Fæðuöryggi – Er það eitthvað mál? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 13. febrúar 2025 15:01 Hvað er fæðuöryggi (Food security)? Stutta skilgreiningin er “Aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum. Sú skilgreining sem mest er notuð í dag og samþykkt árið 1996 á leiðtogafundi um fæðuöryggi í heiminum segir: “Fæðuöryggi er til staðar þegar allt fólk hefur ávallt raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, öruggum og næringaríkum matvælum til að uppfylla næringarþarfir sínar með frjálsu fæðuvali, til að geta lifað virku og heilsusamlegu lífi.” Ísland er eyja langt út í N-Atlantshafinu með engin landamæri að öðrum löndum og langt er í meginlandið. Þetta eitt og sér segir okkur hversu lífsnauðsynlegt er að vera eins sjálfbær í fæðuframleiðslu og unnt er til að tryggja sem best lífsskilyrði þjóðarinnar, þá sér í lagi þegar alvarlegar vár banka upp á. Ísland er sprengfullt af náttúrulegum auðlindum, mikil matarkista frá botni sjávar upp til fjalla og því kjöraðstæður fyrir hendi til að tryggja þjóðinni fæðuöryggi með margvíslegum hætti. Þær raddir eru uppi er telja það gervi-fæðuöryggi að hafa alla matvælaframleiðslu innanlands því hún sé svo háð alþjóðlegum viðskiptum og innfluttum aðföngum.Af augljósum aðstæðum verðum við alltaf háð innflutningi á einhvern hátt, en það á að vera ófrávíkjanleg skylda hverrar þjóðar að byggja upp og styðja með stöðugleika innlenda matvælaframleiðslu. Því fæðustöðugleiki er ekkert annað en getan til öflunar fæðu til lengri tíma litið. Það er einfaldlega skynsamlegt að hver þjóð leggi mesta áherslu á framleiðslu matvara sem auðlindir hennar gefa mesta möguleikann á. Á móti þurfa stjórnvöld að tryggja að hér séu fyrir hendi “birgðabankar” þeirra aðfanga sem landið er ekki fært um að framleiða sjálft. Þar undir fellur m.a. eldsneyti og korn (eins og t.d. hveiti). Alþjóða heilbrigðisstofnunin vísar til þriggja atriða sem skilgreina fæðuöryggi, en það eru: A)Fáanleiki matvæla. Helsta hindrun þess er að gæðum er misskipt milli heimshluta og að ekki allir hafa aðgang að nægilega mikilli fæðu B)Aðgengi að matvælum. Helstu áhrifaþættir þess eru tekjur og beint aðgengi (landareign). C)Nýting matvæla. Mestu áhrifaþættir þar er magn matvæla og svo gæði þeirra. Margt getur haft áhrif á fáanleika matvæla. Innanlands eru veðurfar og náttúruhamfarir stærstu áhrifa- og áhættuþættirnir sem valdið geta miklu tjóni eins og uppskerubresti og/eða eyðileggingu. Utanlands gætir sömu áhrifaþátta þó misjafnt sé eftir löndum en við bætast áhættuþættir eins og styrjaldir og pólitískur óstöðugleiki. Innflutningur matvæla hefur aukist gríðarlega undanfarin áratug á kostnað innlendrar matvöruframleiðslu sem hefur ekki náð að halda í við þá þróun. Sú þróun er því miður komin af völdum mannlegra handa stjórnvalda og hagsmunaafla innflutningsgeirans sem hægt og bítandi fá afhent stærri og stærri hlut af “fæðuköku” þjóðarinnar. Hlutdeild innlendrar framleiðslu á markaði hefur því sífellt farið minnkandi sem hefur bein og ógnandi áhrif á fæðuöryggi íbúa landsins og færir okkur nær og nær algjörri ósjálfbærni í fæðu. Þegar innlend framleiðsla dregst saman, fækkar framleiðendum hægt og bítandi og hætta er á að mikilvæg þekking glatist. Í því samhengi má nefna að þegar Covid-heimsfaraldurinn reið yfir kom í ljós að eingöngu voru til í landinu matarbirgðir til u.þ.b. þriggja vikna. Það er algjörlega óásættanlegt. Einn mikilvægur þáttur fæðuöryggis er matvælaöryggi, þ.e. hvort matvæli séu örugg til neyslu. Í því samhengi er rétt að fjalla um þann óraunhæfa samkeppnismun milli innlendra og erlendra matvælaframleiðenda. Hér á landi búa framleiðendur (þá sér í lagi búfjárræktendur) við einhverjar ströngustu kröfur og reglur í heimi er kemur að aðbúnaði, heilbrigðis- og hollustuháttum búfénaðs. Sýklalyfjanotkun er hér í algjöru lágmarki þar sem eingöngu sá einstaklingur innan “hjarðar” sem veikist, er meðhöndlaður með slíku lyfi. Óheimilt er með lögum að blanda við eða flytja inn fóður sem inniheldur sýklalyf. Af þessu getum við verið stolt og er almenn ánægja með. Ein stærsta heilsufarsógn heims í dag eru sýklalyfjaónæmar bakteríur sem valda gríðarlegum fjölda andláta á ári hverju. Hvers vegna er okkur þá ekki umhugað um að matvælin sem við flytjum inn séu undir sömu kröfum og þau íslensku? Hvers vegna er stjórnvöldum allveg sama um þá staðreynd að pensilíni er blandað í fóður dýra sem ætluð eru til manneldis (og útflutnings til m.a. Íslands), þ.e. að öll hjörðin étur pensilín í gegnum fóðrið í þeim eina tilgangi að minnka afföll og auka vaxtarhraða. Sérstaklega á þetta við um verksmiðjubúskap/færibandabúskap þar sem gróðinn skiptir alltaf meira máli en skepnan sjálf. Þetta er svo innlendum framleiðendum ætlað að keppa við sem þar fyrir utan er einnig örframleiðslumarkaður samanborið við markaði erlendis og því eðli máls samkvæmt dýrari í rekstri. Það sjá allir sem sjá vilja að slíkt er ekki samanburðarhæft. Þessi þróun hefur bein og ógnandi áhrif á lýðheilsu fólks. Á henni ber ríkisstjórn hvers tíma ríka ábyrgð. Miðflokkurinn hefur lagt fram sterka, skynsama stefnu í landbúnaðarmálum og vil ég með þessu stappa enn frekar stálinu í sitjandi þingmenn flokksins um að standa vörð um farsæld og lýðheilsu fólks í landinu þegar kemur að öflugri innlendri matvælaframleiðslu og fæðuöryggi. Tryggja verður að þjóðin geti verið minna háð innflutningi á aðföngum. Höfundur er 1. varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Miðflokkurinn Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er fæðuöryggi (Food security)? Stutta skilgreiningin er “Aðgengi að fæðu og framboð af heilnæmum og öruggum matvælum. Sú skilgreining sem mest er notuð í dag og samþykkt árið 1996 á leiðtogafundi um fæðuöryggi í heiminum segir: “Fæðuöryggi er til staðar þegar allt fólk hefur ávallt raunverulegan og efnahagslegan aðgang að nægum, öruggum og næringaríkum matvælum til að uppfylla næringarþarfir sínar með frjálsu fæðuvali, til að geta lifað virku og heilsusamlegu lífi.” Ísland er eyja langt út í N-Atlantshafinu með engin landamæri að öðrum löndum og langt er í meginlandið. Þetta eitt og sér segir okkur hversu lífsnauðsynlegt er að vera eins sjálfbær í fæðuframleiðslu og unnt er til að tryggja sem best lífsskilyrði þjóðarinnar, þá sér í lagi þegar alvarlegar vár banka upp á. Ísland er sprengfullt af náttúrulegum auðlindum, mikil matarkista frá botni sjávar upp til fjalla og því kjöraðstæður fyrir hendi til að tryggja þjóðinni fæðuöryggi með margvíslegum hætti. Þær raddir eru uppi er telja það gervi-fæðuöryggi að hafa alla matvælaframleiðslu innanlands því hún sé svo háð alþjóðlegum viðskiptum og innfluttum aðföngum.Af augljósum aðstæðum verðum við alltaf háð innflutningi á einhvern hátt, en það á að vera ófrávíkjanleg skylda hverrar þjóðar að byggja upp og styðja með stöðugleika innlenda matvælaframleiðslu. Því fæðustöðugleiki er ekkert annað en getan til öflunar fæðu til lengri tíma litið. Það er einfaldlega skynsamlegt að hver þjóð leggi mesta áherslu á framleiðslu matvara sem auðlindir hennar gefa mesta möguleikann á. Á móti þurfa stjórnvöld að tryggja að hér séu fyrir hendi “birgðabankar” þeirra aðfanga sem landið er ekki fært um að framleiða sjálft. Þar undir fellur m.a. eldsneyti og korn (eins og t.d. hveiti). Alþjóða heilbrigðisstofnunin vísar til þriggja atriða sem skilgreina fæðuöryggi, en það eru: A)Fáanleiki matvæla. Helsta hindrun þess er að gæðum er misskipt milli heimshluta og að ekki allir hafa aðgang að nægilega mikilli fæðu B)Aðgengi að matvælum. Helstu áhrifaþættir þess eru tekjur og beint aðgengi (landareign). C)Nýting matvæla. Mestu áhrifaþættir þar er magn matvæla og svo gæði þeirra. Margt getur haft áhrif á fáanleika matvæla. Innanlands eru veðurfar og náttúruhamfarir stærstu áhrifa- og áhættuþættirnir sem valdið geta miklu tjóni eins og uppskerubresti og/eða eyðileggingu. Utanlands gætir sömu áhrifaþátta þó misjafnt sé eftir löndum en við bætast áhættuþættir eins og styrjaldir og pólitískur óstöðugleiki. Innflutningur matvæla hefur aukist gríðarlega undanfarin áratug á kostnað innlendrar matvöruframleiðslu sem hefur ekki náð að halda í við þá þróun. Sú þróun er því miður komin af völdum mannlegra handa stjórnvalda og hagsmunaafla innflutningsgeirans sem hægt og bítandi fá afhent stærri og stærri hlut af “fæðuköku” þjóðarinnar. Hlutdeild innlendrar framleiðslu á markaði hefur því sífellt farið minnkandi sem hefur bein og ógnandi áhrif á fæðuöryggi íbúa landsins og færir okkur nær og nær algjörri ósjálfbærni í fæðu. Þegar innlend framleiðsla dregst saman, fækkar framleiðendum hægt og bítandi og hætta er á að mikilvæg þekking glatist. Í því samhengi má nefna að þegar Covid-heimsfaraldurinn reið yfir kom í ljós að eingöngu voru til í landinu matarbirgðir til u.þ.b. þriggja vikna. Það er algjörlega óásættanlegt. Einn mikilvægur þáttur fæðuöryggis er matvælaöryggi, þ.e. hvort matvæli séu örugg til neyslu. Í því samhengi er rétt að fjalla um þann óraunhæfa samkeppnismun milli innlendra og erlendra matvælaframleiðenda. Hér á landi búa framleiðendur (þá sér í lagi búfjárræktendur) við einhverjar ströngustu kröfur og reglur í heimi er kemur að aðbúnaði, heilbrigðis- og hollustuháttum búfénaðs. Sýklalyfjanotkun er hér í algjöru lágmarki þar sem eingöngu sá einstaklingur innan “hjarðar” sem veikist, er meðhöndlaður með slíku lyfi. Óheimilt er með lögum að blanda við eða flytja inn fóður sem inniheldur sýklalyf. Af þessu getum við verið stolt og er almenn ánægja með. Ein stærsta heilsufarsógn heims í dag eru sýklalyfjaónæmar bakteríur sem valda gríðarlegum fjölda andláta á ári hverju. Hvers vegna er okkur þá ekki umhugað um að matvælin sem við flytjum inn séu undir sömu kröfum og þau íslensku? Hvers vegna er stjórnvöldum allveg sama um þá staðreynd að pensilíni er blandað í fóður dýra sem ætluð eru til manneldis (og útflutnings til m.a. Íslands), þ.e. að öll hjörðin étur pensilín í gegnum fóðrið í þeim eina tilgangi að minnka afföll og auka vaxtarhraða. Sérstaklega á þetta við um verksmiðjubúskap/færibandabúskap þar sem gróðinn skiptir alltaf meira máli en skepnan sjálf. Þetta er svo innlendum framleiðendum ætlað að keppa við sem þar fyrir utan er einnig örframleiðslumarkaður samanborið við markaði erlendis og því eðli máls samkvæmt dýrari í rekstri. Það sjá allir sem sjá vilja að slíkt er ekki samanburðarhæft. Þessi þróun hefur bein og ógnandi áhrif á lýðheilsu fólks. Á henni ber ríkisstjórn hvers tíma ríka ábyrgð. Miðflokkurinn hefur lagt fram sterka, skynsama stefnu í landbúnaðarmálum og vil ég með þessu stappa enn frekar stálinu í sitjandi þingmenn flokksins um að standa vörð um farsæld og lýðheilsu fólks í landinu þegar kemur að öflugri innlendri matvælaframleiðslu og fæðuöryggi. Tryggja verður að þjóðin geti verið minna háð innflutningi á aðföngum. Höfundur er 1. varaþingmaður Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar