Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar 6. febrúar 2025 18:01 Kæru framhaldsskólakennarar. Ég ber djúpa virðingu fyrir starfi ykkar. Ég geri mér grein fyrir því að kjarabarátta kennara er réttmæt og mikilvæg. Framhaldsskólanám og framhaldsskólakennarar mynda mikilvæga hornsteina framtíðarsamfélags þjóðarinnar og ég efast ekki um að þið, framhaldsskólakennarar, berið hag nemenda ykkar fyrir brjósti – nú þegar þið berjist fyrir sanngjörnum kjörum og betra starfsumhverfi. En í þeirri baráttu vil ég biðja ykkur um eitt: Varpið ekki allri ábyrgð á túlkun og útskýringu kjaradeilu framhaldsskólakennara eingöngu á okkur, foreldra ólögráðra menntaskólanema. Fyrsta árs nemar í menntaskóla þurfa skýran stuðning Sonur minn er í sínu fyrsta ári í menntaskóla. Hann, eins og margir aðrir nemendur sem eru á sama stað í námi, er enn að læra hvernig framhaldsskólakerfið virkar, hvernig nám í áfangakerfi gengur fyrir sig og hvernig hann getur skipulagt sig til að ná árangri. Látum ekki börnin sækja fréttir í fjölmiðla Nú stendur til að framhaldsskólakennarar fari í ótímabundið verkfall í nokkrum skólum, takist ekki samningar fyrir 21. febrúar. Það eina sem sextán ára gamall sonur minn veit um stöðuna er það sem hann les í fjölmiðlum – eða það sem ég, móðir hans, segi honum eftir að hafa reynt að leita svara hjá yfirvöldum með misjöfnum árangri. Nemendur eiga skýlausan rétt á upplýsingum frá kennurum Það er ekki ásættanlegt að ábyrgðin á því að útskýra kjaradeilu framhaldsskólakennara, áhrif verkfallsins og óvissu um nám framtíðarinnar sé eingöngu okkar foreldra. Þetta eru ykkar nemendur – þeir eiga rétt á skýrum upplýsingum frá ykkur og skólayfirvöldum. Réttindum fylgja skyldur – gagnkvæm virðing er lykilatriði Ég geri mér grein fyrir því að kennarar eiga rétt á því að fara í verkfall. Við foreldrar eigum að sýna ykkar baráttu virðingu og flest gerum við það. En rétt eins og við foreldrar sýnum virðingu fyrir ykkur, kennurum, eiga nemendur og foreldrar líka rétt á eðlilegri nærgætni og gagnkvæmri virðingu af ykkar hálfu og af hálfu menntayfirvalda. Nemendur og við foreldrar eigum ekki að vera skilin eftir í óvissu – við eigum rétt á upplýsingum og samráði um hvaða áhrif verkfall muni hafa á námsframvindu nemenda. Hjálpumst öll að – sem eitt samfélag Því skora ég á ykkur, alla framhaldsskólakennara og alla stjórnendur framhaldsskóla, að vinna með okkur foreldrum að því að tryggja að allir nemendur fái skýrar og samræmdar upplýsingar um eðli kjarabaráttu ykkar, ástæðu yfirvofandi verkfalls og einnig skora ég á ykkur öll að upplýsa nemendur jafnt og þétt um raunverulega stöðu mála. 1. Útskýrið fyrir nemendum hvað ótímabundið skæruverkfall þýðir fyrir þá. 2. Látið nemendur ekki lesa fréttir í fjölmiðlum án upplýsinga frá kennurum. 3. Heiðrið samskipti við foreldra og tryggið að allir fái sömu upplýsingar. Spurningar móður menntskælings til samninganefndar ríkisins Til að fá skýr svör um áhrif verkfallsins á nemendur, skrifaði ég í dag formlega fyrirspurn til Samninganefndar ríkisins á netfang Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar óskaði ég eftir svörum við eftirfarandi spurningum: A. Er samninganefnd ríkisins meðvituð um þær afleiðingar sem ótímabundið verkfall framhaldsskólakennara getur haft á námsframvindu nemenda? B. Er einhver vinna í gangi innan stjórnkerfisins til að tryggja að nemendur fái skýrar leiðbeiningar um stöðu sína, t.d. um hvort þeir geti lokið námi sínu eftir verkfallið? C. Hafa menntayfirvöld, ráðuneyti eða aðrir samningsaðilar sett fram úrræði til að tryggja að nemendur fái ekki varanlegt tjón á menntabraut sinni? D. Ef ekki næst samkomulag fyrir 21. febrúar, hefur samninganefnd ríkisins þá íhugað að tryggja aðgerðir sem vernda hagsmuni nemenda? Ég skrifaði einnig þessi orð í erindi mínu til samninganefndar ríkisins: „Sonur minn hefur skilað öllum verkefnum sínum á vorönninni og lagt hart að sér í námi. Það er ekki réttlátt að hann og aðrir nemendur séu teknir sem gíslar í þessari vinnudeilu án þess að tryggt sé að þeir fái klárað sitt nám.“ Fyrir utan þessa fyrirspurn hef ég einnig sent sambærileg erindi til Félags framhaldsskólakennara, Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Umboðsmanns barna. Ég get einungis vonað að yfirvöld muni svara fyrirspurnum mínum. Einlæg ósk móður menntskælings til framhaldsskólakennara Þið, framhaldsskólakennarar, hafið kennt nemendum ykkar að menntun sé dýrmæt. Þið hafið kennt þeim að rödd þeirra skipti máli. Þið hafið kennt þeim að góð samskipti og gagnkvæm virðing skipti sköpum í samfélaginu. Nú er tækifærið til að sýna einmitt það í verki. Með virðingu, kærleika og von um skýra upplýsingagjöf, Höfundur er móðir sextán ára menntskælings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Framhaldsskólar Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæru framhaldsskólakennarar. Ég ber djúpa virðingu fyrir starfi ykkar. Ég geri mér grein fyrir því að kjarabarátta kennara er réttmæt og mikilvæg. Framhaldsskólanám og framhaldsskólakennarar mynda mikilvæga hornsteina framtíðarsamfélags þjóðarinnar og ég efast ekki um að þið, framhaldsskólakennarar, berið hag nemenda ykkar fyrir brjósti – nú þegar þið berjist fyrir sanngjörnum kjörum og betra starfsumhverfi. En í þeirri baráttu vil ég biðja ykkur um eitt: Varpið ekki allri ábyrgð á túlkun og útskýringu kjaradeilu framhaldsskólakennara eingöngu á okkur, foreldra ólögráðra menntaskólanema. Fyrsta árs nemar í menntaskóla þurfa skýran stuðning Sonur minn er í sínu fyrsta ári í menntaskóla. Hann, eins og margir aðrir nemendur sem eru á sama stað í námi, er enn að læra hvernig framhaldsskólakerfið virkar, hvernig nám í áfangakerfi gengur fyrir sig og hvernig hann getur skipulagt sig til að ná árangri. Látum ekki börnin sækja fréttir í fjölmiðla Nú stendur til að framhaldsskólakennarar fari í ótímabundið verkfall í nokkrum skólum, takist ekki samningar fyrir 21. febrúar. Það eina sem sextán ára gamall sonur minn veit um stöðuna er það sem hann les í fjölmiðlum – eða það sem ég, móðir hans, segi honum eftir að hafa reynt að leita svara hjá yfirvöldum með misjöfnum árangri. Nemendur eiga skýlausan rétt á upplýsingum frá kennurum Það er ekki ásættanlegt að ábyrgðin á því að útskýra kjaradeilu framhaldsskólakennara, áhrif verkfallsins og óvissu um nám framtíðarinnar sé eingöngu okkar foreldra. Þetta eru ykkar nemendur – þeir eiga rétt á skýrum upplýsingum frá ykkur og skólayfirvöldum. Réttindum fylgja skyldur – gagnkvæm virðing er lykilatriði Ég geri mér grein fyrir því að kennarar eiga rétt á því að fara í verkfall. Við foreldrar eigum að sýna ykkar baráttu virðingu og flest gerum við það. En rétt eins og við foreldrar sýnum virðingu fyrir ykkur, kennurum, eiga nemendur og foreldrar líka rétt á eðlilegri nærgætni og gagnkvæmri virðingu af ykkar hálfu og af hálfu menntayfirvalda. Nemendur og við foreldrar eigum ekki að vera skilin eftir í óvissu – við eigum rétt á upplýsingum og samráði um hvaða áhrif verkfall muni hafa á námsframvindu nemenda. Hjálpumst öll að – sem eitt samfélag Því skora ég á ykkur, alla framhaldsskólakennara og alla stjórnendur framhaldsskóla, að vinna með okkur foreldrum að því að tryggja að allir nemendur fái skýrar og samræmdar upplýsingar um eðli kjarabaráttu ykkar, ástæðu yfirvofandi verkfalls og einnig skora ég á ykkur öll að upplýsa nemendur jafnt og þétt um raunverulega stöðu mála. 1. Útskýrið fyrir nemendum hvað ótímabundið skæruverkfall þýðir fyrir þá. 2. Látið nemendur ekki lesa fréttir í fjölmiðlum án upplýsinga frá kennurum. 3. Heiðrið samskipti við foreldra og tryggið að allir fái sömu upplýsingar. Spurningar móður menntskælings til samninganefndar ríkisins Til að fá skýr svör um áhrif verkfallsins á nemendur, skrifaði ég í dag formlega fyrirspurn til Samninganefndar ríkisins á netfang Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Þar óskaði ég eftir svörum við eftirfarandi spurningum: A. Er samninganefnd ríkisins meðvituð um þær afleiðingar sem ótímabundið verkfall framhaldsskólakennara getur haft á námsframvindu nemenda? B. Er einhver vinna í gangi innan stjórnkerfisins til að tryggja að nemendur fái skýrar leiðbeiningar um stöðu sína, t.d. um hvort þeir geti lokið námi sínu eftir verkfallið? C. Hafa menntayfirvöld, ráðuneyti eða aðrir samningsaðilar sett fram úrræði til að tryggja að nemendur fái ekki varanlegt tjón á menntabraut sinni? D. Ef ekki næst samkomulag fyrir 21. febrúar, hefur samninganefnd ríkisins þá íhugað að tryggja aðgerðir sem vernda hagsmuni nemenda? Ég skrifaði einnig þessi orð í erindi mínu til samninganefndar ríkisins: „Sonur minn hefur skilað öllum verkefnum sínum á vorönninni og lagt hart að sér í námi. Það er ekki réttlátt að hann og aðrir nemendur séu teknir sem gíslar í þessari vinnudeilu án þess að tryggt sé að þeir fái klárað sitt nám.“ Fyrir utan þessa fyrirspurn hef ég einnig sent sambærileg erindi til Félags framhaldsskólakennara, Kennarasambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Mennta- og barnamálaráðuneytisins og Umboðsmanns barna. Ég get einungis vonað að yfirvöld muni svara fyrirspurnum mínum. Einlæg ósk móður menntskælings til framhaldsskólakennara Þið, framhaldsskólakennarar, hafið kennt nemendum ykkar að menntun sé dýrmæt. Þið hafið kennt þeim að rödd þeirra skipti máli. Þið hafið kennt þeim að góð samskipti og gagnkvæm virðing skipti sköpum í samfélaginu. Nú er tækifærið til að sýna einmitt það í verki. Með virðingu, kærleika og von um skýra upplýsingagjöf, Höfundur er móðir sextán ára menntskælings
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun