Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar 31. janúar 2025 10:33 Meirihluti Íslendinga ver um það bil einum þriðja hluta sólarhringsins í vinnunni og því er mikilvægt að þessum tíma sé vel varið og að starfsmenn séu ánægðir í vinnunni. Fræðasamfélagið er meðvitað um þessa staðreynd og einnig stjórnendur. Því hefur áhersla á líðan starfsmanna og almennrar starfsánægju aukist á síðustu árum og áratugum. Kennarar á öllum skólastigum starfa með ungum einstaklingum á mótunaraldri og er því sérlega mikilvægt að þeir séu ánægðir í vinnunni. Ef kennarar eru ánægðir í starfi smitar samstarf þeirra og starfsánægja út frá sér til nemenda og leiðir af sér að nemendur leggja sig meira fram og samstarfið milli kennara og nemanda eflist og með því skólasamfélagið í heild. Einstaklingur sem er ósáttur og líður illa í vinnunni skilar ekki eðlilegum afköstum auk þess sem vanlíðan hans getur smitað út frá sér og haft neikvæð áhrif á aðra starfsmenn. Komið hefur fram í rannsóknum að þeir sem eru ánægðir og hamingjusamir í starfi eru mun líklegri til að vera það einnig í einkalífinu. Ef almenn óánægja er með launakjör og kennarar telja sig vanmetna getur það haft neikvæð áhrif á starfsánægju. Vissulega snúast deilur sveitarfélaganna og Kennarasambandsins um laun en á meðan þessir tveir aðilar ræða sín á milli eru fjölmargir aðilar að skrifa greinar og viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Inntak flestra þessara greina er iðulega að tala kennarastarfið upp eða niður. Þessi gríðarlega mikla umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum segir sína sögu, kennarastarfið hefur áhrif á allt samfélagið. Gera má ráð fyrir að allir sem starfa í skólakerfinu hafi áhuga á kjörum sínum og er bagalegt að lesa fjöldann allan af greinum og pistlum um hversu illa gengur í skólakerfinu og hversu slæmir starfsmenn skólakerfisins eru. „Starfsmenn kerfisins eru of mikið veikir, þeir vinna lítið og þeim gengur illa að ala upp framtíð landsins“. Hefur einhver hugsað um hvaða áhrif þessar skoðanir, greinar og pistlar hafa á starfsánægju kennara og árangur og líðan nemenda? Á meðan laun kennara eru undir meðallaunum sérfræðinga á almennum vinnumarkaði munu ungu kynslóðir landsins ekki leitast við að sækja í kennarastarfið og mun nýliðun starfsstéttarinnar vera minni en þörf er á. Hver vill vinna í starfi sem krefst 5 ára háskólamenntunar og er undir meðallaunum? Hver vill vinna í starfi sem er undir stöðugri gagnrýni um að ekki sé nógu vel gert? Hver vill vinna í krefjandi starfi sem ekki er metið að verðleikum af samfélaginu?Hver vill vinna í starfi þar sem skjólstæðingar þínir leyfa sér að tala við þig og um þig af lítilli virðingu? Er ekki bara best að fá hærri laun annars staðar? Höfundur er grunnskólakennari og skrifaði meistararitgerð um starfsánægju kennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Skoðun Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Sjá meira
Meirihluti Íslendinga ver um það bil einum þriðja hluta sólarhringsins í vinnunni og því er mikilvægt að þessum tíma sé vel varið og að starfsmenn séu ánægðir í vinnunni. Fræðasamfélagið er meðvitað um þessa staðreynd og einnig stjórnendur. Því hefur áhersla á líðan starfsmanna og almennrar starfsánægju aukist á síðustu árum og áratugum. Kennarar á öllum skólastigum starfa með ungum einstaklingum á mótunaraldri og er því sérlega mikilvægt að þeir séu ánægðir í vinnunni. Ef kennarar eru ánægðir í starfi smitar samstarf þeirra og starfsánægja út frá sér til nemenda og leiðir af sér að nemendur leggja sig meira fram og samstarfið milli kennara og nemanda eflist og með því skólasamfélagið í heild. Einstaklingur sem er ósáttur og líður illa í vinnunni skilar ekki eðlilegum afköstum auk þess sem vanlíðan hans getur smitað út frá sér og haft neikvæð áhrif á aðra starfsmenn. Komið hefur fram í rannsóknum að þeir sem eru ánægðir og hamingjusamir í starfi eru mun líklegri til að vera það einnig í einkalífinu. Ef almenn óánægja er með launakjör og kennarar telja sig vanmetna getur það haft neikvæð áhrif á starfsánægju. Vissulega snúast deilur sveitarfélaganna og Kennarasambandsins um laun en á meðan þessir tveir aðilar ræða sín á milli eru fjölmargir aðilar að skrifa greinar og viðra skoðanir sínar í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum. Inntak flestra þessara greina er iðulega að tala kennarastarfið upp eða niður. Þessi gríðarlega mikla umfjöllun í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum segir sína sögu, kennarastarfið hefur áhrif á allt samfélagið. Gera má ráð fyrir að allir sem starfa í skólakerfinu hafi áhuga á kjörum sínum og er bagalegt að lesa fjöldann allan af greinum og pistlum um hversu illa gengur í skólakerfinu og hversu slæmir starfsmenn skólakerfisins eru. „Starfsmenn kerfisins eru of mikið veikir, þeir vinna lítið og þeim gengur illa að ala upp framtíð landsins“. Hefur einhver hugsað um hvaða áhrif þessar skoðanir, greinar og pistlar hafa á starfsánægju kennara og árangur og líðan nemenda? Á meðan laun kennara eru undir meðallaunum sérfræðinga á almennum vinnumarkaði munu ungu kynslóðir landsins ekki leitast við að sækja í kennarastarfið og mun nýliðun starfsstéttarinnar vera minni en þörf er á. Hver vill vinna í starfi sem krefst 5 ára háskólamenntunar og er undir meðallaunum? Hver vill vinna í starfi sem er undir stöðugri gagnrýni um að ekki sé nógu vel gert? Hver vill vinna í krefjandi starfi sem ekki er metið að verðleikum af samfélaginu?Hver vill vinna í starfi þar sem skjólstæðingar þínir leyfa sér að tala við þig og um þig af lítilli virðingu? Er ekki bara best að fá hærri laun annars staðar? Höfundur er grunnskólakennari og skrifaði meistararitgerð um starfsánægju kennara.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun