Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar 4. mars 2025 08:03 Undirrituð stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Vegna erfiðra langvinnra veikinda töldu flestir langsótt að ég ætti eitthvað í jafn stórt og krefjandi verkefni og doktorsnám er. Þar á meðal ég sjálf. En ekki leiðbeinandi minn, Silja Bára Ómarsdóttir, frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Í veikindum mínum mættu mér mjög víða lokaðar dyr. Ég var þvinguð aftur til vinnu alltof snemma af þáverandi heimilislækni, og í framhaldinu var ég þvinguð úr starfi af þáverandi vinnuveitanda. Ég var talin veik og einskis virði. Ég var ekki einhver til að veðja á. Á því var þó ein einstök og afar falleg undantekning. Þegar ég sótti um aðgang að doktorsnámi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands mætti mér ekkert nema skilyrðislaus stuðningur. Þar átti Silja Bára stærstan hlut að mál. Þegar ég byrjaði að vinna að umsókninni var ég rúmföst með getu til að vinna í tölvu í um 15 mínútur á viku. Það tók mig rúm tvö ár að skrifa rannsóknaráætlunina; 26 mánuði. Silja vissi vel hversu slæm staða mín var en það skipti hana engu máli. Hún var með mér í liði sama hvað. Það er erfitt að útskýra hversu mikilvægt þetta var. Hversu mikla líflínu þetta veitti mér á erfiðasta tíma lífs míns. Hversu mikla gleði og hversu mikinn létti. Að hafa tilgang og að tilheyra einhversstaðar. Ég á erfitt með að koma þakklæti mínu í orð. Doktorsverkefnið er nú komið á flug. Dropinn holar steininn. Í mínu tilfelli hefði það aldrei gerst án þessa skilyrðislausa stuðnings. Fyrir hversu marga aðra þarna úti á það sama við? Víst má telja að við séum að verða af mikilvægu framlagi þeirra sem geta lagt sitt að mörkum til samfélagsins á sínum eigin hraða og forsendum, en fá ekki tækifæri til þess. Ég vil rektor sem tryggir að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum, óháð þeim lífsáskorunum sem það stendur frammi fyrir hverju sinni. Rektor sem tryggir jafna möguleika allra til náms. Rektor sem stuðlar að því að kraftar allra í samfélaginu eigi möguleika á að vera virkjaðir. Rektor sem hvetur fólk til dáða og gerir það sem annars væri ómögulegt mögulegt. Silja hefur allt það til brunns að bera sem embætti rektors Háskóla Íslands krefst. Leiðtogahæfileika, skýrrar framtíðarsýnar, þekkingar, reynslu, samskiptahæfnis, og einstaks lags á að ná fólki saman og miðla málum. En til viðbótar er hún, líkt og ég deili með ykkur í þessari grein, með hjartað á réttum stað, sem að mínu mati skiptir engu minna máli. X við Silju Báru Ómarsdóttir Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilborg Ása Guðjónsdóttir Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Undirrituð stundar doktorsnám við Háskóla Íslands. Vegna erfiðra langvinnra veikinda töldu flestir langsótt að ég ætti eitthvað í jafn stórt og krefjandi verkefni og doktorsnám er. Þar á meðal ég sjálf. En ekki leiðbeinandi minn, Silja Bára Ómarsdóttir, frambjóðandi til embættis rektors Háskóla Íslands. Í veikindum mínum mættu mér mjög víða lokaðar dyr. Ég var þvinguð aftur til vinnu alltof snemma af þáverandi heimilislækni, og í framhaldinu var ég þvinguð úr starfi af þáverandi vinnuveitanda. Ég var talin veik og einskis virði. Ég var ekki einhver til að veðja á. Á því var þó ein einstök og afar falleg undantekning. Þegar ég sótti um aðgang að doktorsnámi við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands mætti mér ekkert nema skilyrðislaus stuðningur. Þar átti Silja Bára stærstan hlut að mál. Þegar ég byrjaði að vinna að umsókninni var ég rúmföst með getu til að vinna í tölvu í um 15 mínútur á viku. Það tók mig rúm tvö ár að skrifa rannsóknaráætlunina; 26 mánuði. Silja vissi vel hversu slæm staða mín var en það skipti hana engu máli. Hún var með mér í liði sama hvað. Það er erfitt að útskýra hversu mikilvægt þetta var. Hversu mikla líflínu þetta veitti mér á erfiðasta tíma lífs míns. Hversu mikla gleði og hversu mikinn létti. Að hafa tilgang og að tilheyra einhversstaðar. Ég á erfitt með að koma þakklæti mínu í orð. Doktorsverkefnið er nú komið á flug. Dropinn holar steininn. Í mínu tilfelli hefði það aldrei gerst án þessa skilyrðislausa stuðnings. Fyrir hversu marga aðra þarna úti á það sama við? Víst má telja að við séum að verða af mikilvægu framlagi þeirra sem geta lagt sitt að mörkum til samfélagsins á sínum eigin hraða og forsendum, en fá ekki tækifæri til þess. Ég vil rektor sem tryggir að Háskóli Íslands sé jafn aðgengilegur öllum, óháð þeim lífsáskorunum sem það stendur frammi fyrir hverju sinni. Rektor sem tryggir jafna möguleika allra til náms. Rektor sem stuðlar að því að kraftar allra í samfélaginu eigi möguleika á að vera virkjaðir. Rektor sem hvetur fólk til dáða og gerir það sem annars væri ómögulegt mögulegt. Silja hefur allt það til brunns að bera sem embætti rektors Háskóla Íslands krefst. Leiðtogahæfileika, skýrrar framtíðarsýnar, þekkingar, reynslu, samskiptahæfnis, og einstaks lags á að ná fólki saman og miðla málum. En til viðbótar er hún, líkt og ég deili með ykkur í þessari grein, með hjartað á réttum stað, sem að mínu mati skiptir engu minna máli. X við Silju Báru Ómarsdóttir Höfundur er doktorsnemi í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun