Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Bjarki Sigurðsson skrifar 24. febrúar 2025 18:33 Brynja Jóhannsdóttir, Adela Halldórsdóttir og Bergljót Þorsteinsdóttir voru allar í vinnunni þegar ræningjarnir mættu. Vísir/Stefán Apótekari sem varðist vopnuðum ræningjum á föstudag segir atvikið ekki hafa mikil áhrif á sig. Hún kljáðist við ræningjana sem hurfu tómhentir á braut. Síðast liðinn föstudagsmorgun réðust karl og kona inn í Austurbæjar Apótek í Ögurhvarfi í Kópavogi. Ræningjarnir voru báðir með mótorhjólahjálm á höfði og kröfðust þess að fá afhent ADHD-lyf frá starfsfólki. Konan var vopnuð byssu og piparúða og ógnaði parið starfsfólkinu. „Ég geng bara fram og hún reynir að stoppa mig stelpan. Ég stimpast bara áfram við hana og ætlaði fyrst að fara í neyðarhnappinn á bak við. En út af því að ég var að stimpast við hana hugsaði ég að ég yrði fljótari í kassann,“ segir Bergljót Þorsteinsdóttir, eigandi Austurbæjar Apóteks. Á meðan hún reyndi að komast fram hjá konunni og að neyðarhnappnum við búðarkassann rótaði maðurinn í skúffum í bakherberginu. „Á meðan stimpast ég við hana frammi, næ að ýta á neyðarhnappinn og kalla hátt og snjallt: „Löggan er að koma, löggan er að koma,“ mörgum sinnum. Og þá rjúka þau út,“ segir Bergljót. Skelkaðar samstarfskonur Parið var inni í apótekinu í rúma eina og hálfa mínútu og hafði ekkert upp úr krafsinu. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu en samstarfskonur Bergljótar voru nokkuð skelkaðar eftir atvikið. „Ég skalf eins og hrísla,“ segir Adela Halldórsdóttir, starfsmaður apóteksins. „Ég var svona tiltölulega róleg á meðan árásin var í gangi. En eftir á var þetta óþægilegt. Ég fann fyrir óöryggi og óþægindum,“ segir Brynja Jóhannsdóttir, lyfjafræðingur. Þetta var óöryggistilfinning? „Já, eftir á,“ segir Brynja. „Maður er enn þá að jafna sig,“ segir Adela. Veit að þetta var hættulegt En það var ekki það sama hjá þér hef ég heyrt? „Nei, ég var sultuslök. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað grín. Auðvitað á maður ekki að bregðast svona við. Ég veit það og vissi það allan tímann. En ég ætlaði ekki að láta þau ógna mér eða gera neitt,“ segir Bergljót. „Ég hefði brugðist öðruvísi við ef þau hefðu verið með hnífa. Mér finnst það meira ógnandi. En ég veit það ekki, kannski hefði ég samt tekist á við hana. Hún var minni en ég,“ segir Bergljót. Lögreglumál Kópavogur Skotvopn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Síðast liðinn föstudagsmorgun réðust karl og kona inn í Austurbæjar Apótek í Ögurhvarfi í Kópavogi. Ræningjarnir voru báðir með mótorhjólahjálm á höfði og kröfðust þess að fá afhent ADHD-lyf frá starfsfólki. Konan var vopnuð byssu og piparúða og ógnaði parið starfsfólkinu. „Ég geng bara fram og hún reynir að stoppa mig stelpan. Ég stimpast bara áfram við hana og ætlaði fyrst að fara í neyðarhnappinn á bak við. En út af því að ég var að stimpast við hana hugsaði ég að ég yrði fljótari í kassann,“ segir Bergljót Þorsteinsdóttir, eigandi Austurbæjar Apóteks. Á meðan hún reyndi að komast fram hjá konunni og að neyðarhnappnum við búðarkassann rótaði maðurinn í skúffum í bakherberginu. „Á meðan stimpast ég við hana frammi, næ að ýta á neyðarhnappinn og kalla hátt og snjallt: „Löggan er að koma, löggan er að koma,“ mörgum sinnum. Og þá rjúka þau út,“ segir Bergljót. Skelkaðar samstarfskonur Parið var inni í apótekinu í rúma eina og hálfa mínútu og hafði ekkert upp úr krafsinu. Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglu en samstarfskonur Bergljótar voru nokkuð skelkaðar eftir atvikið. „Ég skalf eins og hrísla,“ segir Adela Halldórsdóttir, starfsmaður apóteksins. „Ég var svona tiltölulega róleg á meðan árásin var í gangi. En eftir á var þetta óþægilegt. Ég fann fyrir óöryggi og óþægindum,“ segir Brynja Jóhannsdóttir, lyfjafræðingur. Þetta var óöryggistilfinning? „Já, eftir á,“ segir Brynja. „Maður er enn þá að jafna sig,“ segir Adela. Veit að þetta var hættulegt En það var ekki það sama hjá þér hef ég heyrt? „Nei, ég var sultuslök. Ég hugsaði með mér að þetta væri eitthvað grín. Auðvitað á maður ekki að bregðast svona við. Ég veit það og vissi það allan tímann. En ég ætlaði ekki að láta þau ógna mér eða gera neitt,“ segir Bergljót. „Ég hefði brugðist öðruvísi við ef þau hefðu verið með hnífa. Mér finnst það meira ógnandi. En ég veit það ekki, kannski hefði ég samt tekist á við hana. Hún var minni en ég,“ segir Bergljót.
Lögreglumál Kópavogur Skotvopn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira