Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar 18. febrúar 2025 21:33 Bætt líðan með sjálfboðastarfi Til hvers ættir þú að hjálpa náunganum og til hvers að gefa af þér til annarra? Ert þú ekki alltaf í tímaþröng og hefur ekki einu sinni tíma til að mála baðherbergið, fara í ræktina eða ryksuga? Hvers vegna ættir þú þá að gefa þinn dýrmæta tíma til annarra? Svarið er að það bætir samfélagið og það þykir næsta víst að það bætir líka þína eigin líðan. Þetta hafa margar rannsóknir sýnt fram á og er það sem trúarbrögð og önnur heimspekikerfi hafa predikað í gegnum aldirnar. Þú færð skýringuna á því hér aðeins neðar, hvernig það virkar. Öflugt sjálfboðaliðastarf ætti því að vera keppikefli í hverju samfélagi því það starf sem sjálfboðaliðar leggja af mörkum er ómetanlega mikilvægt. Að taka þátt í skipulögðu sjálfboðastarfi á ekki síst erindi þessi árin þegar svo margir glíma við vanlíðan eins og kvíða, tómleika og þunglyndi eða þjást vegna einmanaleika. En, með því að gefa af sér til annarra batnar eigin líðan því það hefur áhrif á heilastarfsemina og eykur framleiðslu á vellíðunar-hormónunum oxytocin og dópamín svo eitthvað sé nefnt. Þetta hafa nýlegar rannsóknir sýnt. Að hjálpa náunganum og gefa af sér til annarra styrkir tengsl okkar við annað fólk sem einnig veitir vellíðan og hefur til dæmis jákvæð áhrif á hjartasjúkdóma. Þetta er því win-win eins og sagt er. Í borgarsamfélögum nútímans er orðið lítið um nánd manna á milli og hver og einn er upptekinn við sitt lífsgæðakapphlaup. Menningin einkennist mikið af hraða og einstaklingshyggju þar sem hver er fyrir sjálfan sig og þekkir lítið til annarra þjóðfélagshópa en þess hóps sem fólk sjálft tilheyrir. Að auki hafa samfélagsmiðlarnir bæst við sem gerir okkur enn uppteknari af sjálfum okkur. Að vera of fastur í eigin egói eins og samfélagsmiðlarnir ýta undir, leiðir til þjáningar. Þannig líta mörg hugmyndakerfi eins og búddismi, ayurveda og yoga-vísindin á það. Of mikið af þér og of lítið af öðrum leiðir til þjáningar eins og kvíða, þunglyndis og streitu. Um leið og við horfum á ímynd annarra á Facebook, Instagram og Tik Tok, verðum við upptekin af því að ná sömu hamingju, sömu stöðu eða sama útliti. Eða við sökkvum í sjálfsgagnrýni eða sjálfumgleði sem festir okkur enn betur í eigin egói sem ýtir undir kvíða og depurð. Miðlarnir hafa líka þau áhrif að við örvumst og viljum fá meira eða verða meira. Þá er gott að minna sig á hina eilífu speki búddismans sem segir að það er ekki til neitt eilíft og aðskilið „ég“. Við erum öll tengd og eins vansæld er vansæld allra. Því meiri hamingju sem þú færir heiminum, því meiri hamingju færir þú sjálfum þér. Þetta þarf ekki að vera flókið. Getur falist í því að hjálpa öldruðu nágrannakonunni að halda á þvottinum hennar upp og niður í þvottahúsið og fara með bréfin upp til hennar. Ef þú vilt gefa markvissari aðstoð getur þú hjálpað vergangskisum sem hefur verið bjargað og skráð þig á vakt í kattaathvarfi. Eða þú getur verið vinur á vegum Rauða krossins og heimsótt fólk sem hefur einangrast. Það er svo margt sem hægt er að gera. Sjálfboðastarf, þó það eigi ekki að grundvallast á eigin hagsmunum, gefur sjálfboðaliðanum heilmikið líka. Hann lyftir sér upp úr eigin lífs-búbblu og egói, sér nýjan vinkil á tilverunni og öngull hins sterka egós minnkar. Sjálfboðaliðinn kynnist því hvernig hans vinna og nærvera getur haft verulega bót á líf annars fólks. Sjálfboðaliðinn styrkir sinn innri mann og styrkir í leiðinni samfélag náungakærleikans og samheldni. Leggur sitt af mörkum til að bæta samfélagið. Samfélag þar sem við látum okkur hvert annað varða. Að finna hvernig starf manns og nærvera getur gagnast öðrum, gefur síðan gleðitilfinningu, hamingju, visku og tilfinningu um tengsl og tilgang með lífinu. Eitt að lokum. Löngunin til að verða öðrum að liði má þó ekki leiða til of mikillar meðvirkni í samskiptum heldur skal hafa það í huga að nota orkuna sína í að aðstoða þá sem virkilega þurfa á aðstoð að halda og þá er úr nógu að velja. Sum sjálfboðastörf veita meiri félagsskap en önnur og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að gera öðrum gagn felur ekki einungis í sér að hjálpa fólki heldur er það einnig mikilvægt hjálparstarf að leggja dýrum lið og náttúrunni. Fyrir áhugasama um sjálfboðastarf bendi ég á eftirfarandi möguleika. Það má hafa samband við þessa aðila og athuga möguleikann á sjálfboðastarfi. Margt annað kemur til greina en ekki er hægt að gefa tæmandi upplýsingar í þessari litlu grein. Rauði krossinn Dýrahjálp Íslands Samtökin Villikettir Dýrfinna Samhjálp Liðveisla hjá Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélögum - Það er reyndar greitt fyrir þessi störf en erfitt er að fá fólk því launin eru lág. Þau snúast um að aðstoða náungann og geta hentað þeim sem vilja láta gott af sér leiða og fá um leið svolitla greiðslu fyrir. Þjóðkirkjan og aðrir trúarsöfnuðir. Íþróttafélögin Landsbjörg og björgunarsveitirnar um land allt. Kvenfélögin. Skógræktarfélögin Ungir umhverfissinnar Höfundur er kennari, ayurveda sérfræðingur og umhverfisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Góðverk Geðheilbrigði Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Skoðun Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Bætt líðan með sjálfboðastarfi Til hvers ættir þú að hjálpa náunganum og til hvers að gefa af þér til annarra? Ert þú ekki alltaf í tímaþröng og hefur ekki einu sinni tíma til að mála baðherbergið, fara í ræktina eða ryksuga? Hvers vegna ættir þú þá að gefa þinn dýrmæta tíma til annarra? Svarið er að það bætir samfélagið og það þykir næsta víst að það bætir líka þína eigin líðan. Þetta hafa margar rannsóknir sýnt fram á og er það sem trúarbrögð og önnur heimspekikerfi hafa predikað í gegnum aldirnar. Þú færð skýringuna á því hér aðeins neðar, hvernig það virkar. Öflugt sjálfboðaliðastarf ætti því að vera keppikefli í hverju samfélagi því það starf sem sjálfboðaliðar leggja af mörkum er ómetanlega mikilvægt. Að taka þátt í skipulögðu sjálfboðastarfi á ekki síst erindi þessi árin þegar svo margir glíma við vanlíðan eins og kvíða, tómleika og þunglyndi eða þjást vegna einmanaleika. En, með því að gefa af sér til annarra batnar eigin líðan því það hefur áhrif á heilastarfsemina og eykur framleiðslu á vellíðunar-hormónunum oxytocin og dópamín svo eitthvað sé nefnt. Þetta hafa nýlegar rannsóknir sýnt. Að hjálpa náunganum og gefa af sér til annarra styrkir tengsl okkar við annað fólk sem einnig veitir vellíðan og hefur til dæmis jákvæð áhrif á hjartasjúkdóma. Þetta er því win-win eins og sagt er. Í borgarsamfélögum nútímans er orðið lítið um nánd manna á milli og hver og einn er upptekinn við sitt lífsgæðakapphlaup. Menningin einkennist mikið af hraða og einstaklingshyggju þar sem hver er fyrir sjálfan sig og þekkir lítið til annarra þjóðfélagshópa en þess hóps sem fólk sjálft tilheyrir. Að auki hafa samfélagsmiðlarnir bæst við sem gerir okkur enn uppteknari af sjálfum okkur. Að vera of fastur í eigin egói eins og samfélagsmiðlarnir ýta undir, leiðir til þjáningar. Þannig líta mörg hugmyndakerfi eins og búddismi, ayurveda og yoga-vísindin á það. Of mikið af þér og of lítið af öðrum leiðir til þjáningar eins og kvíða, þunglyndis og streitu. Um leið og við horfum á ímynd annarra á Facebook, Instagram og Tik Tok, verðum við upptekin af því að ná sömu hamingju, sömu stöðu eða sama útliti. Eða við sökkvum í sjálfsgagnrýni eða sjálfumgleði sem festir okkur enn betur í eigin egói sem ýtir undir kvíða og depurð. Miðlarnir hafa líka þau áhrif að við örvumst og viljum fá meira eða verða meira. Þá er gott að minna sig á hina eilífu speki búddismans sem segir að það er ekki til neitt eilíft og aðskilið „ég“. Við erum öll tengd og eins vansæld er vansæld allra. Því meiri hamingju sem þú færir heiminum, því meiri hamingju færir þú sjálfum þér. Þetta þarf ekki að vera flókið. Getur falist í því að hjálpa öldruðu nágrannakonunni að halda á þvottinum hennar upp og niður í þvottahúsið og fara með bréfin upp til hennar. Ef þú vilt gefa markvissari aðstoð getur þú hjálpað vergangskisum sem hefur verið bjargað og skráð þig á vakt í kattaathvarfi. Eða þú getur verið vinur á vegum Rauða krossins og heimsótt fólk sem hefur einangrast. Það er svo margt sem hægt er að gera. Sjálfboðastarf, þó það eigi ekki að grundvallast á eigin hagsmunum, gefur sjálfboðaliðanum heilmikið líka. Hann lyftir sér upp úr eigin lífs-búbblu og egói, sér nýjan vinkil á tilverunni og öngull hins sterka egós minnkar. Sjálfboðaliðinn kynnist því hvernig hans vinna og nærvera getur haft verulega bót á líf annars fólks. Sjálfboðaliðinn styrkir sinn innri mann og styrkir í leiðinni samfélag náungakærleikans og samheldni. Leggur sitt af mörkum til að bæta samfélagið. Samfélag þar sem við látum okkur hvert annað varða. Að finna hvernig starf manns og nærvera getur gagnast öðrum, gefur síðan gleðitilfinningu, hamingju, visku og tilfinningu um tengsl og tilgang með lífinu. Eitt að lokum. Löngunin til að verða öðrum að liði má þó ekki leiða til of mikillar meðvirkni í samskiptum heldur skal hafa það í huga að nota orkuna sína í að aðstoða þá sem virkilega þurfa á aðstoð að halda og þá er úr nógu að velja. Sum sjálfboðastörf veita meiri félagsskap en önnur og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að gera öðrum gagn felur ekki einungis í sér að hjálpa fólki heldur er það einnig mikilvægt hjálparstarf að leggja dýrum lið og náttúrunni. Fyrir áhugasama um sjálfboðastarf bendi ég á eftirfarandi möguleika. Það má hafa samband við þessa aðila og athuga möguleikann á sjálfboðastarfi. Margt annað kemur til greina en ekki er hægt að gefa tæmandi upplýsingar í þessari litlu grein. Rauði krossinn Dýrahjálp Íslands Samtökin Villikettir Dýrfinna Samhjálp Liðveisla hjá Reykjavíkurborg og fleiri sveitarfélögum - Það er reyndar greitt fyrir þessi störf en erfitt er að fá fólk því launin eru lág. Þau snúast um að aðstoða náungann og geta hentað þeim sem vilja láta gott af sér leiða og fá um leið svolitla greiðslu fyrir. Þjóðkirkjan og aðrir trúarsöfnuðir. Íþróttafélögin Landsbjörg og björgunarsveitirnar um land allt. Kvenfélögin. Skógræktarfélögin Ungir umhverfissinnar Höfundur er kennari, ayurveda sérfræðingur og umhverfisfræðingur.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun