Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2025 11:31 Leikreglur stjórnmálanna hafa gjörbreyst á síðustu árum. Tími langra funda, dreifibréfa er liðinn. Pólitískir leiðtogar geta ekki lengur treyst á netkerfi flokksfélaga eða hefðbundna fjölmiðla. Kjósendur sækja upplýsingar annað en í blaðagreinar, sjónvarps- og útvarpsfréttir. Internetið, samfélagsmiðlar og streymisveitur hafa umbreytt stjórnmálastarfi og samskiptum við kjósendur. Stjórnmálamenn þurfa að bregðast hratt við fréttum, vera í stöðugu samtali við almenning á samfélagsmiðlum og nýta gögn, gervigreind og tæknilausnir til að greina viðhorf fólks og móta skilaboð. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í þennan nýja veruleika með því að endurskipuleggja starf flokksins, gera það aðgengilegra, sveigjanlegra og meira í takt við samtímann. Hún hefur sýnt óhrædd fram á breytingar á kerfum og talað skýrt fyrir mikilvægi þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé engin undantekning. Pólitískar áherslur og framtíðarsýn Á fundum sínum um allt land hefur Áslaug Arna átt samtal við flokksmenn um pólitíska stefnu og framtíðarsýn sem hún hefur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og starfsemi hans í öllum landshlutum. Það hefur hún í reynd átt allt síðasta kjörtímabil og hlustað á sjálfstæðismenn og boðið til samtals um hvar við getum gert betur. Það sem hefur vakið athygli mína er m.a: Styrking kjarnamálefna – Hún hefur lagt áherslu á að flokkurinn leiti aftur í grunngildin og leggi áherslu á þau málefni sem snerta fólk beint og skipta kjósendur raunverulegu máli. Áslaug Arna vill stækka Sjálfstæðisflokkinn og gefa samtali og rökræðu um pólitík innan flokksins aukið vægi og nýta þann styrkleika hans í opinberri umræðu. Öflugra samband við grasrótina – Auka samskipti við almenna flokksmenn og endurnýja talsambandið við almenning. Gera umbætur á skipulagi og umgjörð flokksstarfsins, þ.á.m starfi Valhallar, einfalda og straumlínulaga með að markmiði styðja við starfið um allt land og nýta betur kraftinn sem býr í sveitastjórnarfólkinu og flokksmönnum allstaðar. Virkjun málefnastarfs – Nota reynsluna og þekkinguna innan flokksins markvisst til að þróa stefnu og veita kjörnum fulltrúum betri stuðning og aðhald. Stjórnmálaskóli í nýrri mynd – Nútímavæða stjórnmálaskólann þannig að hann sé í takt við nýja tíma. Laða að ungt og áhugasamt fólk með framsæknum námskeiðum og leiðsögn í stjórnmálum og nýta stafræna tækni og miðlun. Auðvelda nýju fólki að ganga til liðs við flokkinn og taka þátt í starfinu með skipulögðum hætti. Taka vel á móti fólki og opna þannig dyrnar fyrir endurnýjun og öflugri Sjálfstæðisflokki. Öflugri talsmenn – Auðvelda stjórnarmönnum og lykilfólki um land allt að tala máli Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðisstefnunnar með betri gagnamiðlun og stuðningi við þá sem tala fyrir stefnu flokksins í opinberri umræðu um land allt. Áslaug er málsvari nýrra tíma en ekki hluti af gamalli valdaklíku Ein gagnrýnin á Áslaugu Örnu er að hún sé hluti af gömlu flokkskerfi. En ef hún væri það, væri hún þá að kalla eftir gagngerum breytingum á starfi flokksins? Væri hún að kalla eftir því að málefnastarfið væri virkara og veitti flokksmönnum og kjörnum fulltrúum skýrari stuðning? Væri hún að leggja áherslu á nýjar leiðir til að tala við kjósendur? Ef markmið hennar væri að halda í gömlu valdastrúktúrana, þá myndi hún einfaldlega fylgja þeim og bíða „síns tíma“ eins og margir hafa gert í íslenskri pólitík. En það er ekki hennar leið. Hún hefur sýnt að hún er tilbúin að taka pólitíska áhættu, hún þorir að leggja fram óþægilegar breytingar og hún stendur fyrir raunverulega uppstokkun á flokksstarfinu þar sem áhersla er lögð á að virkja og sameina Sjálfstæðismenn um allt land. Það er ekki hegðun manneskju sem er óhrædd við að umbylta því sem er staðnað og sækja fram. Framtíðarsýn og áskoranir Áslaug Arna bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn standi frammi fyrir stórum áskorunum. Hún telur að tækifærin séu mikil, en að þau krefjist skýrra aðgerða og undirbúnings – annars sé hættan sú að flokkurinn mæti næstu kosningum illa undirbúinn. Með því að nýta tækifærin sem nú eru til staðar sé hægt að styrkja flokkinn og tryggja að hann sé í takt við samfélagið sem hann þjónar. Framboð Áslaugar Örnu boðar því ákveðna byltingu innan flokksins, þar sem áhersla er lögð á nútímavæðingu, virkari samtal við kjósendur og skýrari stefnumótun. Allt á grunni sjálfstæðisstefnunnar. Spurningin er hvort sjálfstæðismenn séu tilbúnir að taka slíkt skref og endurmóta flokkinn fyrir nýja tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Leikreglur stjórnmálanna hafa gjörbreyst á síðustu árum. Tími langra funda, dreifibréfa er liðinn. Pólitískir leiðtogar geta ekki lengur treyst á netkerfi flokksfélaga eða hefðbundna fjölmiðla. Kjósendur sækja upplýsingar annað en í blaðagreinar, sjónvarps- og útvarpsfréttir. Internetið, samfélagsmiðlar og streymisveitur hafa umbreytt stjórnmálastarfi og samskiptum við kjósendur. Stjórnmálamenn þurfa að bregðast hratt við fréttum, vera í stöðugu samtali við almenning á samfélagsmiðlum og nýta gögn, gervigreind og tæknilausnir til að greina viðhorf fólks og móta skilaboð. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn inn í þennan nýja veruleika með því að endurskipuleggja starf flokksins, gera það aðgengilegra, sveigjanlegra og meira í takt við samtímann. Hún hefur sýnt óhrædd fram á breytingar á kerfum og talað skýrt fyrir mikilvægi þess að Sjálfstæðisflokkurinn sé engin undantekning. Pólitískar áherslur og framtíðarsýn Á fundum sínum um allt land hefur Áslaug Arna átt samtal við flokksmenn um pólitíska stefnu og framtíðarsýn sem hún hefur fyrir Sjálfstæðisflokkinn og starfsemi hans í öllum landshlutum. Það hefur hún í reynd átt allt síðasta kjörtímabil og hlustað á sjálfstæðismenn og boðið til samtals um hvar við getum gert betur. Það sem hefur vakið athygli mína er m.a: Styrking kjarnamálefna – Hún hefur lagt áherslu á að flokkurinn leiti aftur í grunngildin og leggi áherslu á þau málefni sem snerta fólk beint og skipta kjósendur raunverulegu máli. Áslaug Arna vill stækka Sjálfstæðisflokkinn og gefa samtali og rökræðu um pólitík innan flokksins aukið vægi og nýta þann styrkleika hans í opinberri umræðu. Öflugra samband við grasrótina – Auka samskipti við almenna flokksmenn og endurnýja talsambandið við almenning. Gera umbætur á skipulagi og umgjörð flokksstarfsins, þ.á.m starfi Valhallar, einfalda og straumlínulaga með að markmiði styðja við starfið um allt land og nýta betur kraftinn sem býr í sveitastjórnarfólkinu og flokksmönnum allstaðar. Virkjun málefnastarfs – Nota reynsluna og þekkinguna innan flokksins markvisst til að þróa stefnu og veita kjörnum fulltrúum betri stuðning og aðhald. Stjórnmálaskóli í nýrri mynd – Nútímavæða stjórnmálaskólann þannig að hann sé í takt við nýja tíma. Laða að ungt og áhugasamt fólk með framsæknum námskeiðum og leiðsögn í stjórnmálum og nýta stafræna tækni og miðlun. Auðvelda nýju fólki að ganga til liðs við flokkinn og taka þátt í starfinu með skipulögðum hætti. Taka vel á móti fólki og opna þannig dyrnar fyrir endurnýjun og öflugri Sjálfstæðisflokki. Öflugri talsmenn – Auðvelda stjórnarmönnum og lykilfólki um land allt að tala máli Sjálfstæðisflokksins og sjálfstæðisstefnunnar með betri gagnamiðlun og stuðningi við þá sem tala fyrir stefnu flokksins í opinberri umræðu um land allt. Áslaug er málsvari nýrra tíma en ekki hluti af gamalli valdaklíku Ein gagnrýnin á Áslaugu Örnu er að hún sé hluti af gömlu flokkskerfi. En ef hún væri það, væri hún þá að kalla eftir gagngerum breytingum á starfi flokksins? Væri hún að kalla eftir því að málefnastarfið væri virkara og veitti flokksmönnum og kjörnum fulltrúum skýrari stuðning? Væri hún að leggja áherslu á nýjar leiðir til að tala við kjósendur? Ef markmið hennar væri að halda í gömlu valdastrúktúrana, þá myndi hún einfaldlega fylgja þeim og bíða „síns tíma“ eins og margir hafa gert í íslenskri pólitík. En það er ekki hennar leið. Hún hefur sýnt að hún er tilbúin að taka pólitíska áhættu, hún þorir að leggja fram óþægilegar breytingar og hún stendur fyrir raunverulega uppstokkun á flokksstarfinu þar sem áhersla er lögð á að virkja og sameina Sjálfstæðismenn um allt land. Það er ekki hegðun manneskju sem er óhrædd við að umbylta því sem er staðnað og sækja fram. Framtíðarsýn og áskoranir Áslaug Arna bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn standi frammi fyrir stórum áskorunum. Hún telur að tækifærin séu mikil, en að þau krefjist skýrra aðgerða og undirbúnings – annars sé hættan sú að flokkurinn mæti næstu kosningum illa undirbúinn. Með því að nýta tækifærin sem nú eru til staðar sé hægt að styrkja flokkinn og tryggja að hann sé í takt við samfélagið sem hann þjónar. Framboð Áslaugar Örnu boðar því ákveðna byltingu innan flokksins, þar sem áhersla er lögð á nútímavæðingu, virkari samtal við kjósendur og skýrari stefnumótun. Allt á grunni sjálfstæðisstefnunnar. Spurningin er hvort sjálfstæðismenn séu tilbúnir að taka slíkt skref og endurmóta flokkinn fyrir nýja tíma. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun