Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar 24. febrúar 2025 13:31 Þrjú ár eru liðin frá ólöglegri allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu og mögulega er einhvers konar vopnahlé eða friðarsamningar í sjónmáli. Þó ríkir mikil óvissa um hvernig slíkt samkomulag kann að líta út og nú allra síðustu daga ríkir einnig óvissa um stefnu Bandaríkjanna varðandi samningsmarkmið. Þannig hefur Trump-stjórnin, eins og fyrirséð var, tekið afstöðu með rússneskum sjónarmiðum varðandi ástæður stríðsins og réttláta niðurstöðu þess. Þessi stefnubreyting gengur þvert á alþjóðalög, hvort sem um er að ræða stofnsáttmála Sameinuðu Þjóðanna (2.gr.) eða Genfarsamningana sem banna árásir á borgaraleg skotmörk og skilgreina aðra stríðsglæpi. Trump-stjórnin tekur þannig, að því er virðist, afstöðu með Rússlandsforseta sem sætir handtökuskipun Alþjóðasakamáladómstólsins. Samfara þessari forkastanlegu stefnubreytingu hafa stjórnvöld í Washington grafið undan farsælu 80 ára samstarfi við bandamenn sína í Evrópu og sett sameiginlega öryggistryggingu 5. greinar Atlantshafssáttmálans í vafa. Í raun er það svo að ef einhver vafi um ríkir um sameiginlega varnarskuldbindingu NATO, þá hefur hún ekki tilætlaðan fælingarmátt og líkur á átökum við Rússa stóraukast. Þá hafa Bandaríkin reynt að knýja Úkraínumenn til þess að samþykkja afar óhagstætt samkomulag um eignarhald á þarlendum auðlindum. Fæst af þessu kemur á óvart, enda Trump verið mikill aðdáandi Rússlandsforseta um árabil og aldrei gagnrýnt hann eða andmælt á nokkurn hátt, þó svo að það gengi þvert á mat leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Því má segja að erfitt sé að spá fyrir um þróun næstu vikna og mánaða og hvort það takist að binda enda á styrjöldina sem Rússar hófu. Ekki síst hvort það takist að gera það með þeim hætti að Úkraína haldi fullveldi sínu, hernám og innlimun landsvæða verði ekki raungert og að fullnægjandi öryggistryggingar og friðargæslulið sjái til þess að átök brjótist ekki út á nýjan leik. Kerfisstríð Mikilvægt er að muna að þó svo að hernaður Rússa beinist fyrst og fremst að úkraínsku þjóðinni og tilvist Úkraínu, þá er stríðið einnig atlaga að því alþjóðlega öryggiskerfi og alþjóðalögum sem ríkt hefur frá lokum Síðari heimsstyrjaldar. Ef Rússum tekst að breyta landamærum sínum í krafti hervalds, þá skapast hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki að gera slíkt hið sama. Þar horfa menn ekki síst til fyrirætlana stjórnvalda í Beijing að leggja Taiwan undir sig, en á sama tíma væri fótunum kippt undan stofnsáttmála Sameinuðu Þjóðanna og öllum landamærum stofnað í voða. Því er mikið í húfi á vígvellinum í Úkraínu og mikilvægt, ekki síst fyrir smærri ríki eins og Ísland, að niðurstaðan verði ekki Rússum í hag. Björninn ósigrandi Umræða um stríðið hérlendis og alþjóðlega hefur einkennst af miklu ofmati á hernaðarmætti Rússa. Þetta kom fram með skýrum hætti í aðdraganda innrásarinnar, þegar flestir, Rússlandsforseti þar með talinn, áttu von á því að Rússar myndu vinna fullnaðarsigur á fáum dögum. Sú varð ekki raunin vegna hetjudáðar Ukraínuhers og mikilvægs undirbúnings allt frá því að hernaður Rússa gegn Úkraínu hófst árið 2014. Þrátt fyrir sneypulega frammistöðu úrvalsherdeilda Rússa í upphafi stríðs, hefur orðræðan engu að síður einkennst af áframhaldandi ofmati á hernaðargetu og sigurlíkum Rússa. Eftir innrás Rússa 2022 og gagnsókn Úkraínumanna þá um haustið hefur stríðið þróast yfir í kyrrstöðuhernað að mestu, og það sem kallast mulningsstríð (e. war of attrition) þar sem hernaðarlegt og pólitískt úthald stríðsaðila ræður úrslitum. Vissulega hefur varnarbarátta Úkraínu verið gríðarlega kostnaðarsöm og erfið, en gott er að velta fyrir sér hvaða árangur stríðið hefur til þessa fært Rússlandsforseta og hvað það hefur kostað. Í kjölfar innrásarinnar náðu Rússar um 27% af Úkraínu á sitt vald, en með því að hörfa frá Kyiv og eftir gagnsókn Úkraínuhers um haustið héldu Rússar um 18% landsins í árslok 2022. Jafnframt því að missa mikið herlið og búnað á því ári, þá hafa áframhaldandi sóknir Rússa verið ákaflega kostnaðarsamar. Þannig hafa Rússar frá upphafi stríðsins alls misst um 800.000 hermenn (fallnir, særðir og teknir til fanga, þar af um 200.000 fallnir), auk eyðileggingar þúsunda skriðdreka og vopnakerfna hvers konar. Rússneski herinn þarf þannig að reiða sig á áratuga gamla skriðdreka og hefur fyrst og fremst beitt fótgönguliðsárásum undanfarin tvö ár. Rússar lögðu undir sig 1% af landsvæði Úkraínu á öllu síðasta ári, til viðbótar við það sem var þegar hernumið, en misstu um 400.000 hermenn. Flestir sérfræðingar eru á þeirri skoðun að rússneski herinn þoli slíkt mannfall ekki til lengdar, sérstaklega þegar árangur mannfórnanna er eins lítill og raun ber vitni. Eins er það Rússum um megn að framleiða nægilegt magn skriðdreka og annarra vopna til skamms tíma. Á sama tíma hafa Rússar misst flaggskip svartahafsflotans auk fleiri skipa og hafa dregið flotann til fjarlægra hafna af ótta við frekara tjón. Tjón rússneska flughersins hefur verið gríðarmikið og Rússum hefur frá upphafi stríðs mistekist að ná yfirráðum í lofti sem er lykilmarkmið allra flugherja í nútíma hernaði. Eins mistókst Rússum að verja eigin landsvæði gegn innrás úkraínuhers síðasta haust, og hefur gengið erfiðlega að endurheimta það landsvæði þrátt fyrir miklar mannfórnir. Efnahagur í molum Ljóst er að Rússum gengur mjög erfiðlega á vígvellinum og stríðið hefur til þessar verið mikil hrakför. Þróun efnahagsmála í Rússlandi hefur einnig verið gríðarlega neikvæð og glíma Rússar nú við 10% verðbólgu, 21% vexti, gjaldeyrisforðinn hefur minnkað um tvo þriðju og hallarekstur ríkisins aukist gríðarlega þrátt fyrir hátt olíu- og gasverð. Öllu efnahagskerfinu og innlendri framleiðslu hefur verið snúið til þjónustu við stríðsreksturinn og þó svo að friðarsamningar náist, mun stríðið halda áfram að hafa neikvæðar efnahagslegar afleiðingar fyrir Rússland. Við það bætist að vandasamt verður að minnka herinn á nýjan leik að loknu stríði og koma því fólki aftur inn í efnahagslífið. Því er ákveðin hætta á því að Rússar freistist til frekari átaka þar sem allt samfélagið er þegar hervætt, ekki síst ef þeir ná hagfelldri niðurstöðu í stríðinu í Úkraínu í krafti samninga. Þessu hafa leiðtogar í Evrópu miklar áhyggjur af og óttast átök við Rússa í náinni framtíð, enda hafa Rússar ítrekað lýst því yfir að þeir eigi þegar í átökum við NATO í Úkraínu. Helsta von Rússa Það er því áhyggjuefni að meðan þróun stríðsins er Rússum alls ekki í hag, þá virðist sem Bandaríki Trumps ætli að skera þá úr snörunni og færa þeim einhvers konar sigur við samningaborðið. Mikið er í húfi að Evrópuríkin komi í veg fyrir að svo verði, enda væri sú niðurstaða ekki aðeins óásættanleg fyrir Úkraínu, heldur myndi hún, eins og áður sagði, auka líkur á ófriði í álfunni og á styrjöldum víða um heim þvert á alþjóðalög. Íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi innrásar tjáð sig með ábyrgum og aðdáunarverðum hætti hvað þetta varðar og hafa skipað sér í hóp með Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum sem einörðustu stuðningsmenn Úkraínu. Ný ríkisstjórn hefur hvergi hvikað frá þeirri afstöðu og þar er þátttaka Forsætisráðherra í fundi evrópskra leiðtoga í Kyiv í dag mikilvæg. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður íslensku utanríkisþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson Rússland Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Þrjú ár eru liðin frá ólöglegri allsherjarinnrás Rússa í Úkraínu og mögulega er einhvers konar vopnahlé eða friðarsamningar í sjónmáli. Þó ríkir mikil óvissa um hvernig slíkt samkomulag kann að líta út og nú allra síðustu daga ríkir einnig óvissa um stefnu Bandaríkjanna varðandi samningsmarkmið. Þannig hefur Trump-stjórnin, eins og fyrirséð var, tekið afstöðu með rússneskum sjónarmiðum varðandi ástæður stríðsins og réttláta niðurstöðu þess. Þessi stefnubreyting gengur þvert á alþjóðalög, hvort sem um er að ræða stofnsáttmála Sameinuðu Þjóðanna (2.gr.) eða Genfarsamningana sem banna árásir á borgaraleg skotmörk og skilgreina aðra stríðsglæpi. Trump-stjórnin tekur þannig, að því er virðist, afstöðu með Rússlandsforseta sem sætir handtökuskipun Alþjóðasakamáladómstólsins. Samfara þessari forkastanlegu stefnubreytingu hafa stjórnvöld í Washington grafið undan farsælu 80 ára samstarfi við bandamenn sína í Evrópu og sett sameiginlega öryggistryggingu 5. greinar Atlantshafssáttmálans í vafa. Í raun er það svo að ef einhver vafi um ríkir um sameiginlega varnarskuldbindingu NATO, þá hefur hún ekki tilætlaðan fælingarmátt og líkur á átökum við Rússa stóraukast. Þá hafa Bandaríkin reynt að knýja Úkraínumenn til þess að samþykkja afar óhagstætt samkomulag um eignarhald á þarlendum auðlindum. Fæst af þessu kemur á óvart, enda Trump verið mikill aðdáandi Rússlandsforseta um árabil og aldrei gagnrýnt hann eða andmælt á nokkurn hátt, þó svo að það gengi þvert á mat leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna. Því má segja að erfitt sé að spá fyrir um þróun næstu vikna og mánaða og hvort það takist að binda enda á styrjöldina sem Rússar hófu. Ekki síst hvort það takist að gera það með þeim hætti að Úkraína haldi fullveldi sínu, hernám og innlimun landsvæða verði ekki raungert og að fullnægjandi öryggistryggingar og friðargæslulið sjái til þess að átök brjótist ekki út á nýjan leik. Kerfisstríð Mikilvægt er að muna að þó svo að hernaður Rússa beinist fyrst og fremst að úkraínsku þjóðinni og tilvist Úkraínu, þá er stríðið einnig atlaga að því alþjóðlega öryggiskerfi og alþjóðalögum sem ríkt hefur frá lokum Síðari heimsstyrjaldar. Ef Rússum tekst að breyta landamærum sínum í krafti hervalds, þá skapast hættulegt fordæmi fyrir önnur ríki að gera slíkt hið sama. Þar horfa menn ekki síst til fyrirætlana stjórnvalda í Beijing að leggja Taiwan undir sig, en á sama tíma væri fótunum kippt undan stofnsáttmála Sameinuðu Þjóðanna og öllum landamærum stofnað í voða. Því er mikið í húfi á vígvellinum í Úkraínu og mikilvægt, ekki síst fyrir smærri ríki eins og Ísland, að niðurstaðan verði ekki Rússum í hag. Björninn ósigrandi Umræða um stríðið hérlendis og alþjóðlega hefur einkennst af miklu ofmati á hernaðarmætti Rússa. Þetta kom fram með skýrum hætti í aðdraganda innrásarinnar, þegar flestir, Rússlandsforseti þar með talinn, áttu von á því að Rússar myndu vinna fullnaðarsigur á fáum dögum. Sú varð ekki raunin vegna hetjudáðar Ukraínuhers og mikilvægs undirbúnings allt frá því að hernaður Rússa gegn Úkraínu hófst árið 2014. Þrátt fyrir sneypulega frammistöðu úrvalsherdeilda Rússa í upphafi stríðs, hefur orðræðan engu að síður einkennst af áframhaldandi ofmati á hernaðargetu og sigurlíkum Rússa. Eftir innrás Rússa 2022 og gagnsókn Úkraínumanna þá um haustið hefur stríðið þróast yfir í kyrrstöðuhernað að mestu, og það sem kallast mulningsstríð (e. war of attrition) þar sem hernaðarlegt og pólitískt úthald stríðsaðila ræður úrslitum. Vissulega hefur varnarbarátta Úkraínu verið gríðarlega kostnaðarsöm og erfið, en gott er að velta fyrir sér hvaða árangur stríðið hefur til þessa fært Rússlandsforseta og hvað það hefur kostað. Í kjölfar innrásarinnar náðu Rússar um 27% af Úkraínu á sitt vald, en með því að hörfa frá Kyiv og eftir gagnsókn Úkraínuhers um haustið héldu Rússar um 18% landsins í árslok 2022. Jafnframt því að missa mikið herlið og búnað á því ári, þá hafa áframhaldandi sóknir Rússa verið ákaflega kostnaðarsamar. Þannig hafa Rússar frá upphafi stríðsins alls misst um 800.000 hermenn (fallnir, særðir og teknir til fanga, þar af um 200.000 fallnir), auk eyðileggingar þúsunda skriðdreka og vopnakerfna hvers konar. Rússneski herinn þarf þannig að reiða sig á áratuga gamla skriðdreka og hefur fyrst og fremst beitt fótgönguliðsárásum undanfarin tvö ár. Rússar lögðu undir sig 1% af landsvæði Úkraínu á öllu síðasta ári, til viðbótar við það sem var þegar hernumið, en misstu um 400.000 hermenn. Flestir sérfræðingar eru á þeirri skoðun að rússneski herinn þoli slíkt mannfall ekki til lengdar, sérstaklega þegar árangur mannfórnanna er eins lítill og raun ber vitni. Eins er það Rússum um megn að framleiða nægilegt magn skriðdreka og annarra vopna til skamms tíma. Á sama tíma hafa Rússar misst flaggskip svartahafsflotans auk fleiri skipa og hafa dregið flotann til fjarlægra hafna af ótta við frekara tjón. Tjón rússneska flughersins hefur verið gríðarmikið og Rússum hefur frá upphafi stríðs mistekist að ná yfirráðum í lofti sem er lykilmarkmið allra flugherja í nútíma hernaði. Eins mistókst Rússum að verja eigin landsvæði gegn innrás úkraínuhers síðasta haust, og hefur gengið erfiðlega að endurheimta það landsvæði þrátt fyrir miklar mannfórnir. Efnahagur í molum Ljóst er að Rússum gengur mjög erfiðlega á vígvellinum og stríðið hefur til þessar verið mikil hrakför. Þróun efnahagsmála í Rússlandi hefur einnig verið gríðarlega neikvæð og glíma Rússar nú við 10% verðbólgu, 21% vexti, gjaldeyrisforðinn hefur minnkað um tvo þriðju og hallarekstur ríkisins aukist gríðarlega þrátt fyrir hátt olíu- og gasverð. Öllu efnahagskerfinu og innlendri framleiðslu hefur verið snúið til þjónustu við stríðsreksturinn og þó svo að friðarsamningar náist, mun stríðið halda áfram að hafa neikvæðar efnahagslegar afleiðingar fyrir Rússland. Við það bætist að vandasamt verður að minnka herinn á nýjan leik að loknu stríði og koma því fólki aftur inn í efnahagslífið. Því er ákveðin hætta á því að Rússar freistist til frekari átaka þar sem allt samfélagið er þegar hervætt, ekki síst ef þeir ná hagfelldri niðurstöðu í stríðinu í Úkraínu í krafti samninga. Þessu hafa leiðtogar í Evrópu miklar áhyggjur af og óttast átök við Rússa í náinni framtíð, enda hafa Rússar ítrekað lýst því yfir að þeir eigi þegar í átökum við NATO í Úkraínu. Helsta von Rússa Það er því áhyggjuefni að meðan þróun stríðsins er Rússum alls ekki í hag, þá virðist sem Bandaríki Trumps ætli að skera þá úr snörunni og færa þeim einhvers konar sigur við samningaborðið. Mikið er í húfi að Evrópuríkin komi í veg fyrir að svo verði, enda væri sú niðurstaða ekki aðeins óásættanleg fyrir Úkraínu, heldur myndi hún, eins og áður sagði, auka líkur á ófriði í álfunni og á styrjöldum víða um heim þvert á alþjóðalög. Íslensk stjórnvöld hafa frá upphafi innrásar tjáð sig með ábyrgum og aðdáunarverðum hætti hvað þetta varðar og hafa skipað sér í hóp með Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum sem einörðustu stuðningsmenn Úkraínu. Ný ríkisstjórn hefur hvergi hvikað frá þeirri afstöðu og þar er þátttaka Forsætisráðherra í fundi evrópskra leiðtoga í Kyiv í dag mikilvæg. Höfundur er hernaðarsagnfræðingur og fyrrverandi starfsmaður íslensku utanríkisþjónustunnar.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun