Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar 24. febrúar 2025 09:30 Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. Og nú verða sagðar fréttir. Launakerfi akademísks starfsfólks er vægast sagt ófullkomið og nánast galið. Ákvörðun launa byggist fyrst og fremst á framleiðni í rannsóknarhluta starfsins! Að engu er haft hið augljósa að gæði og magn fara sjaldnast saman og að fólk í mismunandi fræðigreinum býr við mismunandi birtingarhefðir. Er löglegt að láta laun stjórnast af ómálefnalegum þáttum á þennan hátt? Líklega ekki. Er skynsamlegt að kennsla, stór hluti af starfi þeirra er starfa í háskólum, helsti snertiflötur þeirra við nemendur, hafi lítil sem engin áhrif á launahækkanir á starfsævinni? Svari hver fyrir sig! Nemendur, væntanlega neikvætt. Allir skólar standa nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum þegar kemur að nýjum kynslóðum nemenda og m.a. áhrifum gervigreindar og breyttri félagsfærni að því er virðist. Þriggja ára stúdentspróf virðist vera (illa undirbúin) tilraun sem mistókst. Þessar áskoranir kalla á breytta kennsluhætti í háskólum. En í opinberu háskólunum, eru nánast engir hvatar fyrir einstaklinga að verja tíma í kennslu (það gera þó margir vissulega og taka afleiðingum þess í formi lægri launa og minni lífeyrisréttinda). En, þegar kemur að launum er alltaf betra að setja tímann og orkuna í rannsóknir, frekar en í kennslu. Það er fyrst og fremst umbunað fyrir framlag til rannsókna, en nánast ekkert fyrir framlag til kennslu. Þessu kerfi þarf að breyta og verðandi rektor og ekki síður stjórnvöld, verða að skilja að kerfið vinnur gegnum gæðum háskólastarfs. Hagsmunir nemenda eru skýrir – óbreytt kerfi vinnur gegn gæðum náms þeirra. Þeir ættu að spyrja rektors kandidata út í stefnu þeirra – launasetning er samtal eða samningur milli stjórnvalda, stjórna háskólanna og stéttarfélaga. Gróf mismunun hefur viðgengist á kostnað ákveðinna greina og á kostnað gæða. Verðandi rektor þarf að stíga inn og leiða þetta mál til lykta. Það akademíska starfsfólk sem stendur vörð um kerfið er fyrst og fremst að sinna sérhagmunagæslu á kostnað heildarinnar – hvort sem hún er akademískt starfsfólk eða einfaldlega þeir sem fjármagna háskólanna – þjóðin sjálf. Megi nýr rektor HÍ átta sig á því í hvaða umboði hann situr. Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta ágætlega frambærilegir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari stofnun sem er hreyfiafl í íslensku samfélagi. Fjármögnun háskólastigsins er undir viðmiðunarmörkum.Því þarf að breyta en fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins. Þar mun verðandi rektor HÍ þurfa að beita sér. Og nú verða sagðar fréttir. Launakerfi akademísks starfsfólks er vægast sagt ófullkomið og nánast galið. Ákvörðun launa byggist fyrst og fremst á framleiðni í rannsóknarhluta starfsins! Að engu er haft hið augljósa að gæði og magn fara sjaldnast saman og að fólk í mismunandi fræðigreinum býr við mismunandi birtingarhefðir. Er löglegt að láta laun stjórnast af ómálefnalegum þáttum á þennan hátt? Líklega ekki. Er skynsamlegt að kennsla, stór hluti af starfi þeirra er starfa í háskólum, helsti snertiflötur þeirra við nemendur, hafi lítil sem engin áhrif á launahækkanir á starfsævinni? Svari hver fyrir sig! Nemendur, væntanlega neikvætt. Allir skólar standa nú frammi fyrir gríðarlegum áskorunum þegar kemur að nýjum kynslóðum nemenda og m.a. áhrifum gervigreindar og breyttri félagsfærni að því er virðist. Þriggja ára stúdentspróf virðist vera (illa undirbúin) tilraun sem mistókst. Þessar áskoranir kalla á breytta kennsluhætti í háskólum. En í opinberu háskólunum, eru nánast engir hvatar fyrir einstaklinga að verja tíma í kennslu (það gera þó margir vissulega og taka afleiðingum þess í formi lægri launa og minni lífeyrisréttinda). En, þegar kemur að launum er alltaf betra að setja tímann og orkuna í rannsóknir, frekar en í kennslu. Það er fyrst og fremst umbunað fyrir framlag til rannsókna, en nánast ekkert fyrir framlag til kennslu. Þessu kerfi þarf að breyta og verðandi rektor og ekki síður stjórnvöld, verða að skilja að kerfið vinnur gegnum gæðum háskólastarfs. Hagsmunir nemenda eru skýrir – óbreytt kerfi vinnur gegn gæðum náms þeirra. Þeir ættu að spyrja rektors kandidata út í stefnu þeirra – launasetning er samtal eða samningur milli stjórnvalda, stjórna háskólanna og stéttarfélaga. Gróf mismunun hefur viðgengist á kostnað ákveðinna greina og á kostnað gæða. Verðandi rektor þarf að stíga inn og leiða þetta mál til lykta. Það akademíska starfsfólk sem stendur vörð um kerfið er fyrst og fremst að sinna sérhagmunagæslu á kostnað heildarinnar – hvort sem hún er akademískt starfsfólk eða einfaldlega þeir sem fjármagna háskólanna – þjóðin sjálf. Megi nýr rektor HÍ átta sig á því í hvaða umboði hann situr. Höfundur er prófessor við HÍ.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar