Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Árni Sæberg skrifar 13. febrúar 2025 16:30 Breki Karlsson er formaður Neytendasamtakanna. Vísir/Einar Formaður Neytendasamtakanna segir dóma Landsréttar í þremur málum neytenda á hendur viðskiptabönkunum þremur vonbrigði. Dómunum verði öllum áfrýjað. Hins vegar gefi niðurstaða í máli Neytendastofu á hendur Íslandsbanka ástæðu til bjartsýni. Landsréttur dæmdi stóru viðskiptabönkunum þremur í vil í dag þegar þeir voru sýknaðir af öllum kröfum neytenda, sem töldu lán þeirra með breytilegum vöxtum ólögmæt. Í máli Neytendastofu á hendur Íslandsbanka var úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála, um að skilmálar bankans hefðu ekki verið nægilega skýrir, aftur á móti staðfestur. Farið eftir áliti að utan „Niðurstaða Landsréttar, í máli Neytendastofu gegn Íslandsbanka, eru gleðitíðindi. Þar er í öllu farið eftir ráðgefandi áliti Efta-dómstólsins. Það gefur þannig jákvæðar vísbendingar um hvernig málin þróast í þeim málum sem eftir eru. Það er að segja þau mál sem snúa að tilskipuninni sem var innleidd hér árið 2017, sem eykur réttindi neytenda,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytandasamtakanna, þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við hann í Landsrétti. Í maí síðasta árs gaf EFTA-dómstólinn út ráðgefandi álit að beiðni Héraðsdóms Reykjaness og Landsréttar. Í því sagði að orðalag í skilmálum lána þyrfti að vera nægilega gagnsætt jafnvel þó það þætti málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Skilmálarnir þyrftu að vera skiljanlegir þannig að almennur neytandi sem teljist sæmilega vel upplýstur og athugull gæti skilið aðferðina sem beitt væri við ákvörðun um útlánsvexti. EFTA-dómstóllinn áréttaði þó að það væri dómstóla á Íslandi að kveða á um hvort samningar með umræddum skilmálum haldi gildi sínu. Málunum verði áfrýjað „Vissulega eru vonbrigði að í hinum málunum þremur, sem varða lán sem voru tekin fyrir 2017, að við höfum ekki náð okkar í gegn. En, við munum áfrýja,“ segir Breki. Þá séu fleiri mál í gangi fyrir dómstólum. Eitt verði tekið fyrir fljótlega í Héraðsdómi Reykjavíkur og annað, sem tapaðist í héraði, fari beint fyrir Hæstarétt. Áfrýjunarleyfi hefði þegar verið veitt. Hann telji alveg ljóst að Hæstiréttur muni fallast á að taka málin þrjú, sem töpuðust í dag, fyrir. „Það eru mál sem varða meginstabba húsnæðislána á markaði. Af því að þau varða lán sem voru tekin eftir árið 2017. Þessi mál sem voru til umfjöllunar núna í Landsrétti, þau varða lán sem voru tekin fyrir 2017. Þá voru aðeins öðruvísi lög, réttindi neytenda hafa aukist til muna við nýju lögin og við erum jákvæð varðandi það. En við hvetjum fólk til að skrá sig til leiks, taka þátt í þessu með okkur, til þess að tapa ekki réttindum þegar og ef Hæstiréttur kemst að niðurstöðu.“ Einstaklingarnir sem höfðuðu málin á hendur bönkunum voru dæmdir til að greiða bönkunum málskostnað. Breki segir að þeir muni ekki koma til með að greiða krónu, Neytendasamtökin taki reikninginn. Bankarnir skuldi neytendum allt að níutíu milljarða króna Breki segir að stóra myndin í málunum séu þau sjötíu þúsund húsnæðislán, að virði um það bil 2700 milljarða króna, sem eru undir í málunum. „Við teljum að bankarnir skuldi neytendum á bilinu 45 til níutíu milljarða króna. Þetta eru stærðirnar sem við erum að tala um og í samhengi er hagnaður bankanna rúmlega hundrað milljarðar króna á ári. Landspítalinn kostar um 200 milljarða. Þetta eru stærðirnar sem við erum að tala um.“ Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira
Landsréttur dæmdi stóru viðskiptabönkunum þremur í vil í dag þegar þeir voru sýknaðir af öllum kröfum neytenda, sem töldu lán þeirra með breytilegum vöxtum ólögmæt. Í máli Neytendastofu á hendur Íslandsbanka var úrskurður áfrýjunarnefndar neytendamála, um að skilmálar bankans hefðu ekki verið nægilega skýrir, aftur á móti staðfestur. Farið eftir áliti að utan „Niðurstaða Landsréttar, í máli Neytendastofu gegn Íslandsbanka, eru gleðitíðindi. Þar er í öllu farið eftir ráðgefandi áliti Efta-dómstólsins. Það gefur þannig jákvæðar vísbendingar um hvernig málin þróast í þeim málum sem eftir eru. Það er að segja þau mál sem snúa að tilskipuninni sem var innleidd hér árið 2017, sem eykur réttindi neytenda,“ sagði Breki Karlsson, formaður Neytandasamtakanna, þegar Bjarki Sigurðsson fréttamaður ræddi við hann í Landsrétti. Í maí síðasta árs gaf EFTA-dómstólinn út ráðgefandi álit að beiðni Héraðsdóms Reykjaness og Landsréttar. Í því sagði að orðalag í skilmálum lána þyrfti að vera nægilega gagnsætt jafnvel þó það þætti málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Skilmálarnir þyrftu að vera skiljanlegir þannig að almennur neytandi sem teljist sæmilega vel upplýstur og athugull gæti skilið aðferðina sem beitt væri við ákvörðun um útlánsvexti. EFTA-dómstóllinn áréttaði þó að það væri dómstóla á Íslandi að kveða á um hvort samningar með umræddum skilmálum haldi gildi sínu. Málunum verði áfrýjað „Vissulega eru vonbrigði að í hinum málunum þremur, sem varða lán sem voru tekin fyrir 2017, að við höfum ekki náð okkar í gegn. En, við munum áfrýja,“ segir Breki. Þá séu fleiri mál í gangi fyrir dómstólum. Eitt verði tekið fyrir fljótlega í Héraðsdómi Reykjavíkur og annað, sem tapaðist í héraði, fari beint fyrir Hæstarétt. Áfrýjunarleyfi hefði þegar verið veitt. Hann telji alveg ljóst að Hæstiréttur muni fallast á að taka málin þrjú, sem töpuðust í dag, fyrir. „Það eru mál sem varða meginstabba húsnæðislána á markaði. Af því að þau varða lán sem voru tekin eftir árið 2017. Þessi mál sem voru til umfjöllunar núna í Landsrétti, þau varða lán sem voru tekin fyrir 2017. Þá voru aðeins öðruvísi lög, réttindi neytenda hafa aukist til muna við nýju lögin og við erum jákvæð varðandi það. En við hvetjum fólk til að skrá sig til leiks, taka þátt í þessu með okkur, til þess að tapa ekki réttindum þegar og ef Hæstiréttur kemst að niðurstöðu.“ Einstaklingarnir sem höfðuðu málin á hendur bönkunum voru dæmdir til að greiða bönkunum málskostnað. Breki segir að þeir muni ekki koma til með að greiða krónu, Neytendasamtökin taki reikninginn. Bankarnir skuldi neytendum allt að níutíu milljarða króna Breki segir að stóra myndin í málunum séu þau sjötíu þúsund húsnæðislán, að virði um það bil 2700 milljarða króna, sem eru undir í málunum. „Við teljum að bankarnir skuldi neytendum á bilinu 45 til níutíu milljarða króna. Þetta eru stærðirnar sem við erum að tala um og í samhengi er hagnaður bankanna rúmlega hundrað milljarðar króna á ári. Landspítalinn kostar um 200 milljarða. Þetta eru stærðirnar sem við erum að tala um.“
Neytendur Fjármálafyrirtæki Mest lesið Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Atvinnulíf Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu Neytendur Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Neytendur Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Viðskipti innlent Hækka lágmarksverð mjólkur Viðskipti innlent Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Viðskipti innlent Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Viðskipti innlent Jóna Dóra til Hagkaups Viðskipti innlent Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Viðskipti innlent Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Sjá meira