Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2025 16:32 Ég hef aldrei vitað um starfsstétt sem þarf að réttlæta tilvist sína jafn mikið og leikskólakennarar þurfa að gera. Umræðan í samfélaginu snýst meira og minna um þörf á “allri” þessari menntun, tíma leikskólakennara utan deildar til undirbúnings og/eða fjarveru af ólíkum ástæðum. Sem sagt að verja minni tíma með börnunum fyrir hærri laun. Undirbúningstími leikskólakennara er 7 klukkustundir á viku, 10 ef þú ert deildarstjóri. Fyrir utan allskyns pappírsvinnu og skipulag, sem jú er unnið utan deildar er undirbúningur inni á deild mikill. Að sinna aukaverkefnum eins og aukinni málörvun fyrir fjöltyngd börn, stuðningur eða eftirfylgni með einstökum börnum svo fátt eitt sé nefnt. Undirbúningur er einnig nýttur til endurmentunar, já kennarar á öllum sviðum og stigum þurfa á reglulegri endurmenntun að halda. Samfélagið er í stöðugri þróun og menntun verður að fylgja þeim breytingum og áskorunum sem því fylgir. Leikskólakennarar fóru í fyrsta skipti á þessari öld í verkfall núna. Fyrsta skipti! KÍ er í fyrsta skipti, frá stofnun, að vinna saman, þ.e. öll aðildafélög KÍ, að bættum hag allra kennara landsins. Þar að auki að bættum hag nemenda okkar, þjóðfélagið þarf að gera sér grein fyrir því hve margir það eru sem kenna börnunum okkar hafa ekki fagmenntun. Margt af þeim er að sjálfsögðu flott og gott fólk, en hvernig kennum við 20+ nemendum að lesa, skrifa, reikna. Kannt þú það? Mismununin sem á sér stað dagsdaglega vegna skorts á menntuðum kennurum er óviðunandi. Samband íslenskra sveitafélaga er í kjaraviðræðum við okkur og framkoman á sumum sviðum er ótrúleg. Prósentu hækkunin sem var samþykkt til að fresta verkföllum var jákvætt skref sem sýndi vilja sambandsins, í janúar var hinsvegar samþykkt að draga hana til baka. Launadeildir sveitafélaga fengu bréf þess efnis, en svo var hætt við á síðustu stundu, draga til baka jákvæða skrefið, næstum... hóta því? Eða hvað?. Orðræðan í kringum viðræðurnar hefur einnig verið furðuleg, „Vopnabúrið er tómt“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, erum við í stríði? Er þetta bardagi þar sem stærsta og öflugasta vopnið vinnur. Bæjarstjóri einn sagði í fréttum að launahækkunin muni hafa áhrif á allt starf bæjarins, skerðingu á annarri þjónustu. Var þetta hótun? Var þetta viljandi orðalag sem atar „okkur“ gegn „hinum“? Eru þetta einu möguleikarnir? Notum þá þessa orðræðu, ég er tilbúin til að berjast fyrir mínum kjörum og hag. Ég mun beita þeim vopnum sem ég hef til að sýna fram á mikilvægi starfs míns og kollega minna um allt land. Ég mun beita allra vopna sem ég finn í „vopnabúrinu“ mínu til þess. Ég berst fyrir börnunum sem eru í minni umsjá og mikilvægi þess að þeir sem starfa í skólakerfinu hafi fræðin og þekkingu á þroska barna í „vopnabúri“ sínu. Hingað til hef ég talað um leikskólatöskuna mína og þá þekkingu sem námið, lestur greina og bóka, og námskeið hafa safnast í hana, en kannski á vopnabúr betur við? Kennarastéttin á Íslandi er stór en hefur alltaf þurft að útskýra eða afsaka stöðu sína og þarfir, er það okkar akkilesarhæll? Eða er það stolt þjóðar?. Viðhorfið þarf að breytast, orðræðan þarf að breytast, við erum ekki í stríði! Við vinnum saman með hag barna landsins að leiðarljósi og til þess að ég geti sinnt mínu starfi vel þarf ég menntun, endurmenntun, rými til skipulagsvinnu og öflugt lærdómssamfélag í kringum mig. Ég berst fyrir því að geta unnið mitt starf samviskusamlega OG að geta komið heim til mín og sinnt fjölskyldu, vinum og mér eins vel og ég get. Í dag er það ekki raunin, virðing fyrir starfinu er í lágmarki, skortur á fagþekkingu reynir á okkur sem hana hafa og viljann til að sinna hverju barni, hverri fjölskyldu eftir bestu getu. Að auki gera launin sjálfstæðu foreldri erfitt fyrir (ég fór nánar í það í pistli sem kom út í byrjun nóvember), því öll viljum við börnunum okkar það besta. Ég vil barninu mínu það besta, en ég vil líka barninu þínu það besta. Ég vil breytta orðræðu er kemur að menntamálum landsins. Ég vil vera metin að verðleikum. Tilvistarkreppa eða barátta fyrir tilvist. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef aldrei vitað um starfsstétt sem þarf að réttlæta tilvist sína jafn mikið og leikskólakennarar þurfa að gera. Umræðan í samfélaginu snýst meira og minna um þörf á “allri” þessari menntun, tíma leikskólakennara utan deildar til undirbúnings og/eða fjarveru af ólíkum ástæðum. Sem sagt að verja minni tíma með börnunum fyrir hærri laun. Undirbúningstími leikskólakennara er 7 klukkustundir á viku, 10 ef þú ert deildarstjóri. Fyrir utan allskyns pappírsvinnu og skipulag, sem jú er unnið utan deildar er undirbúningur inni á deild mikill. Að sinna aukaverkefnum eins og aukinni málörvun fyrir fjöltyngd börn, stuðningur eða eftirfylgni með einstökum börnum svo fátt eitt sé nefnt. Undirbúningur er einnig nýttur til endurmentunar, já kennarar á öllum sviðum og stigum þurfa á reglulegri endurmenntun að halda. Samfélagið er í stöðugri þróun og menntun verður að fylgja þeim breytingum og áskorunum sem því fylgir. Leikskólakennarar fóru í fyrsta skipti á þessari öld í verkfall núna. Fyrsta skipti! KÍ er í fyrsta skipti, frá stofnun, að vinna saman, þ.e. öll aðildafélög KÍ, að bættum hag allra kennara landsins. Þar að auki að bættum hag nemenda okkar, þjóðfélagið þarf að gera sér grein fyrir því hve margir það eru sem kenna börnunum okkar hafa ekki fagmenntun. Margt af þeim er að sjálfsögðu flott og gott fólk, en hvernig kennum við 20+ nemendum að lesa, skrifa, reikna. Kannt þú það? Mismununin sem á sér stað dagsdaglega vegna skorts á menntuðum kennurum er óviðunandi. Samband íslenskra sveitafélaga er í kjaraviðræðum við okkur og framkoman á sumum sviðum er ótrúleg. Prósentu hækkunin sem var samþykkt til að fresta verkföllum var jákvætt skref sem sýndi vilja sambandsins, í janúar var hinsvegar samþykkt að draga hana til baka. Launadeildir sveitafélaga fengu bréf þess efnis, en svo var hætt við á síðustu stundu, draga til baka jákvæða skrefið, næstum... hóta því? Eða hvað?. Orðræðan í kringum viðræðurnar hefur einnig verið furðuleg, „Vopnabúrið er tómt“ segir Inga Rún Ólafsdóttir, erum við í stríði? Er þetta bardagi þar sem stærsta og öflugasta vopnið vinnur. Bæjarstjóri einn sagði í fréttum að launahækkunin muni hafa áhrif á allt starf bæjarins, skerðingu á annarri þjónustu. Var þetta hótun? Var þetta viljandi orðalag sem atar „okkur“ gegn „hinum“? Eru þetta einu möguleikarnir? Notum þá þessa orðræðu, ég er tilbúin til að berjast fyrir mínum kjörum og hag. Ég mun beita þeim vopnum sem ég hef til að sýna fram á mikilvægi starfs míns og kollega minna um allt land. Ég mun beita allra vopna sem ég finn í „vopnabúrinu“ mínu til þess. Ég berst fyrir börnunum sem eru í minni umsjá og mikilvægi þess að þeir sem starfa í skólakerfinu hafi fræðin og þekkingu á þroska barna í „vopnabúri“ sínu. Hingað til hef ég talað um leikskólatöskuna mína og þá þekkingu sem námið, lestur greina og bóka, og námskeið hafa safnast í hana, en kannski á vopnabúr betur við? Kennarastéttin á Íslandi er stór en hefur alltaf þurft að útskýra eða afsaka stöðu sína og þarfir, er það okkar akkilesarhæll? Eða er það stolt þjóðar?. Viðhorfið þarf að breytast, orðræðan þarf að breytast, við erum ekki í stríði! Við vinnum saman með hag barna landsins að leiðarljósi og til þess að ég geti sinnt mínu starfi vel þarf ég menntun, endurmenntun, rými til skipulagsvinnu og öflugt lærdómssamfélag í kringum mig. Ég berst fyrir því að geta unnið mitt starf samviskusamlega OG að geta komið heim til mín og sinnt fjölskyldu, vinum og mér eins vel og ég get. Í dag er það ekki raunin, virðing fyrir starfinu er í lágmarki, skortur á fagþekkingu reynir á okkur sem hana hafa og viljann til að sinna hverju barni, hverri fjölskyldu eftir bestu getu. Að auki gera launin sjálfstæðu foreldri erfitt fyrir (ég fór nánar í það í pistli sem kom út í byrjun nóvember), því öll viljum við börnunum okkar það besta. Ég vil barninu mínu það besta, en ég vil líka barninu þínu það besta. Ég vil breytta orðræðu er kemur að menntamálum landsins. Ég vil vera metin að verðleikum. Tilvistarkreppa eða barátta fyrir tilvist. Höfundur er leikskólakennari.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun