Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Samúel Karl Ólason skrifar 10. febrúar 2025 16:39 Nvidia er þegar til rannsóknar í Kína. EPA/JOHN G. MABANGLO Kínverskir embættismenn eru að skrifa lista yfir bandarísk tæknifyrirtæki sem hægt er að beita rannsóknum varðandi samkeppni og öðrum aðgerðum. Markmiðið er að geta þrýst á forsvarsmenn fyrirtækjanna, sem hafa margir fylkt liði að baki Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. Um er að ræða undirbúning Kínverja fyrir væntanlegar viðræður við Donald Trump og mögulegar aðgerðir vegna tolla sem Trump hefur sett á kínverskar vörur. Samkvæmt frétt Wall Street Journal eru Nvidia, Google, Apple og önnur tæknifyrirtæki á þessum lista. Yfirvöld í Kína eru þegar byrjuð að rannsaka Nvidia og Google vegna mögulegra samkeppnisbrota þar í landi en rannsóknin gegn Google var tilkynnt stuttu eftir að Trump bætti við tíu prósentum á tolla gegn Kína. Sérfræðingar segja þessa áætlun Kínverja fela í sér ákveðnar áhættur, eins og til að mynda hættu á því að forsvarsmenn vestrænna fyrirtækja dragi úr fjárfestingum í Kína. Bæði Trump og Joe Biden hafa sett tálma á það hvað bandarísk fyrirtæki mega selja til Kína og hvaða hugbúnaði veita megi Kínverjum aðgang að. Nvidia hefur til dæmis verið bannað að selja tilteknar tölvuflögur til kínverskra fyrirtækja og Google meinaði árið 2019 Huawei að nota Android-stýrikerfið í síma fyrirtækisins. Bætti á gamla tolla Á fyrsta kjörtímabili hans setti Trump fimmtán prósenta tolla á vörur frá Kína. Biden hélt þeim tollum og Trump bætti á þá tíu prósentum á dögunum. Þá tilkynnti hann í gær 25 prósenta tolla á ál og stálinnflutning til Bandaríkjanna, sem sérfræðingar segja að beinist aðallega gegn Kína. Sjá einnig: Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Ráðamenn í Kína hafa einnig beitt Bandarískar vörur tollum vegna tolla Trumps. Þeir tollar voru settir á kol, jarðgas, landbúnaðarvörur og bíla frá Bandaríkjunum. Tollar á stál og ál munu einnig koma niður á fjölmörgum öðrum ríkjum, eins og Kanada, Mexíkó, Brasilíu og einnig ríkjum í Asíu, eins og Suður-Kóreu, Víetnam, Ástralíu og Japan. Sjá einnig: Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Trump og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræða saman í síma á næstunni en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær það símtal á að eiga sér stað. Kína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Um er að ræða undirbúning Kínverja fyrir væntanlegar viðræður við Donald Trump og mögulegar aðgerðir vegna tolla sem Trump hefur sett á kínverskar vörur. Samkvæmt frétt Wall Street Journal eru Nvidia, Google, Apple og önnur tæknifyrirtæki á þessum lista. Yfirvöld í Kína eru þegar byrjuð að rannsaka Nvidia og Google vegna mögulegra samkeppnisbrota þar í landi en rannsóknin gegn Google var tilkynnt stuttu eftir að Trump bætti við tíu prósentum á tolla gegn Kína. Sérfræðingar segja þessa áætlun Kínverja fela í sér ákveðnar áhættur, eins og til að mynda hættu á því að forsvarsmenn vestrænna fyrirtækja dragi úr fjárfestingum í Kína. Bæði Trump og Joe Biden hafa sett tálma á það hvað bandarísk fyrirtæki mega selja til Kína og hvaða hugbúnaði veita megi Kínverjum aðgang að. Nvidia hefur til dæmis verið bannað að selja tilteknar tölvuflögur til kínverskra fyrirtækja og Google meinaði árið 2019 Huawei að nota Android-stýrikerfið í síma fyrirtækisins. Bætti á gamla tolla Á fyrsta kjörtímabili hans setti Trump fimmtán prósenta tolla á vörur frá Kína. Biden hélt þeim tollum og Trump bætti á þá tíu prósentum á dögunum. Þá tilkynnti hann í gær 25 prósenta tolla á ál og stálinnflutning til Bandaríkjanna, sem sérfræðingar segja að beinist aðallega gegn Kína. Sjá einnig: Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Ráðamenn í Kína hafa einnig beitt Bandarískar vörur tollum vegna tolla Trumps. Þeir tollar voru settir á kol, jarðgas, landbúnaðarvörur og bíla frá Bandaríkjunum. Tollar á stál og ál munu einnig koma niður á fjölmörgum öðrum ríkjum, eins og Kanada, Mexíkó, Brasilíu og einnig ríkjum í Asíu, eins og Suður-Kóreu, Víetnam, Ástralíu og Japan. Sjá einnig: Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Trump og Xi Jinping, forseti Kína, munu ræða saman í síma á næstunni en ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær það símtal á að eiga sér stað.
Kína Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira