Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 26. febrúar 2025 14:00 Undanfarin ár hefur Akureyrarflugvöllur gengið í gegnum umfangsmikla uppbyggingu og loksins hefur reglulegt millilandaflug hafist frá Norðurlandi sem er virkilega mikilvæg þróun fyrir svæðið og íbúa þess. Þessi uppbygging markar tímamót og hefur sýnt hverus mikil aukning á lífsgæðum og ferðamöguleikum þetta er. En á sama tíma vaknar spurning: Af hverju er það breskt lággjaldaflugfélag sem rýfur einangrunina en ekki íslenskt? Þegar EasyJet hóf vetraráætlunarflug frá Akureyri til London í október 2023, var það stórt skref fyrir landshlutann. Nú í haust, aðeins ári síðar, hefur félagið aukið tíðni sína og bætt við áfangastaðnum Manchester. Áhrifin eru óumdeilanleg: Ferðaþjónusta á Norðurlandi blómstrar, heimamenn hafa betri aðgang að alþjóðaflugi og lífsgæði íbúa hafa stórbatnað. Þetta vekur spurningu sem við verðum að spyrja: Hvers vegna hefur Icelandair ekki gert slíkt hið sama? Ef það er hagkvæmt fyrir erlendan keppinaut að fljúga til Akureyrar, hvernig getur þjóðarflugfélagið okkar, ef svo má kalla, réttlætt þetta aðgerðaleysi? Það er enginn að krefjast daglegs flugs til Parísar, Berlínar og Rómar. En beint flug tvisvar í viku til Kaupmannahafnar væri til að mynda öflug breyting– bæði fyrir ferðamenn og heimamenn. Hugsum okkur að fara í helgarferð til Kaupmannahafnar. Í dag þarf fólk utan að landi að keyra fjóra og hálfan tíma til Reykjavíkur, mögulega gista eina nótt, fljúga þaðan og lenda í sömu kröfu um fyrirhöfn á leiðinni til baka. Þetta er tímafrekt, kostnaðarsamt og gerir skyndiferðir nær ómögulegar. Og hvað með Norðlendinga sem búa erlendis? Að kíkja heim í skamman tíma er verkefni sem krefst umtalsverðrar skipulagningar. Það þarf að panta flug til Keflavíkur, glíma við óþjálar samgöngir til og frá Kefalvík og svo mögulega greiða jafn mikið fyrir flugið norður og fyrir alþjóðaflugið sjálft. Þetta er kerfi sem vinnur gegn bæði heimförum Íslendinga og komum erlendra ferðamanna til Norðurlands. Þetta er einfaldlega ekki í takt við nútímann. Icelandair hefur stundum varið afstöðu sína með því að segja að slíkar ferðir væru óhagkvæmar eða umhverfislega óskynsamlegar. En þær röksemdir standast ekki skoðun. Það þarf ekki að senda tómar vélar norður til að halda úti millilandaflugi frá Akureyri. Lausnirnar liggja í einfaldri leiðarsetningu: Flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar Kaupmannahöfn til Akureyrar Frá Akureyri til Kaupmannahafnar Og loks frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur Sú lausn minnkar umhverfisáhrif, hámarkar nýtingu flugvéla og opnar Norðurland fyrir nýjum möguleikum. Það er ekki spurning um hvort eftirspurnin sé til staðar – hún er það. Spurningin er hvort Icelandair ætli sér að vera þjóðarflugfélag allra landsmanna, eða aðeins höfuðborgarsvæðisins. Það er kominn tími til að félagið stígi fram. Norðlendingar eiga betra skilið. Höfundur er nemandi við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Síbreytileiki sóttvarnaraðgerða Gunnar Ingi Björnsson Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ekki lofa einhverju sem þú ætlar ekki að standa við Ágústa Árnadóttir Skoðun Í skjóli hinna hugrökku Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur Akureyrarflugvöllur gengið í gegnum umfangsmikla uppbyggingu og loksins hefur reglulegt millilandaflug hafist frá Norðurlandi sem er virkilega mikilvæg þróun fyrir svæðið og íbúa þess. Þessi uppbygging markar tímamót og hefur sýnt hverus mikil aukning á lífsgæðum og ferðamöguleikum þetta er. En á sama tíma vaknar spurning: Af hverju er það breskt lággjaldaflugfélag sem rýfur einangrunina en ekki íslenskt? Þegar EasyJet hóf vetraráætlunarflug frá Akureyri til London í október 2023, var það stórt skref fyrir landshlutann. Nú í haust, aðeins ári síðar, hefur félagið aukið tíðni sína og bætt við áfangastaðnum Manchester. Áhrifin eru óumdeilanleg: Ferðaþjónusta á Norðurlandi blómstrar, heimamenn hafa betri aðgang að alþjóðaflugi og lífsgæði íbúa hafa stórbatnað. Þetta vekur spurningu sem við verðum að spyrja: Hvers vegna hefur Icelandair ekki gert slíkt hið sama? Ef það er hagkvæmt fyrir erlendan keppinaut að fljúga til Akureyrar, hvernig getur þjóðarflugfélagið okkar, ef svo má kalla, réttlætt þetta aðgerðaleysi? Það er enginn að krefjast daglegs flugs til Parísar, Berlínar og Rómar. En beint flug tvisvar í viku til Kaupmannahafnar væri til að mynda öflug breyting– bæði fyrir ferðamenn og heimamenn. Hugsum okkur að fara í helgarferð til Kaupmannahafnar. Í dag þarf fólk utan að landi að keyra fjóra og hálfan tíma til Reykjavíkur, mögulega gista eina nótt, fljúga þaðan og lenda í sömu kröfu um fyrirhöfn á leiðinni til baka. Þetta er tímafrekt, kostnaðarsamt og gerir skyndiferðir nær ómögulegar. Og hvað með Norðlendinga sem búa erlendis? Að kíkja heim í skamman tíma er verkefni sem krefst umtalsverðrar skipulagningar. Það þarf að panta flug til Keflavíkur, glíma við óþjálar samgöngir til og frá Kefalvík og svo mögulega greiða jafn mikið fyrir flugið norður og fyrir alþjóðaflugið sjálft. Þetta er kerfi sem vinnur gegn bæði heimförum Íslendinga og komum erlendra ferðamanna til Norðurlands. Þetta er einfaldlega ekki í takt við nútímann. Icelandair hefur stundum varið afstöðu sína með því að segja að slíkar ferðir væru óhagkvæmar eða umhverfislega óskynsamlegar. En þær röksemdir standast ekki skoðun. Það þarf ekki að senda tómar vélar norður til að halda úti millilandaflugi frá Akureyri. Lausnirnar liggja í einfaldri leiðarsetningu: Flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar Kaupmannahöfn til Akureyrar Frá Akureyri til Kaupmannahafnar Og loks frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur Sú lausn minnkar umhverfisáhrif, hámarkar nýtingu flugvéla og opnar Norðurland fyrir nýjum möguleikum. Það er ekki spurning um hvort eftirspurnin sé til staðar – hún er það. Spurningin er hvort Icelandair ætli sér að vera þjóðarflugfélag allra landsmanna, eða aðeins höfuðborgarsvæðisins. Það er kominn tími til að félagið stígi fram. Norðlendingar eiga betra skilið. Höfundur er nemandi við viðskiptafræðideild Háskólans á Akureyri.
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar