Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Bjarki Sigurðsson skrifar 17. febrúar 2025 21:00 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra telur samruna Íslandsbanka og Arion banka ekki koma til með að auka samkeppni á fjármálamarkaði. Skoða verði heildarhagsmuni allrar þjóðarinnar. Stjórn Íslandsbanka mun á næsta fundi sínum taka fyrir erindi Arion banka um að hefja viðræður um samruna. Stjórnin hefur til föstudags í næstu viku til að svara erindinu og ákveða hvort halda skuli í formlegar viðræður. Erindið barst sama dag og fjármálaráðuneytið setti drög af frumvarpi varðandi sölu eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í Samráðsgátt. Skrítið reikningsdæmi Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir tímasetninguna koma á óvart. „Ég bara hef mínar miklu efasemdir um að þessi ávinningur muni skila sér til neytenda. Ef eitthvað er þá er þetta samþjöppun á markaði frekar en aukin samkeppni þannig ég sé ekki alveg hvernig það reikningsdæmi lítur út hjá Arion banka,“ segir Arna Lára. Þannig til að byrja með slær þetta þig illa? „Ég er bara með mína tortryggni og hef örlitlar efasemdir um þetta ferli.“ Gefa sér tíma í að meta tilboðið Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir þetta ekki breyta áætlun ríkisins hvað varðar söluna enn sem komið er. Þetta hefur þó áhrif á ferlið. „Við erum líka að horfa til þess að það eru ekki margir bankar að starfa á Íslandi. Þannig við gefum okkur tíma til að fara yfir þetta tilboð og meta hverjir hagsmunir íslensks almennings eru í því efni,“ segir Daði. Finnst þér einkennilegt að þetta fari í samráðsgáttina og seinna sama dag komi þessi tilkynning frá stjórninni? „Þetta var líka á valentínusardaginn þannig kannski var þetta bara stærsta ástarbréf sem hægt var að senda. Ég held að þetta hafi nú verið tilviljun, við lesum það þannig.“ Samkeppni aukist ekki Bankastjóri Arion hefur sagt samrunann efla samkeppni á fjármálamarkaði. Því er ráðherra ekki sammála. „Það blasir við að þetta muni virka í hina áttina,“ segir Daði. Þér þykir það ljóst að það verði ekki til aukin samkeppni eftir þetta? „Nei, ekki nema einhver viðbótarskilyrði kæmu til. En eins og ég segi, það er oft snemmt á þessum tímapunkti að taka afstöðu til þessa. Við erum bara að skoða þetta allt saman og munum vinna þetta eins hratt og kostur er,“ segir Daði. Íslandsbanki Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Neytendur Fjármálafyrirtæki Arion banki Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka mun á næsta fundi sínum taka fyrir erindi Arion banka um að hefja viðræður um samruna. Stjórnin hefur til föstudags í næstu viku til að svara erindinu og ákveða hvort halda skuli í formlegar viðræður. Erindið barst sama dag og fjármálaráðuneytið setti drög af frumvarpi varðandi sölu eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka í Samráðsgátt. Skrítið reikningsdæmi Arna Lára Jónsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins, segir tímasetninguna koma á óvart. „Ég bara hef mínar miklu efasemdir um að þessi ávinningur muni skila sér til neytenda. Ef eitthvað er þá er þetta samþjöppun á markaði frekar en aukin samkeppni þannig ég sé ekki alveg hvernig það reikningsdæmi lítur út hjá Arion banka,“ segir Arna Lára. Þannig til að byrja með slær þetta þig illa? „Ég er bara með mína tortryggni og hef örlitlar efasemdir um þetta ferli.“ Gefa sér tíma í að meta tilboðið Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra segir þetta ekki breyta áætlun ríkisins hvað varðar söluna enn sem komið er. Þetta hefur þó áhrif á ferlið. „Við erum líka að horfa til þess að það eru ekki margir bankar að starfa á Íslandi. Þannig við gefum okkur tíma til að fara yfir þetta tilboð og meta hverjir hagsmunir íslensks almennings eru í því efni,“ segir Daði. Finnst þér einkennilegt að þetta fari í samráðsgáttina og seinna sama dag komi þessi tilkynning frá stjórninni? „Þetta var líka á valentínusardaginn þannig kannski var þetta bara stærsta ástarbréf sem hægt var að senda. Ég held að þetta hafi nú verið tilviljun, við lesum það þannig.“ Samkeppni aukist ekki Bankastjóri Arion hefur sagt samrunann efla samkeppni á fjármálamarkaði. Því er ráðherra ekki sammála. „Það blasir við að þetta muni virka í hina áttina,“ segir Daði. Þér þykir það ljóst að það verði ekki til aukin samkeppni eftir þetta? „Nei, ekki nema einhver viðbótarskilyrði kæmu til. En eins og ég segi, það er oft snemmt á þessum tímapunkti að taka afstöðu til þessa. Við erum bara að skoða þetta allt saman og munum vinna þetta eins hratt og kostur er,“ segir Daði.
Íslandsbanki Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Efnahagsmál Neytendur Fjármálafyrirtæki Arion banki Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira