Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar 15. febrúar 2025 09:02 Ísland er í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en við megum ekki taka það sem sjálfsögðum hlut. Mikilvægt er að halda þeirri vinnu áfram og viðhalda þeim árangri sem þegar hefur náðst. Ef við látum af jafnréttisbaráttunni, getur áunninn árangur tapast hratt. Sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu jafnrétti kynjanna og mun ávallt hafa það að leiðarljósi í öllum málum sem snúa að bættum kjörum félagsfólks VR. Aukinn veikindaréttur fyrir þungaðar konur Meðganga er einstakt tímabil, en henni fylgja oft áskoranir. Þó sumar konur upplifi meðgöngu án vandamála, þurfa margar að takast á við ýmsa fylgikvilla, ógleði, þreytu og önnur óþægindi sem geta haft áhrif á vinnugetu þeirra. Oft er konum ráðlagt að minnka starfshlutfall sitt eða hætta að vinna fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag, til að undirbúa sig fyrir fæðinguna og hvílast áður en barnið kemur í heiminn. Það er því nauðsynlegt að við sem samfélag – og sem stéttarfélag – hlúum vel að þunguðum konum og tryggjum þeim réttláta og sanngjarna stöðu á vinnumarkaði. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að allar félagskonur VR fái fjórar auka vikur af launuðum veikindarétti sem þær geta nýtt á meðgöngunni, samkvæmt læknisvottorði. Af hverju á að auka veikindarétt þungaðra kvenna? Konur eiga ekki að þurfa að ganga á sinn hefðbundna veikindarétt vegna meðgöngu nema nauðsyn krefji. Þegar þær snúa aftur til vinnu eftir fæðingarorlof er mikilvægt að þær standi jafnfætis körlum og hafi sama veikindarétt og áður. Þetta fyrirkomulag veitir konum aukið öryggi og sveigjanleika á meðgöngu, sem getur haft jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Aukinn stuðningur við þungaðar konur styrkir stöðu þeirra á vinnumarkaði og eykur lífsgæði þeirra. Þetta er skref í rétta átt til að tryggja jafnræði og réttindi alls félagsfólks VR. Útvíkkun launaðs leyfis vegna veikinda barna Við þekkjum flest hve mikilvæg fjölskyldan er, sérstaklega þegar einhver nákominn veikist. Þegar fjölskyldumeðlimur veikist skapast oft álag sem erfitt getur verið að samræma við vinnu. Foreldrar þurfa að sinna börnum sínum, einstaklingar þurfa að styðja maka í veikindum og veita öldruðum foreldrum aðstoð. Þessi ábyrgð getur valdið miklu álagi og gert það erfitt að sinna vinnu samhliða. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar er ljóst að þörfin fyrir stuðning við fjölskyldur mun aðeins aukast. Sem stéttarfélag eigum við að standa með félagsfólki okkar og tryggja þeim sveigjanleika og stuðning í þessum aðstæðum. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að launað leyfi vegna veikinda barna verði útvíkkað þannig að það nái einnig til maka og foreldra. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir félagsfólk VR? Félagsfólk VR fengi 12 launaða daga á hverju 12 mánaða tímabili sem gætu nýst vegna veikinda barna (sem er þegar í gildi), en einnig vegna veikinda maka eða foreldra. Mikilvægt er að félagsfólk hafi sveigjanleika og öryggi til að sinna fjölskyldumeðlimum þegar á þarf að halda, án þess að þurfa að velja á milli vinnu og fjölskyldulífs. Með því að útvíkka launað leyfi vegna veikinda barna, maka og foreldra getum við veitt félagsfólki VR aukið öryggi og sveigjanleika sem skiptir sköpum í daglegu lífi þeirra. Þetta er skref í átt að fjölskylduvænni og sanngjarnari vinnumarkaði. Að lokum geri ég mér grein fyrir að atvinnurekendur kunna að gagnrýna þessar tillögur, en við megum ekki gleyma að þær eru einnig til hagsbóta fyrir vinnustaði. Með því að veita aukin réttindi starfsmanna mun það skila sér í aukinni starfsánægju, sem leiðir til betra vinnuumhverfis og gengur til lengri tíma litið einnig atvinnurekendum í hag. Ánægja á vinnustað er lykilþáttur í góðum rekstri, og jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt fyrir framgang á íslenskum vinnumarkaði. Kæra félagsfólk, framtíð VR er í okkar höndum. Ég sækist eftir ykkar trausti og stuðningi til að taka við embætti formanns VR. Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og ég mun leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk. Sameinum krafta okkar – fyrir sterkara VR og bjartari framtíð. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Þorsteinn Skúli Sveinsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en við megum ekki taka það sem sjálfsögðum hlut. Mikilvægt er að halda þeirri vinnu áfram og viðhalda þeim árangri sem þegar hefur náðst. Ef við látum af jafnréttisbaráttunni, getur áunninn árangur tapast hratt. Sem formaður VR mun ég beita mér fyrir auknu jafnrétti kynjanna og mun ávallt hafa það að leiðarljósi í öllum málum sem snúa að bættum kjörum félagsfólks VR. Aukinn veikindaréttur fyrir þungaðar konur Meðganga er einstakt tímabil, en henni fylgja oft áskoranir. Þó sumar konur upplifi meðgöngu án vandamála, þurfa margar að takast á við ýmsa fylgikvilla, ógleði, þreytu og önnur óþægindi sem geta haft áhrif á vinnugetu þeirra. Oft er konum ráðlagt að minnka starfshlutfall sitt eða hætta að vinna fjórum vikum fyrir áætlaðan fæðingardag, til að undirbúa sig fyrir fæðinguna og hvílast áður en barnið kemur í heiminn. Það er því nauðsynlegt að við sem samfélag – og sem stéttarfélag – hlúum vel að þunguðum konum og tryggjum þeim réttláta og sanngjarna stöðu á vinnumarkaði. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að allar félagskonur VR fái fjórar auka vikur af launuðum veikindarétti sem þær geta nýtt á meðgöngunni, samkvæmt læknisvottorði. Af hverju á að auka veikindarétt þungaðra kvenna? Konur eiga ekki að þurfa að ganga á sinn hefðbundna veikindarétt vegna meðgöngu nema nauðsyn krefji. Þegar þær snúa aftur til vinnu eftir fæðingarorlof er mikilvægt að þær standi jafnfætis körlum og hafi sama veikindarétt og áður. Þetta fyrirkomulag veitir konum aukið öryggi og sveigjanleika á meðgöngu, sem getur haft jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega heilsu þeirra. Aukinn stuðningur við þungaðar konur styrkir stöðu þeirra á vinnumarkaði og eykur lífsgæði þeirra. Þetta er skref í rétta átt til að tryggja jafnræði og réttindi alls félagsfólks VR. Útvíkkun launaðs leyfis vegna veikinda barna Við þekkjum flest hve mikilvæg fjölskyldan er, sérstaklega þegar einhver nákominn veikist. Þegar fjölskyldumeðlimur veikist skapast oft álag sem erfitt getur verið að samræma við vinnu. Foreldrar þurfa að sinna börnum sínum, einstaklingar þurfa að styðja maka í veikindum og veita öldruðum foreldrum aðstoð. Þessi ábyrgð getur valdið miklu álagi og gert það erfitt að sinna vinnu samhliða. Með hækkandi meðalaldri þjóðarinnar er ljóst að þörfin fyrir stuðning við fjölskyldur mun aðeins aukast. Sem stéttarfélag eigum við að standa með félagsfólki okkar og tryggja þeim sveigjanleika og stuðning í þessum aðstæðum. Sem formaður VR mun ég í næstu kjarasamningum beita mér fyrir því að launað leyfi vegna veikinda barna verði útvíkkað þannig að það nái einnig til maka og foreldra. Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir félagsfólk VR? Félagsfólk VR fengi 12 launaða daga á hverju 12 mánaða tímabili sem gætu nýst vegna veikinda barna (sem er þegar í gildi), en einnig vegna veikinda maka eða foreldra. Mikilvægt er að félagsfólk hafi sveigjanleika og öryggi til að sinna fjölskyldumeðlimum þegar á þarf að halda, án þess að þurfa að velja á milli vinnu og fjölskyldulífs. Með því að útvíkka launað leyfi vegna veikinda barna, maka og foreldra getum við veitt félagsfólki VR aukið öryggi og sveigjanleika sem skiptir sköpum í daglegu lífi þeirra. Þetta er skref í átt að fjölskylduvænni og sanngjarnari vinnumarkaði. Að lokum geri ég mér grein fyrir að atvinnurekendur kunna að gagnrýna þessar tillögur, en við megum ekki gleyma að þær eru einnig til hagsbóta fyrir vinnustaði. Með því að veita aukin réttindi starfsmanna mun það skila sér í aukinni starfsánægju, sem leiðir til betra vinnuumhverfis og gengur til lengri tíma litið einnig atvinnurekendum í hag. Ánægja á vinnustað er lykilþáttur í góðum rekstri, og jafnrétti kynjanna er nauðsynlegt fyrir framgang á íslenskum vinnumarkaði. Kæra félagsfólk, framtíð VR er í okkar höndum. Ég sækist eftir ykkar trausti og stuðningi til að taka við embætti formanns VR. Það er mér hjartans mál að skapa sanngjarna og sterka framtíð fyrir félagsfólk og ég mun leggja mig allan fram í þetta mikilvæga hlutverk. Sameinum krafta okkar – fyrir sterkara VR og bjartari framtíð. Höfundur er frambjóðandi til formanns VR.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar