Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar 31. janúar 2025 10:33 Meirihluti Íslendinga ver um það bil einum þriðja hluta sólarhringsins í vinnunni og því er mikilvægt að þessum tíma sé vel varið og að starfsmenn séu ánægðir í vinnunni. Fræðasamfélagið er meðvitað um þessa staðreynd og einnig stjórnendur. Því hefur áhersla á líðan starfsmanna og almennrar starfsánægju aukist á síðustu árum og áratugum. Kennarar á öllum skólastigum starfa með ungum einstaklingum á mótunaraldri og er því sérlega mikilvægt að þeir séu ánægðir í vinnunni. Ef kennarar eru ánægðir í starfi smitar samstarf þeirra og starfsánægja út frá sér til nemenda og leiðir af sér að nemendur leggja sig meira fram og samstarfið milli kennara og nemanda eflist og með því skólasamfélagið í heild. Einstaklingur sem er ósáttur og líður illa í vinnunni skilar ekki eðlilegum afköstum auk þess sem vanlíðan hans getur smitað út frá sér og haft neikvæð áhrif á aðra starfsmenn. Komið hefur fram í rannsóknum að þeir sem eru ánægðir og hamingjusamir í starfi eru mun líklegri til að vera það einnig í einkalífinu. Ef almenn óánægja er með launakjör og kennarar telja sig vanmetna getur það haft neikvæð áhrif á starfsánægju. Vissulega snúast deilur sveitarfélaganna og Kennarasambandsins um laun en á meðan þessir tveir aðilar ræða sín á milli eru fjölmargir aðilar að skrifa greinar og viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Inntak flestra þessara greina er iðulega að tala kennarastarfið upp eða niður. Þessi gríðarlega mikla umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum segir sína sögu, kennarastarfið hefur áhrif á allt samfélagið. Gera má ráð fyrir að allir sem starfa í skólakerfinu hafi áhuga á kjörum sínum og er bagalegt að lesa fjöldann allan af greinum og pistlum um hversu illa gengur í skólakerfinu og hversu slæmir starfsmenn skólakerfisins eru. „Starfsmenn kerfisins eru of mikið veikir, þeir vinna lítið og þeim gengur illa að ala upp framtíð landsins“. Hefur einhver hugsað um hvaða áhrif þessar skoðanir, greinar og pistlar hafa á starfsánægju kennara og árangur og líðan nemenda? Á meðan laun kennara eru undir meðallaunum sérfræðinga á almennum vinnumarkaði munu ungu kynslóðir landsins ekki leitast við að sækja í kennarastarfið og mun nýliðun starfsstéttarinnar vera minni en þörf er á. Hver vill vinna í starfi sem krefst 5 ára háskólamenntunar og er undir meðallaunum? Hver vill vinna í starfi sem er undir stöðugri gagnrýni um að ekki sé nógu vel gert? Hver vill vinna í krefjandi starfi sem ekki er metið að verðleikum af samfélaginu?Hver vill vinna í starfi þar sem skjólstæðingar þínir leyfa sér að tala við þig og um þig af lítilli virðingu? Er ekki bara best að fá hærri laun annars staðar? Höfundur er grunnskólakennari og skrifaði meistararitgerð um starfsánægju kennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti Íslendinga ver um það bil einum þriðja hluta sólarhringsins í vinnunni og því er mikilvægt að þessum tíma sé vel varið og að starfsmenn séu ánægðir í vinnunni. Fræðasamfélagið er meðvitað um þessa staðreynd og einnig stjórnendur. Því hefur áhersla á líðan starfsmanna og almennrar starfsánægju aukist á síðustu árum og áratugum. Kennarar á öllum skólastigum starfa með ungum einstaklingum á mótunaraldri og er því sérlega mikilvægt að þeir séu ánægðir í vinnunni. Ef kennarar eru ánægðir í starfi smitar samstarf þeirra og starfsánægja út frá sér til nemenda og leiðir af sér að nemendur leggja sig meira fram og samstarfið milli kennara og nemanda eflist og með því skólasamfélagið í heild. Einstaklingur sem er ósáttur og líður illa í vinnunni skilar ekki eðlilegum afköstum auk þess sem vanlíðan hans getur smitað út frá sér og haft neikvæð áhrif á aðra starfsmenn. Komið hefur fram í rannsóknum að þeir sem eru ánægðir og hamingjusamir í starfi eru mun líklegri til að vera það einnig í einkalífinu. Ef almenn óánægja er með launakjör og kennarar telja sig vanmetna getur það haft neikvæð áhrif á starfsánægju. Vissulega snúast deilur sveitarfélaganna og Kennarasambandsins um laun en á meðan þessir tveir aðilar ræða sín á milli eru fjölmargir aðilar að skrifa greinar og viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Inntak flestra þessara greina er iðulega að tala kennarastarfið upp eða niður. Þessi gríðarlega mikla umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum segir sína sögu, kennarastarfið hefur áhrif á allt samfélagið. Gera má ráð fyrir að allir sem starfa í skólakerfinu hafi áhuga á kjörum sínum og er bagalegt að lesa fjöldann allan af greinum og pistlum um hversu illa gengur í skólakerfinu og hversu slæmir starfsmenn skólakerfisins eru. „Starfsmenn kerfisins eru of mikið veikir, þeir vinna lítið og þeim gengur illa að ala upp framtíð landsins“. Hefur einhver hugsað um hvaða áhrif þessar skoðanir, greinar og pistlar hafa á starfsánægju kennara og árangur og líðan nemenda? Á meðan laun kennara eru undir meðallaunum sérfræðinga á almennum vinnumarkaði munu ungu kynslóðir landsins ekki leitast við að sækja í kennarastarfið og mun nýliðun starfsstéttarinnar vera minni en þörf er á. Hver vill vinna í starfi sem krefst 5 ára háskólamenntunar og er undir meðallaunum? Hver vill vinna í starfi sem er undir stöðugri gagnrýni um að ekki sé nógu vel gert? Hver vill vinna í krefjandi starfi sem ekki er metið að verðleikum af samfélaginu?Hver vill vinna í starfi þar sem skjólstæðingar þínir leyfa sér að tala við þig og um þig af lítilli virðingu? Er ekki bara best að fá hærri laun annars staðar? Höfundur er grunnskólakennari og skrifaði meistararitgerð um starfsánægju kennara.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun