Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar 27. febrúar 2025 11:48 Opinberir háskólar á Íslandi eru vanfjármagnaðir og það á ekki síst við um Háskóla Íslands sem að bæði þjóðskóli og alþjóðlegur rannsóknaháskóli. Fjárveitingar til háskóla hér á landi eru töluvert lægri en á öðrum Norðurlöndum. Þrátt fyrir síendurteknar yfirlýsingar stjórnvalda um að stefna að Norðurlandameðaltali í fjármögnun háskóla þá er langt í land að það gangi eftir. Bæta þarf fjármögnun HÍ með markvissum aðgerðum til að tryggja að starfsfólk hans geti áfram sinnt kennslu og rannsóknum á þann hátt að skólinn sé samkeppnishæfur í alþjóðlegu samhengi og geti gegnt skyldum sínum gagnvart íslensku samfélagi. Ein leið til að bæta fjármögnun er að auka sókn í erlenda rannsóknasjóði. En sú sókn er ekki raunhæf þar sem innlendir sterkir samkeppnissjóðir og viðunandi stofnanalegt umhverfi eru nauðsynlegar forsendur erlendra styrkjasóknar. Rannsakendur þurfa bakland í sterkri stofnun þar sem grunnþjónusta við starfsfólk og stúdenta er tryggð. Þá geta rannsakendur ekki sinnt rannsóknum ef álag í kennslu er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Skattaafsláttur til rannsókna og þróunarstarfs fyrirtækja hefur verið stóraukinn á meðan fjármagn til grunnrannsókna hefur verið skorið niður. Úthlutunarferli í Rannís er gegnsætt og byggir á faglegum forsendum, en vegna vanfjármögnunar hljóta einungis tæp 17% umsókna í Rannsóknasjóð brautargengi. Óljóst er hvaða forsendur eru á bakvið skattaafslátt fyrirtækja og hversu auðveld sú afgreiðsla er. Við hljótum að spyrja okkur hvort einhverju af þessu fé væri ekki betur varið í að fjármagna rannsóknir sem fram fara innan háskólanna. Starfsfólk Háskóla Íslands svaraði kalli stjórnvalda um aukna rannsóknarvirkni, lyfti grettistaki og breytti HÍ úr kennsluháskóla í alþjóðlegan rannsóknaháskóla. Í þeirri umbreytingu, sem hófst um síðustu aldamót, var m.a. stuðst við reynslu fræðigreina sem höfðu þegar sýnt virka þátttöku í alþjóðlegu rannsóknastarfi þar sem öflugir innviðir skipta höfuðmáli. Að öðrum ólöstuðum má í þessu sambandi nefna dæmi um rannsóknir íslenskra veirufræðinga og jarðfræðinga sem höfðu vakið verðskuldaða athygli á alþjóðlegum vettvang. Árangur þeirra er ekki aðeins að þakka eljusemi og dugnaði sterks fræðifólks heldur höfðu stjórnvöld stutt við rannsóknir í þessum fræðigreinum. Samfélagið hér á landi og erlendis nýtur nú afurðanna. Ef HÍ á að halda áfram að vera landi og þjóð til sóma þurfa stjórnvöld að standa við fyrirheit sín um fjármögnun. Til þess þarf að móta og fylgja skýrri stefnu um það hvernig megi mæta fjármögnunarþörfinni og tryggja að opinberir fjármunir renni til rannsókna á háskólastigi. Slík eftirfylgni mun skila sér í enn öflugra háskólastarfi, auknum rannsóknum og betri samkeppnishæfni Háskóla Íslands á alþjóðavísu. Við getum ekki lengur látið nægja að tala um mikilvægi rannsókna – þær þarf að fjármagna. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Opinberir háskólar á Íslandi eru vanfjármagnaðir og það á ekki síst við um Háskóla Íslands sem að bæði þjóðskóli og alþjóðlegur rannsóknaháskóli. Fjárveitingar til háskóla hér á landi eru töluvert lægri en á öðrum Norðurlöndum. Þrátt fyrir síendurteknar yfirlýsingar stjórnvalda um að stefna að Norðurlandameðaltali í fjármögnun háskóla þá er langt í land að það gangi eftir. Bæta þarf fjármögnun HÍ með markvissum aðgerðum til að tryggja að starfsfólk hans geti áfram sinnt kennslu og rannsóknum á þann hátt að skólinn sé samkeppnishæfur í alþjóðlegu samhengi og geti gegnt skyldum sínum gagnvart íslensku samfélagi. Ein leið til að bæta fjármögnun er að auka sókn í erlenda rannsóknasjóði. En sú sókn er ekki raunhæf þar sem innlendir sterkir samkeppnissjóðir og viðunandi stofnanalegt umhverfi eru nauðsynlegar forsendur erlendra styrkjasóknar. Rannsakendur þurfa bakland í sterkri stofnun þar sem grunnþjónusta við starfsfólk og stúdenta er tryggð. Þá geta rannsakendur ekki sinnt rannsóknum ef álag í kennslu er langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Skattaafsláttur til rannsókna og þróunarstarfs fyrirtækja hefur verið stóraukinn á meðan fjármagn til grunnrannsókna hefur verið skorið niður. Úthlutunarferli í Rannís er gegnsætt og byggir á faglegum forsendum, en vegna vanfjármögnunar hljóta einungis tæp 17% umsókna í Rannsóknasjóð brautargengi. Óljóst er hvaða forsendur eru á bakvið skattaafslátt fyrirtækja og hversu auðveld sú afgreiðsla er. Við hljótum að spyrja okkur hvort einhverju af þessu fé væri ekki betur varið í að fjármagna rannsóknir sem fram fara innan háskólanna. Starfsfólk Háskóla Íslands svaraði kalli stjórnvalda um aukna rannsóknarvirkni, lyfti grettistaki og breytti HÍ úr kennsluháskóla í alþjóðlegan rannsóknaháskóla. Í þeirri umbreytingu, sem hófst um síðustu aldamót, var m.a. stuðst við reynslu fræðigreina sem höfðu þegar sýnt virka þátttöku í alþjóðlegu rannsóknastarfi þar sem öflugir innviðir skipta höfuðmáli. Að öðrum ólöstuðum má í þessu sambandi nefna dæmi um rannsóknir íslenskra veirufræðinga og jarðfræðinga sem höfðu vakið verðskuldaða athygli á alþjóðlegum vettvang. Árangur þeirra er ekki aðeins að þakka eljusemi og dugnaði sterks fræðifólks heldur höfðu stjórnvöld stutt við rannsóknir í þessum fræðigreinum. Samfélagið hér á landi og erlendis nýtur nú afurðanna. Ef HÍ á að halda áfram að vera landi og þjóð til sóma þurfa stjórnvöld að standa við fyrirheit sín um fjármögnun. Til þess þarf að móta og fylgja skýrri stefnu um það hvernig megi mæta fjármögnunarþörfinni og tryggja að opinberir fjármunir renni til rannsókna á háskólastigi. Slík eftirfylgni mun skila sér í enn öflugra háskólastarfi, auknum rannsóknum og betri samkeppnishæfni Háskóla Íslands á alþjóðavísu. Við getum ekki lengur látið nægja að tala um mikilvægi rannsókna – þær þarf að fjármagna. Höfundur er prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands og frambjóðandi til embættis rektors.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun