Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 08:31 Það er mikilvægt fyrir alla landsmenn, framtíð lands og þjóðar, að til forystu í Sjálfstæðisflokknum veljist einstaklingur sem hefur í lífi sínu haft kynni af okkur, fólkinu í landinu, á sem fjölbreyttastan hátt. Einstaklingur sem hefur tekist á við margs konar viðfangsefni í störfum sínum og félagslegri þátttöku og öðlast þannig þekkingu, skilning og virðingu fyrir breiðri flóru fólks, atvinnulífs og byggðar. Sem hefur gengið til verkefna dagsins, bæði með öðrum stjórnendum og sérfræðingum og launþegum sem sinna daglegri iðju við hverskonar þjónustu eða verðamætasköpun. Sjálfstæðimenn hafa nú tækifæri til að kjósa til forystu einstaklingsem á skömmum tíma hefur sýnt að hann hefur allt til brunns að bera til forystu í stjórnmálum flokks sem vill opna faðminn fyrir öllu fólki sem kýs frelsi og hagsæld fyrir landið okkar og þjóðina alla. Einstaklingur sem ekki hefur snúist á takmörkuðum fleti og öðlast fyrst og fremst reynslu og kynni af fólki, áherslum þess, þörfum og lífsnauðsynjum, með samherjum í stjórnmálun og störfum á malbikinu heldur sinnt fjölbreyttum verkefnum í atvinnulífi, fyrir stofnanir og samtök. Einstaklingur sem býr í jarðri höfuðborgarsvæðisins og þekkir það vel en er samt sem áður búsettur á landbyggðinni og veit og skilur mikilvægi þess fyrir þjóðina alla að við byggjum allt landið af bjartsýni og dug. Sjálfstæðisflokkurinn býr að því lýðræðislega fyrirkomulagi að fjöldi fólks mætir senn með atkvæðisrétt á landsfund þar sem forysta flokksins er kjörin til starfa, hvert atkvæði þar skiptir máli fyrir okkur landsmenn alla. Það skiptir máli vegna þess að síðasta árhundrað hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið leiðandi afl í íslenskri hagsæld og framþróun. Við sem þjóð höfum farið frá fátækt til þess að vera ein auðugast og hamingjusamasta þjóð heims samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Þess vegna skiptir það máli fyrir okkur öll að Guðrún Hafsteinsdóttir verði kosin formaður Sjálfstæðisflokksins og fái þar með tækifæri til að opna faðm flokksins á nýjan hátt fyrir öllum þeim sem aðhyllast grunngildi flokksins og telja öflugan Sjálfstæðisflokk tryggasta vígið í róstursömum heimi. Höfundur er sálfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt fyrir alla landsmenn, framtíð lands og þjóðar, að til forystu í Sjálfstæðisflokknum veljist einstaklingur sem hefur í lífi sínu haft kynni af okkur, fólkinu í landinu, á sem fjölbreyttastan hátt. Einstaklingur sem hefur tekist á við margs konar viðfangsefni í störfum sínum og félagslegri þátttöku og öðlast þannig þekkingu, skilning og virðingu fyrir breiðri flóru fólks, atvinnulífs og byggðar. Sem hefur gengið til verkefna dagsins, bæði með öðrum stjórnendum og sérfræðingum og launþegum sem sinna daglegri iðju við hverskonar þjónustu eða verðamætasköpun. Sjálfstæðimenn hafa nú tækifæri til að kjósa til forystu einstaklingsem á skömmum tíma hefur sýnt að hann hefur allt til brunns að bera til forystu í stjórnmálum flokks sem vill opna faðminn fyrir öllu fólki sem kýs frelsi og hagsæld fyrir landið okkar og þjóðina alla. Einstaklingur sem ekki hefur snúist á takmörkuðum fleti og öðlast fyrst og fremst reynslu og kynni af fólki, áherslum þess, þörfum og lífsnauðsynjum, með samherjum í stjórnmálun og störfum á malbikinu heldur sinnt fjölbreyttum verkefnum í atvinnulífi, fyrir stofnanir og samtök. Einstaklingur sem býr í jarðri höfuðborgarsvæðisins og þekkir það vel en er samt sem áður búsettur á landbyggðinni og veit og skilur mikilvægi þess fyrir þjóðina alla að við byggjum allt landið af bjartsýni og dug. Sjálfstæðisflokkurinn býr að því lýðræðislega fyrirkomulagi að fjöldi fólks mætir senn með atkvæðisrétt á landsfund þar sem forysta flokksins er kjörin til starfa, hvert atkvæði þar skiptir máli fyrir okkur landsmenn alla. Það skiptir máli vegna þess að síðasta árhundrað hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið leiðandi afl í íslenskri hagsæld og framþróun. Við sem þjóð höfum farið frá fátækt til þess að vera ein auðugast og hamingjusamasta þjóð heims samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Þess vegna skiptir það máli fyrir okkur öll að Guðrún Hafsteinsdóttir verði kosin formaður Sjálfstæðisflokksins og fái þar með tækifæri til að opna faðm flokksins á nýjan hátt fyrir öllum þeim sem aðhyllast grunngildi flokksins og telja öflugan Sjálfstæðisflokk tryggasta vígið í róstursömum heimi. Höfundur er sálfræðingur
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar