Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar 23. febrúar 2025 13:00 Forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, sendu erindi til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins þann 14. febrúar sl. þar sem þau óskuðu fundar með henni. Fundar til að fá skýringar á því af hverju embætti hennar hafi ekki enn komist að niðurstöðu í kæru sem ÁTVR lagði fram fyrir tæpum 5 árum, þann 16. júní 2020, á hendur aðilum sem selja áfengi í smásölu og afhenda neytendum beint af lager sem er á Íslandi. Slík sala grefur undan áfengissölukerfinu og vegur að lýðheilsustefnunni. Að mati samtakanna er afar óeðlilegt hve langan tíma hefur tekið að fá niðurstöðu varðandi kæruna. Brátt er liðinn hálfur áratugur frá kæru. Ríkissaksóknari hefur einnig óskað skýringa Í erindinu er farið yfir forsöguna og rakið að ríkissaksóknari óskaði einnig skýringa á seinaganginum eins og fram kom í fréttum og í gögnum sem samtökin höfðu aflað sér sér á grundvelli upplýsingalaga. Þau gögn eru annarsvegar bréf frá ríkissaksóknara þann 28. maí 2024, þar sem segir: Samkvæmt skráningum í málaskrá hafa þau nú þegar verið til meðferðar í 3 til 4 ár án þess að séð verði að rannsókn eða meðferð þeirra sé lokið. Lagt er fyrir lögreglustjóra að gera grein fyrir stöðu þessara kærumála og setja fram áætlun um meðferð þeirra og hinsvegarsvar lögreglustjóra þann 10. júní 2024þar sem segir .... rannsókn málsins er við það að ljúka hjá viðkomandi rannsóknardeild embættisins en beðið er greinagerða, annars vegar frá tollgæslusviði Skattsins og hins vegar skattrannsóknarsviði Skattsins, í samræmi við 4. mgr. 4. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Greinargerðirnar munu að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni í þessari viku. Í kjölfarið verður málið sent ákærusviði embættisins til ákvörðunar um saksókn. Málið damlar á ákærusviðinu Þá er rakið í erindinu að rannsókn hafi verið lokið í ágúst eða september sl. ár og hefur nú legið á ákærusviði lögreglustjórans í fjölda mánaða skv. opinberum upplýsingum frá starfsfólki embættisins frá því í september 2024. Þá benda samtökin á að í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni Norrænu áfengiseinkasölurnar: mikilvægi hlutverks þeirra í heildstæðri áfengisstefnu og bættri lýðheilsu vísi stofnunin til lögreglukærunnar á Íslandi vegna netsölu áfengis sem enga niðurstöðu hafi hlotið. Forvarnarsamtökin gáfu út fréttatilkynningu vegna þessa þann 13. febrúar sl. og þykir mikilvægt að alþjóðastofnun hafi tekið málið upp með þessum hætti og vænta þess að stofnunin fylgist með afdrifum þess. Forvarnarsamtökin eru vongóð um að af fundi með lögreglustjóra verði bráðlega því þann 17. feb. sl. var staðfest að erindi samtakanna væri móttekið og áframsent til lögreglustjóra. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna-félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, sendu erindi til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins þann 14. febrúar sl. þar sem þau óskuðu fundar með henni. Fundar til að fá skýringar á því af hverju embætti hennar hafi ekki enn komist að niðurstöðu í kæru sem ÁTVR lagði fram fyrir tæpum 5 árum, þann 16. júní 2020, á hendur aðilum sem selja áfengi í smásölu og afhenda neytendum beint af lager sem er á Íslandi. Slík sala grefur undan áfengissölukerfinu og vegur að lýðheilsustefnunni. Að mati samtakanna er afar óeðlilegt hve langan tíma hefur tekið að fá niðurstöðu varðandi kæruna. Brátt er liðinn hálfur áratugur frá kæru. Ríkissaksóknari hefur einnig óskað skýringa Í erindinu er farið yfir forsöguna og rakið að ríkissaksóknari óskaði einnig skýringa á seinaganginum eins og fram kom í fréttum og í gögnum sem samtökin höfðu aflað sér sér á grundvelli upplýsingalaga. Þau gögn eru annarsvegar bréf frá ríkissaksóknara þann 28. maí 2024, þar sem segir: Samkvæmt skráningum í málaskrá hafa þau nú þegar verið til meðferðar í 3 til 4 ár án þess að séð verði að rannsókn eða meðferð þeirra sé lokið. Lagt er fyrir lögreglustjóra að gera grein fyrir stöðu þessara kærumála og setja fram áætlun um meðferð þeirra og hinsvegarsvar lögreglustjóra þann 10. júní 2024þar sem segir .... rannsókn málsins er við það að ljúka hjá viðkomandi rannsóknardeild embættisins en beðið er greinagerða, annars vegar frá tollgæslusviði Skattsins og hins vegar skattrannsóknarsviði Skattsins, í samræmi við 4. mgr. 4. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Greinargerðirnar munu að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni í þessari viku. Í kjölfarið verður málið sent ákærusviði embættisins til ákvörðunar um saksókn. Málið damlar á ákærusviðinu Þá er rakið í erindinu að rannsókn hafi verið lokið í ágúst eða september sl. ár og hefur nú legið á ákærusviði lögreglustjórans í fjölda mánaða skv. opinberum upplýsingum frá starfsfólki embættisins frá því í september 2024. Þá benda samtökin á að í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni Norrænu áfengiseinkasölurnar: mikilvægi hlutverks þeirra í heildstæðri áfengisstefnu og bættri lýðheilsu vísi stofnunin til lögreglukærunnar á Íslandi vegna netsölu áfengis sem enga niðurstöðu hafi hlotið. Forvarnarsamtökin gáfu út fréttatilkynningu vegna þessa þann 13. febrúar sl. og þykir mikilvægt að alþjóðastofnun hafi tekið málið upp með þessum hætti og vænta þess að stofnunin fylgist með afdrifum þess. Forvarnarsamtökin eru vongóð um að af fundi með lögreglustjóra verði bráðlega því þann 17. feb. sl. var staðfest að erindi samtakanna væri móttekið og áframsent til lögreglustjóra. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna-félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar