Neytendur

„Ó­um­flýjan­legt“ kílómetragjald kynnt í vikunni

Árni Sæberg skrifar
Ekkert olíugjald verður lagt á bensín og díselolíu eftir tilkomu kílómetragjalds.
Ekkert olíugjald verður lagt á bensín og díselolíu eftir tilkomu kílómetragjalds. Vísir/Vilhelm

Kílómetragjald á allar bifreiðar, sem leysir olíugjald af hólmi, verður kynnt af ríkisstjórninni í vikunni og áætlað er að það taki gildi um mitt ár.

Frá þessu greinir Ríkisútvarpið og vísar í orð Daða Más Kristóferssonar, sem segir kílómetragjaldið „óumflýjanlegt“.

Fjármála- og efnhagsráðuneyti Sigurðar Inga Jóhannessonar kynnti í júlí í fyrra til samráðs mál um að kílómetragjald yrði tekið upp fyrir bensín- og olíubíla. Sambærilegt gjald var lagt á rafmagns, tengiltvinnbíla, og vetnisbíla um þarsíðustu áramót.

Frumvarp um kílómetragjaldið dagaði uppi á síðasta þingi en nú virðist ný ríkisstjórn ætla að keyra málið í gegn. Í samtali við Rúv segir Daði Már að tekið hafi verið tillit til athugasemda, meðal annars varðandi tvísköttun á strandsiglinum.

Mikilvægt sé að breytingin verði kynnt vel, enda sé hún stór og mikilvægt að fólk skilji í hverju hún felst.


Tengdar fréttir

Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar

Fjárlagafrumvarps ársins 2025 var í dag samþykkt sem lög frá Alþingi. Í fjárlögum er gert ráð fyrir 59 milljarða króna halla á afkomu ríkissjóðs, sem er 18 milljörðum meira en Sigurður Ingi Jóhannesson fjármálaráðherra lagði upp með við framlagningu frumvarpsins í september. Það er vegna hárra stýrivaxta sem hafa leitt til kólnunar hagkerfisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×