Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar 24. febrúar 2025 08:31 Það er mikilvægt fyrir alla landsmenn, framtíð lands og þjóðar, að til forystu í Sjálfstæðisflokknum veljist einstaklingur sem hefur í lífi sínu haft kynni af okkur, fólkinu í landinu, á sem fjölbreyttastan hátt. Einstaklingur sem hefur tekist á við margs konar viðfangsefni í störfum sínum og félagslegri þátttöku og öðlast þannig þekkingu, skilning og virðingu fyrir breiðri flóru fólks, atvinnulífs og byggðar. Sem hefur gengið til verkefna dagsins, bæði með öðrum stjórnendum og sérfræðingum og launþegum sem sinna daglegri iðju við hverskonar þjónustu eða verðamætasköpun. Sjálfstæðimenn hafa nú tækifæri til að kjósa til forystu einstaklingsem á skömmum tíma hefur sýnt að hann hefur allt til brunns að bera til forystu í stjórnmálum flokks sem vill opna faðminn fyrir öllu fólki sem kýs frelsi og hagsæld fyrir landið okkar og þjóðina alla. Einstaklingur sem ekki hefur snúist á takmörkuðum fleti og öðlast fyrst og fremst reynslu og kynni af fólki, áherslum þess, þörfum og lífsnauðsynjum, með samherjum í stjórnmálun og störfum á malbikinu heldur sinnt fjölbreyttum verkefnum í atvinnulífi, fyrir stofnanir og samtök. Einstaklingur sem býr í jarðri höfuðborgarsvæðisins og þekkir það vel en er samt sem áður búsettur á landbyggðinni og veit og skilur mikilvægi þess fyrir þjóðina alla að við byggjum allt landið af bjartsýni og dug. Sjálfstæðisflokkurinn býr að því lýðræðislega fyrirkomulagi að fjöldi fólks mætir senn með atkvæðisrétt á landsfund þar sem forysta flokksins er kjörin til starfa, hvert atkvæði þar skiptir máli fyrir okkur landsmenn alla. Það skiptir máli vegna þess að síðasta árhundrað hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið leiðandi afl í íslenskri hagsæld og framþróun. Við sem þjóð höfum farið frá fátækt til þess að vera ein auðugast og hamingjusamasta þjóð heims samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Þess vegna skiptir það máli fyrir okkur öll að Guðrún Hafsteinsdóttir verði kosin formaður Sjálfstæðisflokksins og fái þar með tækifæri til að opna faðm flokksins á nýjan hátt fyrir öllum þeim sem aðhyllast grunngildi flokksins og telja öflugan Sjálfstæðisflokk tryggasta vígið í róstursömum heimi. Höfundur er sálfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Það er mikilvægt fyrir alla landsmenn, framtíð lands og þjóðar, að til forystu í Sjálfstæðisflokknum veljist einstaklingur sem hefur í lífi sínu haft kynni af okkur, fólkinu í landinu, á sem fjölbreyttastan hátt. Einstaklingur sem hefur tekist á við margs konar viðfangsefni í störfum sínum og félagslegri þátttöku og öðlast þannig þekkingu, skilning og virðingu fyrir breiðri flóru fólks, atvinnulífs og byggðar. Sem hefur gengið til verkefna dagsins, bæði með öðrum stjórnendum og sérfræðingum og launþegum sem sinna daglegri iðju við hverskonar þjónustu eða verðamætasköpun. Sjálfstæðimenn hafa nú tækifæri til að kjósa til forystu einstaklingsem á skömmum tíma hefur sýnt að hann hefur allt til brunns að bera til forystu í stjórnmálum flokks sem vill opna faðminn fyrir öllu fólki sem kýs frelsi og hagsæld fyrir landið okkar og þjóðina alla. Einstaklingur sem ekki hefur snúist á takmörkuðum fleti og öðlast fyrst og fremst reynslu og kynni af fólki, áherslum þess, þörfum og lífsnauðsynjum, með samherjum í stjórnmálun og störfum á malbikinu heldur sinnt fjölbreyttum verkefnum í atvinnulífi, fyrir stofnanir og samtök. Einstaklingur sem býr í jarðri höfuðborgarsvæðisins og þekkir það vel en er samt sem áður búsettur á landbyggðinni og veit og skilur mikilvægi þess fyrir þjóðina alla að við byggjum allt landið af bjartsýni og dug. Sjálfstæðisflokkurinn býr að því lýðræðislega fyrirkomulagi að fjöldi fólks mætir senn með atkvæðisrétt á landsfund þar sem forysta flokksins er kjörin til starfa, hvert atkvæði þar skiptir máli fyrir okkur landsmenn alla. Það skiptir máli vegna þess að síðasta árhundrað hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið leiðandi afl í íslenskri hagsæld og framþróun. Við sem þjóð höfum farið frá fátækt til þess að vera ein auðugast og hamingjusamasta þjóð heims samkvæmt alþjóðlegum mælikvörðum. Þess vegna skiptir það máli fyrir okkur öll að Guðrún Hafsteinsdóttir verði kosin formaður Sjálfstæðisflokksins og fái þar með tækifæri til að opna faðm flokksins á nýjan hátt fyrir öllum þeim sem aðhyllast grunngildi flokksins og telja öflugan Sjálfstæðisflokk tryggasta vígið í róstursömum heimi. Höfundur er sálfræðingur
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar