Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar 25. febrúar 2025 10:01 Íslenski fasteignamarkaðurinn hefur lengi verið áskorun fyrir þá sem dreymir um að eignast sín fyrstu íbúð. Miklar fjárhagslegar hindranir, háar kröfur um eigið fé og miklar lánaskuldbindingar hafa oftar en ekki komið í veg fyrir að fólk geti látið drauminn rætast. Háir vextir og verðbólga gera það að verkum að ungt fólk og þeir sem hafa ekki átt íbúð áður þurfa að sæta afar kjörum á óstöðugum leigumarkaði. Það þarf nýjar lausnir sem taka mið af íslenskum aðstæðum og skapa fólki raunhæfa möguleika að eignast íbúð. Innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég talað fyrir lausn sem vert er að skoða nánar. Húsnæðismálin hafa verið eitt helsta baráttumálið mitt í framboði til formanns VR. Ég vil tryggja öllu félagsfólki VR, sérstaklega ungu fólki og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum, raunverulega leið til að eignast eigið heimili. Ég mun berjast fyrir að byggðar verði eignaíbúðir á hagkvæmu verði. Þetta byggir á hugmyndum norrænna húsnæðissamvinnufélaga þar sem hefð er fyrir að bjóða upp á nýjar og sveigjanlegar leiðir til að auðvelda fleirum að eignast eigin húsnæði. Húsnæðiskerfi sem gjörbreytir möguleikum fyrir fyrstu kaupendur Hugmyndin er einföld, þú kaupir frá 50% af íbúðinni. Seinna, ef það hentar þér og fjárhag þínum, geturðu aukið eignarhlut þinn – þar til þú átt alla eignina, en greiðir leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki í íbúðinni. Þetta þýðir að krafan um eigið fé er aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta – helmingi minni upphæð en í hefðbundnum fasteignakaupum. Þannig er hægt að byrja með minni fjárhagslegar skuldbindingar og smám saman auka eignarhlut eftir því sem fjárhagsstaða leyfir. Í stað þess að safna háum upphæðum og standast strangt og oft ósanngjarnt greiðslumat verður það auðveldara að eignast íbúð. Með þessar nýju lausn verður fasteignamarkaðurinn aðgengilegur fyrir fleiri og býður upp á tækifæri til að breyta draumi um að eignast húsnæði í veruleika. Innan verkalýðshreyfingarinnar er mikil þekking á að byggja hagkvæmar leiguíbúðir. Bjarg íbúðafélag tók nýlega að sér að byggja 36 leiguíbúðir. Þetta eru hagkvæmar íbúðir fyrir VR félaga. Byggingarkostnaður var töluvert lægri miðað við sambærilegar íbúðir. Þetta býður upp á þann möguleika að kaupa íbúð á 10-15% lægra verði en gengur og gerist á almennum markaði. Af hverju að velja þetta húsnæðiskerfi? Það þarf ekki að finna upp hjólið aftur heldur að nýta áratuga reynslu og nýta hugmyndir sem hafa reynst árangursríkar á Norðurlöndum hér á landi. Lægra eigið fé – Aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta. Sveigjanleg greiðsluáætlun – Greiðsla leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki. Getur eignast íbúðina smám saman – Þú getur aukið eignarhlut þegar þér hentar. Lægri byggingarkostnaður - lægra kaupverð – 10-15% lægra íbúðaverð en gengur á markaði. Leiðin að fyrsta heimilinu – Fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur Þetta nýja húsnæðiskerfi opnar dyrnar fyrir alla fyrstu kaupendur – bæði ungt fólk og þá sem hafa verið lengi á leigumarkaði eða ekki átt íbúð áður. Það býður upp á raunverulegar lausnir fyrir þá sem hafa átt erfitt með að safna nægu eigin fé og hafa fundið fyrir allt of hárri leigu og óstöðugleika á leigumarkaði. Ég hef ekki aðeins talað um lausnir í húsnæðismálum – ég hef komið þeim í framkvæmd. Með reynslu úr húsnæðisnefnd VR og ASÍ, í stjórn Bjargs íbúðafélags og störfum mínum að húsnæðismálum, veit ég hvað þarf til að koma raunverulegum lausnum í framkvæmd. Ég býð mig fram sem formann VR til að tryggja öllum félagsmönnum betri og raunhæfari möguleika á að eignast eigið heimili. Veljum framtíð með raunhæfum lausnum í húsnæðismálum – Veljum frambjóðanda með reynslu til að koma þeim í framkvæmd. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Stéttarfélög Húsnæðismál Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Sjá meira
Íslenski fasteignamarkaðurinn hefur lengi verið áskorun fyrir þá sem dreymir um að eignast sín fyrstu íbúð. Miklar fjárhagslegar hindranir, háar kröfur um eigið fé og miklar lánaskuldbindingar hafa oftar en ekki komið í veg fyrir að fólk geti látið drauminn rætast. Háir vextir og verðbólga gera það að verkum að ungt fólk og þeir sem hafa ekki átt íbúð áður þurfa að sæta afar kjörum á óstöðugum leigumarkaði. Það þarf nýjar lausnir sem taka mið af íslenskum aðstæðum og skapa fólki raunhæfa möguleika að eignast íbúð. Innan verkalýðshreyfingarinnar hef ég talað fyrir lausn sem vert er að skoða nánar. Húsnæðismálin hafa verið eitt helsta baráttumálið mitt í framboði til formanns VR. Ég vil tryggja öllu félagsfólki VR, sérstaklega ungu fólki og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaðnum, raunverulega leið til að eignast eigið heimili. Ég mun berjast fyrir að byggðar verði eignaíbúðir á hagkvæmu verði. Þetta byggir á hugmyndum norrænna húsnæðissamvinnufélaga þar sem hefð er fyrir að bjóða upp á nýjar og sveigjanlegar leiðir til að auðvelda fleirum að eignast eigin húsnæði. Húsnæðiskerfi sem gjörbreytir möguleikum fyrir fyrstu kaupendur Hugmyndin er einföld, þú kaupir frá 50% af íbúðinni. Seinna, ef það hentar þér og fjárhag þínum, geturðu aukið eignarhlut þinn – þar til þú átt alla eignina, en greiðir leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki í íbúðinni. Þetta þýðir að krafan um eigið fé er aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta – helmingi minni upphæð en í hefðbundnum fasteignakaupum. Þannig er hægt að byrja með minni fjárhagslegar skuldbindingar og smám saman auka eignarhlut eftir því sem fjárhagsstaða leyfir. Í stað þess að safna háum upphæðum og standast strangt og oft ósanngjarnt greiðslumat verður það auðveldara að eignast íbúð. Með þessar nýju lausn verður fasteignamarkaðurinn aðgengilegur fyrir fleiri og býður upp á tækifæri til að breyta draumi um að eignast húsnæði í veruleika. Innan verkalýðshreyfingarinnar er mikil þekking á að byggja hagkvæmar leiguíbúðir. Bjarg íbúðafélag tók nýlega að sér að byggja 36 leiguíbúðir. Þetta eru hagkvæmar íbúðir fyrir VR félaga. Byggingarkostnaður var töluvert lægri miðað við sambærilegar íbúðir. Þetta býður upp á þann möguleika að kaupa íbúð á 10-15% lægra verði en gengur og gerist á almennum markaði. Af hverju að velja þetta húsnæðiskerfi? Það þarf ekki að finna upp hjólið aftur heldur að nýta áratuga reynslu og nýta hugmyndir sem hafa reynst árangursríkar á Norðurlöndum hér á landi. Lægra eigið fé – Aðeins 10-15% af kaupverði þíns hluta. Sveigjanleg greiðsluáætlun – Greiðsla leigu fyrir þann hluta sem þú átt ekki. Getur eignast íbúðina smám saman – Þú getur aukið eignarhlut þegar þér hentar. Lægri byggingarkostnaður - lægra kaupverð – 10-15% lægra íbúðaverð en gengur á markaði. Leiðin að fyrsta heimilinu – Fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur Þetta nýja húsnæðiskerfi opnar dyrnar fyrir alla fyrstu kaupendur – bæði ungt fólk og þá sem hafa verið lengi á leigumarkaði eða ekki átt íbúð áður. Það býður upp á raunverulegar lausnir fyrir þá sem hafa átt erfitt með að safna nægu eigin fé og hafa fundið fyrir allt of hárri leigu og óstöðugleika á leigumarkaði. Ég hef ekki aðeins talað um lausnir í húsnæðismálum – ég hef komið þeim í framkvæmd. Með reynslu úr húsnæðisnefnd VR og ASÍ, í stjórn Bjargs íbúðafélags og störfum mínum að húsnæðismálum, veit ég hvað þarf til að koma raunverulegum lausnum í framkvæmd. Ég býð mig fram sem formann VR til að tryggja öllum félagsmönnum betri og raunhæfari möguleika á að eignast eigið heimili. Veljum framtíð með raunhæfum lausnum í húsnæðismálum – Veljum frambjóðanda með reynslu til að koma þeim í framkvæmd. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun