetta er málefni sem taka þarf upp á nýjan leik í samtali við stjórnvöld og í því samhengi er ég einstaklega vel undirbúin. Þriðja dæmið tengist starfsumhverfi. Á árunum 2013-2022 stýrði ég Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala ásamt Næringarstofu Landspítala sem sinnir næringarmeðferð fjölbreytts hóps. Vorið 2018 greinist mygla í húsnæði einingarinnar. Með staðfestu tókst mér, í góðu samstarfi við yfirmann minn, að koma allri starfsemi út úr húsinu á mjög skömmum tíma og komum við henni fyrir í Birkiborg í Fossvogi. Flest þekkja Birkiborg sem sýnatökustað fyrir COVID-19. Um miðjan mars 2020 birtist yfirstjórn Landspítala í Birkiborg til að kanna möguleikann á að nýta Birkiborg sem sýnatökustað og leist vel á. Í ljósi aðstæðna var ekkert annað í stöðunni en að við tækjum höndum saman og fluttum við starfsemina úr Birkiborg á innan við tveimur dögum. Sumarið 2020 fékk Næringarstofa inni í húsnæði Landspítala við Skaftahlíð, í verkefnamiðuðu vinnurými. Við tók ný aðlögun, samtöl við starfsmenn þar sem leitast var við að koma til móts við mismunandi þarfir, enda starfsemin bæði fjölbreytt og þarfir starfsmanna ólíkar. Rannsóknastofa í næringarfræði flutti á sama tíma í húsnæði Háskóla Íslands. Þessi reynsla hefur styrkt mig bæði sem einstakling og stjórnanda. Það er ekki tilviljun að almennt sé lögð áhersla á að stjórnendur búi ekki bara yfir þekkingu á því hvernig eigi að takast á við erfiðar áskoranir, heldur hafi farsæla reynslu af því að takast á við þær. Á þessum annasömu árum sem fulltrúi háskólasamfélagsins í háskólaráði og stjórnanda tókst mér að viðhalda trausti og góðum starfsanda ásamt því að halda góðum dampi í rannsóknum og kennslu við Háskóla Íslands. Ber þetta vott um hæfni til að vinna og ljúka verkefnum undir álagi, sem aftur þykir góður kostur í fari stjórnenda. Ég hvet starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér reynslu mína og ferilskrá og nýta kosningarétt sinn 18. og 19. mars næstkomandi til að velja þann einstakling sem það treystir best til að gegna embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Í ráðningaferli fyrir stjórnendastöður er almennt lögð mikil áhersla á samskiptahæfni og leiðtogahæfileika og eru umsækjendur oftar en ekki beðnir um að segja frá dæmum þar sem verulega reyndi á leiðtogahæfileika, samskiptahæfni eða taka þurfti erfiðar ákvarðanir. Háskólaráð Háskóla Íslands hefur metið átta umsækjendur hæfa til að gegna embætti rektors, en það er í höndum starfsfólks og nemenda Háskóla Íslands að leggja mat á það hverju okkar þau treysta best til að gegna embætti rektors Háskóla Íslands. Þessu tengdu finnst mér rétt að gefa kjósendum í rektorskjöri Háskóla Íslands þrjú dæmi þar sem verulega reyndi á leiðtogahæfileika, samskiptahæfni, ákvarðanatöku og getu mína til að vinna og ljúka verkefnum undir álagi. Fyrsta dæmið tengist aldursgreiningum á tönnum sem framkvæmdar voru innan Háskóla Íslands fyrir Útlendingastofnun. Sem varaformaður háskólaráðs leiddi ég starfshóp sem var falið að meta út frá gildandi lögum hvort slíkum greiningum væri best borgið innan Háskóla Íslands eða að öðrum kosti á einkareknum tannlæknastofum. Starfshópurinn leitaði ráðgjafar hagsmunaaðila, aflaði viðeigandi gagna og skilaði áliti sínu til háskólaráðs í mars 2019. Háskólaráð kom ábendingum starfshópsins á framfæri til löggjafans, um að bókun Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna um aldursgreiningar frá 2017 kynni að gefa tilefni til þess að endurskoða lög um útlendinga nr. 80/2016 í ljósi þess að ríkjum ber almennt að haga sinni löggjöf í samræmi við mannréttindasamninga sem þau eru aðilar að. Ári síðar höfðu stjórnvöld ekki brugðist við ábendingum og niðurstaða starfshóps og háskólaráðs varð því að endurnýja ekki verksamning við Útlendingastofnun um klíníska munnholsskoðun og röntgenmyndatöku. Í háskólaráði var mér einnig falið að leiða starfshóp um álitaefni tengd tekjuöflun Happdrættis HÍ sem skipaður var hópi sérfræðinga af mismunandi fræðasviðum skólans, einstaklingum með mismunandi skoðanir og áherslur. Hópurinn var skipaður í apríl 2021 og þrátt fyrir ágreining um ýmis mál tókst að skila sameiginlegri umsögn fáum mánuðum síðar. Í umsögninni var komið inn á mikilvægi tekna Happdrættis HÍ fyrir uppbyggingu innviða Háskóla Íslands, en samhliða bent á neikvæð viðhorf almennings og mikilvægi þess að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa. Á svipuðum tíma var skipaður starfshópur á vegum stjórnvalda um málefni spilakassa sem klofnaði í afstöðu sinni. Þetta er málefni sem taka þarf upp á nýjan leik í samtali við stjórnvöld og í því samhengi er ég einstaklega vel undirbúin. Þriðja dæmið tengist starfsumhverfi. Á árunum 2013-2022 stýrði ég Rannsóknastofu í næringarfræði við HÍ og Landspítala ásamt Næringarstofu Landspítala sem sinnir næringarmeðferð fjölbreytts hóps. Vorið 2018 greinist mygla í húsnæði einingarinnar. Með staðfestu tókst mér, í góðu samstarfi við yfirmann minn, að koma allri starfsemi út úr húsinu á mjög skömmum tíma og komum við henni fyrir í Birkiborg í Fossvogi. Flest þekkja Birkiborg sem sýnatökustað fyrir COVID-19. Um miðjan mars 2020 birtist yfirstjórn Landspítala í Birkiborg til að kanna möguleikann á að nýta Birkiborg sem sýnatökustað og leist vel á. Í ljósi aðstæðna var ekkert annað í stöðunni en að við tækjum höndum saman og fluttum við starfsemina úr Birkiborg á innan við tveimur dögum. Sumarið 2020 fékk Næringarstofa inni í húsnæði Landspítala við Skaftahlíð, í verkefnamiðuðu vinnurými. Við tók ný aðlögun, samtöl við starfsmenn þar sem leitast var við að koma til móts við mismunandi þarfir, enda starfsemin bæði fjölbreytt og þarfir starfsmanna ólíkar. Rannsóknastofa í næringarfræði flutti á sama tíma í húsnæði Háskóla Íslands. Þessi reynsla hefur styrkt mig bæði sem einstakling og stjórnanda. Það er ekki tilviljun að almennt sé lögð áhersla á að stjórnendur búi ekki bara yfir þekkingu á því hvernig eigi að takast á við erfiðar áskoranir, heldur hafi farsæla reynslu af því að takast á við þær. Á þessum annasömu árum sem fulltrúi háskólasamfélagsins í háskólaráði og stjórnanda tókst mér að viðhalda trausti og góðum starfsanda ásamt því að halda góðum dampi í rannsóknum og kennslu við Háskóla Íslands. Ber þetta vott um hæfni til að vinna og ljúka verkefnum undir álagi, sem aftur þykir góður kostur í fari stjórnenda. Ég hvet starfsfólk og nemendur Háskóla Íslands til að kynna sér reynslu mína og ferilskrá og nýta kosningarétt sinn 18. og 19. mars næstkomandi til að velja þann einstakling sem það treystir best til að gegna embætti rektors Háskóla Íslands. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi í rektorskjöri Háskóla Íslands 2025.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun