Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo og Elvar Örn Friðriksson skrifa 25. febrúar 2025 07:01 Ísland stendur nú á krossgötum varðandi villta fiskistofna. Höfundar þessarar greinar hafa rannsakað lax og aðrar tegundir í ám sem hafa orðið fyrir áhrifum af virkjanaframkvæmdum. Annar höfunda hefur unnið í meira en þrjá áratugi við rannsóknir við vatnsfallsvirkjanir Columbia árinnar, þar sem áratugalangar rannsóknir hafa sýnt fram á skelfilegar afleiðingar stíflna og vatnsfallsvirkjanna fyrir fiskistofna. Hinn hefur starfað að verndun Atlantshafslaxins á Íslandi og annars staðar í Norður-Atlantshafi. Þetta hefur veitt höfundum dýpri skilning á þeim hættum sem fylgja vatnsaflsvirkjunum, hættum sem eru sérlega viðeigandi nú þegar á að fara framhjá dómstólum og reisa Hvammsvirkjun. Hvammsvirkjun hefur verið umdeild í mörg ár. Upphaflega voru stjórnvöld réttilega á því að virkjunin krefðist frekari skoðunar vegna mögulegra alvarlegra umhverfisáhrifa. Engu að síður var virkjunin árið 2013 skyndilega færð í nýtingarflokk, þrátt fyrir umfangsmiklar vísindalegar rannsóknir sem sýndu fram á möguleg neikvæð áhrif þess á fiskistofna. Sú ákvörðun var tekin án þess að ráðfæra sig að fullu við sérfræðinga í fiskistjórnun og án þess að innleiða nýjustu þekkingu á fiskigöngum og afföllum tengdum virkjunum. Í dag eru íslensk stjórnvöld að ganga enn lengra, með því að breyta lögum til að komast fram hjá nýlegum dómi sem felldi úr gildi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í janúar 2025. Í stað þess að virða umhverfisvernd og réttarkerfið, leitast löggjafinn við að breyta leikreglunum til að þvinga fram framkvæmdir. Þetta er ekki aðeins glannalegt heldur líka skammsýnt. Hvað hefur breyst síðan 2013? Frá því að ákveðið var að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk hefur skilningur okkar á áhættunni aðeins orðið skýrari. Nýjustu gögn staðfesta að Þjórsá er ein mikilvægasta á landsins fyrir villta laxfiska. Það sem meira er, um það bil þriðjungur laxastofnsins heldur til fyrir ofan fyrirhugaðan virkjunarstað. Það þýðir að þessir fiskar, og erfðafræðileg fjölbreytni þeirra, eru í beinni hættu vegna virkjunarinnar. Einn af höfundum skýrslunnar frá 2013, sem notuð var til að réttlæta Hvammsvirkjun, hefur nú viðurkennt að hann myndi ekki komast að sömu niðurstöðu í dag. Í vitnisburði fyrir dómstólum í desember 2024 játaði Dr. Skúli Skúlason að spurningarnar sem settar voru fram af verkefnisstjórn rammaáætlunar hefðu verið „leiðandi“ og að hann, í ljósi nýrra gagna, myndi ekki veita sömu ráðgjöf í dag. Á sama tíma halda rannsóknir frá Columbia ánni og öðrum vatnsaflvirkjunum um allan heim áfram að sýna að jafnvel flóknustu mótvægisaðgerðir, svo sem aukning á vatnsrennsli, laxastigar, hliðarleiðir og stýrð vatnslosun hafa ekki dugað til að koma í veg fyrir hnignun villtra laxastofna. Milljörðum dollara hefur verið varið í þessar tilraunir, aðeins til að vísindamenn og stjórnmálamenn komist að sömu niðurstöðu: eina raunverulega lausnin er að fjarlægja stíflurnar. Það er því mikið áhyggjuefni að Ísland stefnir í þveröfuga átt og íhugar að reisa nýja stíflu í einni af mikilvægustu ám landsins fyrir villta laxinn. Hlustum á vísindin—áður en það er um seinan Fullyrðingin um að hægt sé að reisa Hvammsvirkjun með nægjanlegum verndarráðstöfunum fyrir fiskistofna á sér enga stoð í vísindum. Raunveruleikinn er sá að engin verkfræðileg lausn getur bætt fyrir þann skaða sem stífla veldur. Enn alvarlegra er að ríkisstjórnin reynir nú að hnekkja dómsniðurstöðu með lagabreytingum. Slík ákvörðun myndi skapa hættulegt fordæmi, ekki aðeins fyrir umhverfisvernd á Íslandi heldur einnig fyrir trúverðugleika réttarkerfisins. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi í náttúruvernd og er aðili að alþjóðlegum samningum sem miða að því að vernda mikilvæg vistkerfi. Nú er rétti tíminn til að endurskoða Hvammsvirkjun, ekki að tvíefla sig í rangri ákvörðun sem tekin var fyrir meira en áratug. Ísland hefur einstakt tækifæri til að sýna alþjóðlega forystu með því að setja umhverfisábyrgð framar skammtímahagsmunum iðnaðar. Ef við lærum ekki af mistökum fortíðar, þurfum við að leiðrétta þau í framtíðinni, en þá verður kostnaðurinn mun meiri. Dr. Margaret Filardo, doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur hjá Fish Passage Center í Oregon. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lax Umhverfismál Vatnsaflsvirkjanir Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Sjá meira
Ísland stendur nú á krossgötum varðandi villta fiskistofna. Höfundar þessarar greinar hafa rannsakað lax og aðrar tegundir í ám sem hafa orðið fyrir áhrifum af virkjanaframkvæmdum. Annar höfunda hefur unnið í meira en þrjá áratugi við rannsóknir við vatnsfallsvirkjanir Columbia árinnar, þar sem áratugalangar rannsóknir hafa sýnt fram á skelfilegar afleiðingar stíflna og vatnsfallsvirkjanna fyrir fiskistofna. Hinn hefur starfað að verndun Atlantshafslaxins á Íslandi og annars staðar í Norður-Atlantshafi. Þetta hefur veitt höfundum dýpri skilning á þeim hættum sem fylgja vatnsaflsvirkjunum, hættum sem eru sérlega viðeigandi nú þegar á að fara framhjá dómstólum og reisa Hvammsvirkjun. Hvammsvirkjun hefur verið umdeild í mörg ár. Upphaflega voru stjórnvöld réttilega á því að virkjunin krefðist frekari skoðunar vegna mögulegra alvarlegra umhverfisáhrifa. Engu að síður var virkjunin árið 2013 skyndilega færð í nýtingarflokk, þrátt fyrir umfangsmiklar vísindalegar rannsóknir sem sýndu fram á möguleg neikvæð áhrif þess á fiskistofna. Sú ákvörðun var tekin án þess að ráðfæra sig að fullu við sérfræðinga í fiskistjórnun og án þess að innleiða nýjustu þekkingu á fiskigöngum og afföllum tengdum virkjunum. Í dag eru íslensk stjórnvöld að ganga enn lengra, með því að breyta lögum til að komast fram hjá nýlegum dómi sem felldi úr gildi virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í janúar 2025. Í stað þess að virða umhverfisvernd og réttarkerfið, leitast löggjafinn við að breyta leikreglunum til að þvinga fram framkvæmdir. Þetta er ekki aðeins glannalegt heldur líka skammsýnt. Hvað hefur breyst síðan 2013? Frá því að ákveðið var að færa Hvammsvirkjun í nýtingarflokk hefur skilningur okkar á áhættunni aðeins orðið skýrari. Nýjustu gögn staðfesta að Þjórsá er ein mikilvægasta á landsins fyrir villta laxfiska. Það sem meira er, um það bil þriðjungur laxastofnsins heldur til fyrir ofan fyrirhugaðan virkjunarstað. Það þýðir að þessir fiskar, og erfðafræðileg fjölbreytni þeirra, eru í beinni hættu vegna virkjunarinnar. Einn af höfundum skýrslunnar frá 2013, sem notuð var til að réttlæta Hvammsvirkjun, hefur nú viðurkennt að hann myndi ekki komast að sömu niðurstöðu í dag. Í vitnisburði fyrir dómstólum í desember 2024 játaði Dr. Skúli Skúlason að spurningarnar sem settar voru fram af verkefnisstjórn rammaáætlunar hefðu verið „leiðandi“ og að hann, í ljósi nýrra gagna, myndi ekki veita sömu ráðgjöf í dag. Á sama tíma halda rannsóknir frá Columbia ánni og öðrum vatnsaflvirkjunum um allan heim áfram að sýna að jafnvel flóknustu mótvægisaðgerðir, svo sem aukning á vatnsrennsli, laxastigar, hliðarleiðir og stýrð vatnslosun hafa ekki dugað til að koma í veg fyrir hnignun villtra laxastofna. Milljörðum dollara hefur verið varið í þessar tilraunir, aðeins til að vísindamenn og stjórnmálamenn komist að sömu niðurstöðu: eina raunverulega lausnin er að fjarlægja stíflurnar. Það er því mikið áhyggjuefni að Ísland stefnir í þveröfuga átt og íhugar að reisa nýja stíflu í einni af mikilvægustu ám landsins fyrir villta laxinn. Hlustum á vísindin—áður en það er um seinan Fullyrðingin um að hægt sé að reisa Hvammsvirkjun með nægjanlegum verndarráðstöfunum fyrir fiskistofna á sér enga stoð í vísindum. Raunveruleikinn er sá að engin verkfræðileg lausn getur bætt fyrir þann skaða sem stífla veldur. Enn alvarlegra er að ríkisstjórnin reynir nú að hnekkja dómsniðurstöðu með lagabreytingum. Slík ákvörðun myndi skapa hættulegt fordæmi, ekki aðeins fyrir umhverfisvernd á Íslandi heldur einnig fyrir trúverðugleika réttarkerfisins. Ísland hefur lengi verið í fararbroddi í náttúruvernd og er aðili að alþjóðlegum samningum sem miða að því að vernda mikilvæg vistkerfi. Nú er rétti tíminn til að endurskoða Hvammsvirkjun, ekki að tvíefla sig í rangri ákvörðun sem tekin var fyrir meira en áratug. Ísland hefur einstakt tækifæri til að sýna alþjóðlega forystu með því að setja umhverfisábyrgð framar skammtímahagsmunum iðnaðar. Ef við lærum ekki af mistökum fortíðar, þurfum við að leiðrétta þau í framtíðinni, en þá verður kostnaðurinn mun meiri. Dr. Margaret Filardo, doktor í líffræði og fyrrum yfirlíffræðingur hjá Fish Passage Center í Oregon. Elvar Örn Friðriksson, framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna (NASF).
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun