Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar 14. febrúar 2025 13:03 Á vakt síðustu ríkisstjórnar jókst innviðaskuld samfélagsins úr 420 milljörðum króna í 680 miljjarða samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Verst er staðan á þjóðvegum landsins en þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld á bilinu 265-290 milljaðar króna. Skortur á fjárfestingu í innviðum er alvarlegt mál. Slíkt getur hamlað framtíðarvexti einstaka landshluta verulega, , dregið úr lífsgæðum, öryggi og samkeppnishæfni. Grafalvarleg staða á Vesturlandi Í vikunni lýsti Vegagerðin yfir hættustigi vegna bikblæðinga í vegum á Snæfellsnesi og í Dölum. Ekki í fyrsta skipti. Enda hefur ástandið á þeim verið gjörsamlega óboðlegt síðastliðin ár. Ég sendi fyrirspurn til innviðaráðherra um vegakerfi og vegaframkvæmdir á Vesturlandi í apríl í fyrra vegna einmitt ástandsins á téðum vegum. Þrátt fyrir pólitískan þrýsting og umræðu þá – létu stjórnvöld það nægja að plástra vandann í stað þess að laga hann. Í þeirri Samgönguáætlun sem þáverandi ríkisstjórn lagði fram í fyrra vor en tókst ekki að afgreiða fram voru áætlaðar 700 milljónir á Vesturlandi af þeim 44 milljörðum sem áformað var að verja í samgöngur á landinu öllu. Það voru köld skilaboð til Vestlendinga. Ég er með í bígerð nýja fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem ég spyr hann hvernig hann hyggist bregðast við þessari stöðu sem upp er komin. Síðastliðna daga hef ég fengið sendar ótal myndir frá íbúum á svæðinu þar sem hálfur vegurinn virðist vera fastur við dekkin á bílnum þeirra. Grundarfjarðarbær hefur meðal annars safnað saman myndum af ástandinu sem segja meira en þúsund orð. Bæjarstjórnir hafa sent frá sér harðorðaðar ályktanir um það hættuástand sem nú ríkir á vegunum. Ekki í fyrsta sinn en vonandi í það síðasta. Ástandið hefur líklega aldrei verið verra, vegfaraendur hafa lent í miklum hremmingum enda í stórhættulegum aðstæðum. Mál að linni Það er alvitað að það kostar meira til lengri tíma að ýta á undan sér nauðsynlegu viðhaldi. Engin myglublettur hverfur með því að mála yfir hann.. Stíga þarf fast til jarðar og rjúfa þá kyrrstöðu og það andvaraleysi sem ríkt hefur í uppbyggingu og viðhaldi þjóðvega landsins. Nú þegar búa íbúar Vesturlands við hættulega vegi og staðan getur enn versnað.. Við megum ekki við því að spara eyrinn og kasta krónunni. Nú er nauðsynlegt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að saxa á innviðaskuldina og koma lífæðum landsins, sjálfu vegakerfinu í ásættanlegt horf. Ástandið er aðför að verðmætasköpun í landinu, aðför að íbúum svæðanna og aðför að frelsi þeirra til athafna og jöfnum tækifærum. Nú þarf að bretta upp ermar og hefjast handa – láta verkin tala. Ný ríkisstjórn hefur sett uppbyggingu innviða á oddinn. Ég mun sem þingmaður Norðvesturkjördæmis halda henni vel við efnið hvað þetta varðar. Það er skömm að því hvernig málin standa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Vegagerð Viðreisn Mest lesið Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Sjá meira
Á vakt síðustu ríkisstjórnar jókst innviðaskuld samfélagsins úr 420 milljörðum króna í 680 miljjarða samkvæmt nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafaverkfræðinga. Verst er staðan á þjóðvegum landsins en þar er uppsöfnuð viðhaldsskuld á bilinu 265-290 milljaðar króna. Skortur á fjárfestingu í innviðum er alvarlegt mál. Slíkt getur hamlað framtíðarvexti einstaka landshluta verulega, , dregið úr lífsgæðum, öryggi og samkeppnishæfni. Grafalvarleg staða á Vesturlandi Í vikunni lýsti Vegagerðin yfir hættustigi vegna bikblæðinga í vegum á Snæfellsnesi og í Dölum. Ekki í fyrsta skipti. Enda hefur ástandið á þeim verið gjörsamlega óboðlegt síðastliðin ár. Ég sendi fyrirspurn til innviðaráðherra um vegakerfi og vegaframkvæmdir á Vesturlandi í apríl í fyrra vegna einmitt ástandsins á téðum vegum. Þrátt fyrir pólitískan þrýsting og umræðu þá – létu stjórnvöld það nægja að plástra vandann í stað þess að laga hann. Í þeirri Samgönguáætlun sem þáverandi ríkisstjórn lagði fram í fyrra vor en tókst ekki að afgreiða fram voru áætlaðar 700 milljónir á Vesturlandi af þeim 44 milljörðum sem áformað var að verja í samgöngur á landinu öllu. Það voru köld skilaboð til Vestlendinga. Ég er með í bígerð nýja fyrirspurn til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra þar sem ég spyr hann hvernig hann hyggist bregðast við þessari stöðu sem upp er komin. Síðastliðna daga hef ég fengið sendar ótal myndir frá íbúum á svæðinu þar sem hálfur vegurinn virðist vera fastur við dekkin á bílnum þeirra. Grundarfjarðarbær hefur meðal annars safnað saman myndum af ástandinu sem segja meira en þúsund orð. Bæjarstjórnir hafa sent frá sér harðorðaðar ályktanir um það hættuástand sem nú ríkir á vegunum. Ekki í fyrsta sinn en vonandi í það síðasta. Ástandið hefur líklega aldrei verið verra, vegfaraendur hafa lent í miklum hremmingum enda í stórhættulegum aðstæðum. Mál að linni Það er alvitað að það kostar meira til lengri tíma að ýta á undan sér nauðsynlegu viðhaldi. Engin myglublettur hverfur með því að mála yfir hann.. Stíga þarf fast til jarðar og rjúfa þá kyrrstöðu og það andvaraleysi sem ríkt hefur í uppbyggingu og viðhaldi þjóðvega landsins. Nú þegar búa íbúar Vesturlands við hættulega vegi og staðan getur enn versnað.. Við megum ekki við því að spara eyrinn og kasta krónunni. Nú er nauðsynlegt að gera allt sem í okkar valdi stendur til að saxa á innviðaskuldina og koma lífæðum landsins, sjálfu vegakerfinu í ásættanlegt horf. Ástandið er aðför að verðmætasköpun í landinu, aðför að íbúum svæðanna og aðför að frelsi þeirra til athafna og jöfnum tækifærum. Nú þarf að bretta upp ermar og hefjast handa – láta verkin tala. Ný ríkisstjórn hefur sett uppbyggingu innviða á oddinn. Ég mun sem þingmaður Norðvesturkjördæmis halda henni vel við efnið hvað þetta varðar. Það er skömm að því hvernig málin standa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun